Friday, March 11, 2005

Annir gífulegar



Já það er um það bil allt á hvolfi í vinnunni hjá mér um þessar mundir! stærðar útboð að fara út og allt á alsíðustu stundu og unnið fram á kvöld trekk í trekk! Lítill tími fyrir blogg og aðra slíka iðju, sérstaklega þar sem ég er líka að semja útboðsgögn fyrir málningarútboð sem að fjölbýlishúsið mitt er að fara í!! Já maður lætur plata sig í ýmsa vitleysu

Fyrir þá sem hafa gaman að því að sjá Runna bandaríska gerðan að fífli er þeim bent á þennan link og þeir minntir á að hafa hátalarna í gangi, annars er þetta ekki að virka!

Tuesday, March 08, 2005

Síðasti dagur á meðölum!



Já þá er síðasti dagurinn sem að Ástþór Örn þarf að vera á meðölum sökum þessarar lungnabólgu og getur hann því vonandi farið á leikskólann á morgunn. Búið að vera svoltið strembið hjá Svanhildi að eyða öllum tíma sínum í að vera með hann heima lasinn og geta ekki lesið á meðan. Hittir náttúrulega líka vel á að ég er í geðsjúkri törn í mörgum verkum núna og ný búinn að vera lasinn og hef því engan tíma til að vera með lítinn lasinn strák heima þótt ég feginn vildi! En núna er bara að vona að hann sé kominn algerlega yfir þetta og þessi blessaði veikinda febrúarmánuður sé algerlega að baki. Annars þá er enn þetta fína veður úti og maður kominn í algert vorskap, bíða samt fram í Apríl með að setja nagladekkin í skúrinn og sumarblöðrurnar undir, sérstaklega þar sem það á að fara að kólna!

Monday, March 07, 2005

Helgin liðin því er nú andskotans ver og miður!!



Já enn ein helgin í valnum og er það ekki vel. Hinsvegar þýðir það að núna er farið að styttast óðfluga í næstu helgi og það er vel. Ekki nema fjórir morgnar eftir að vakna fram að næsta helgarfríi. Já var að vinna á laugardaginn og það var ekki vel (nema fjárhagslega) en var svo heima með gaurinn á sunnudeginum þar sem mamma hans skrapp í afmæli til Hveragerðis. Við fórum hamförum í hreingerningu, bókalestri, söng, boltaleik, kubbun og almennum fíflagangi. Já nú er húsið um það bil að verða spikk and span og ekki seinna vænna, vorið á næsta leiti!