Friday, December 12, 2003

Síðasti dagur vinnuvikunnar liðinn upp. Hjálpar mér efalaust lítið þar sem ég kem efalaust til með að kíkja í vinnuna um helgina. En það verður þá allt saman yfirvinna þannig að það er ekki svo slæmt. Lítið að frétta af þessum bænum, ekkert slæmt á meðan. Var mættur rétt upp úr sjö í morgunn, magnað að mæta svona snemma, engin á svæðinu, enginn sími bara ég að dúlla mér eitthvað, allt eins og það á að vera. Svo er París Hilton orðin fræg utan BNA eftir að klámmyndband með henni lak út á netið. Svo ef það eru einhverjar stúlkur sem hyggja á heimsfrægð þá geta þær komið svona myndböndum til mín og ég skal dreifa þeim á netið!!!! Smá spé!!!


Thursday, December 11, 2003

Næst síðasti dagur vikunnar. Magnaðir leikir í meistaradeildinni í gær, mínir menn unnun sinn riðil, allt eins og það á að vera. Búinn að vera mikið í vinnunni undanfarið og veitir ekki af því, er að byrja að forhanna gufuháfa fyrir Hellisheiðarvirkjun. Miklar pælingar í stærð og styrk og hávaða þar sem háfarnir verða nærri stöðvarhúsinu kemur til með að heirast kvæs og ef þeir eru rangt hannaðir mun rigna úr þeim yfir stöðina. Það er víst talið óæskilegt einhverra hluta vegna. Þarf að vera búinn að þessu fyrir 19.des. Það er ágætt, á ekki eftir að lesa nema svona sjö möppur til að geta byrjað á verkinu!!!! En maður nær í í yfir vinnu með þessu, ljósu punktarnir!!!


Wednesday, December 10, 2003

Vikan hálfnuð og frost í lofti, allt eins og það á að vera, vantar bara smá snjó til að gera jörðina hvíta. Skruppum á jólatónleika í Hallgrímskirkju í gær, það var hin besta skemmtun. Kórinn góður og prógrammið fínt hjá þeim krökkunum, ágætt að brjóta desember aðeins upp. Svo er það stóri leikurinn með Arsenal í kvöld maður má ekki missa af honum það liggur ljóst fyrir. Annars er frekar mikið að gera í vinnunni hjá mér um þessar mundir, eða fram til 19.des. Þá þurfum við að skila drögum af hönnunarskýrslu fyrir Hellisheiðarvirkjun, gufuaðveituhlutanum, það er þeim hluta sem ég er að vinna í. Það er því fínt að vera að mæta upp úr sjö á morgnanna og fara heim eftir fimm og ná tveimur til þremur yfirvinnutímum á dag, fjárhagurinn minn er mjög sáttur við þessar framkvæmdir mála!!


Tuesday, December 09, 2003

Þriðjundagur til dags runninn. Í dag er skapadagur margra liða í Meistaradeild evrópu en á morgunn er nú stóri dagurinn í þeim efnum. Er að fara á jólatónleika í kvöld upp í Hallgrímskyrkju, fórum fyrir tveimur árum og var það hin mesta skemmtun. Guðrún Lára vinkona okkar er í kórnum þar og ætlum við að hlíða á þau í kvöld. Pabbi kíkti við í gærkvöldi hjá okkur og ég sleit upp entrecote í Gallerí kjöt og eldaði þessar fínu steikur. Þeir eru nú ekkert ódýrastir í bænum í galleríinu en þeir eru samt nokkuð nærri því að vera bestir. þvílíkar snildar steikur. Hef keypt svona áður hjá þeim og þetta bara feilar ekki, það eru einfaldlega aðrir í því að feila á kjötborðum. Fór til að mynda í Nóatún, er ekki frá því að entrecotið þar hafi verið skerpukjöt og það fullhert, djöfulssins viðbjóður það var og rándýrt í þokkabót. Svo fyrir áhugmenn um matargerð þá er hægt að fá frábæra hamborgara í Galleríkjöt stóra og djúsí. Nú er ég orðinn svangur, spurning um að fara og hækka blóðsykurinn aðeins með eins súkkulaðistykki eða tveim!!!!


Monday, December 08, 2003

Þá er helgini liðinn og þetta var hin ágætasta helgi. Byrjaði á fös með julefrokost. Það var hin ágætasta skemmtun verður að segjast, maturinn fínn og skemmtiatriðin líka. Mitt atriði tókst bara alveg bærilega, í það minnsta mikið hlegið þannig að hefur varla verið alsæmt. Svo var vaknað á laugardagsmorguninn og brennt í Dal á Snæfellsnesi þar sem kvennpeningur ferðarinnar bakaði sex sortir af smákökum og karlpeningurinn fór í fjárhúsin. Var bara full lítið að vera ekki nema einn dag í Dal, maður þarf nú eiginlega að fara upp úr tvö á föstudögum og koma heim á sunnudögum og ná þannig fullum tveimur dögum ef vel á að vera. Svo er bara að telja niður dagana fyrir næstu helgi, gerist í raun ótrúlega hratt. Skálum fyrir því.

Margir búnir að biðja um að ég setti brandarana sem ég flutti á föstudagskvöldið inn á netið og ákvað ég að verða við þeirri bón. Það má nálgast víruslaust wordskjal með því að klikka á krækjuna hérna : Brandarar úr Julefrokost