Friday, April 15, 2005

Helgin í vændum



Já fínn dagur í gær. Keypti Entrecote steikur í gallerí kjöt og eldaði það með bökuðum kartöflum, og rauðvínssósu og einhverri gommu af meðlæti. Svanhildur bjó til Panacota sem er í geypilegu uppáhaldi hjá mér. Já svelgdum þessu niður með rauðri og allt klárt. Já maður ætti að eiga afmæli sem oftast. Svanka gaf mér þessi fínu fötin í afmælisgjöf og var ekki vanþörf á þar sem skápurinn hefur ekki gengið í nýja lífdaga síðust árin og er að verða ansi lúðalegur miðað við staðla nútímans. Nýji diskurinn hans Nick Cave kominn í hús í tilefni dagsins og er það þrefaldur diskur með B-lögum og allskonar gríni. Já svo ætla tengdaforeldrarni að gefa okkur Svanhildi saman (hún á afmæli 27) grill til að skella á svalirnar! Þá myndi ég nú segja að allt væri að verða klárt! En stefna er sett á enga helgarvinnu þessa helgina og er það vel. Megið þið njóta góðrar helgar. Já og í framhjáhlaupi má benda á það að mamma og pabbi eiga gullbrúðkaup á morgunn!!! Þetta er náttúrulega kolruglað fólk :-)

Thursday, April 14, 2005

Afmæli



Jamm nú á strákurinn afmæli í dag. Orðinn Thirty something!! Já stóri plúsinn er nú samt sá að það er mun lengra í fertugt en í þrítungt ennþá!!

Wednesday, April 13, 2005

Mr. Júlíusson!



Já þannig ber nú við að mesti töffari sem að Ísland hefur af sér alið er sextugur núna í dag! Já það koma svo sem margir til greina, en enginn hefur komið með eins sterkt tilkall til titilsins en Rúnar Júlíusson. Sitt kann hverjum að sýnast um Piltinn og allir hafa rétt á sínum skoðunum um hann. Hins vegar tala staðreyndirnar sínu máli og eru óhrekjanlegar! Maðurinn var í lang, LANG vinsælustu hljómsveit landsins, dáður af konum og öfundaður af mönnum! Maðurinn var landsliðsmaður í fótbolta og til að tryggja sér titilinn töffari Íslands þá nældi hann sér í hana Maríu Baldursdóttir sem var eins og glöggir lesendur efalaust vita, ungfrú Ísland á sínum tíma. Það má því ljóst vera að Rúni er mesti töffari sem að Ísland hefur af sér alið og segi ég því: Til lukku með afmælið Rúnar Júlíusson.

Tuesday, April 12, 2005

Lengi skal manninn reyna!



¨Já hélt að ég væri búinn að skila síðustu reikningunum af mér til yfirferðar til Den Norsk Veritas til yfirferðar og gæti nú loksins farið að snúa mér að öðrum verkum, en nei! Fékk þá til baka í morgunn og eitthvað leist honum ekki á blessuðum karlinum og morguninn búinn að fara í að gera honum til geðs blessuðum manninum! Ég er ekkert pirraður út af þessu. Nei mér finnst þetta gaman!! GAMAN MÚHÚÚÚÚ, MÚHÚÚÚÚÚ.
Annars þá komu Kristín frænka Svanhildar úr Vestmannaeyjunnum og Kiddý dóttir hennar í heimsók í gær, höfðu ekki komið í nýju íbúðina áður. Færðu okkur þessi líka fínu steikarahnífapör frá WMF og þetta fína fiska fat til að bera fram á fisk. Já það var ótrúlega rausnarlegt af þeim verður að segjast. Það var því setið og spjallað og litli maðurinn fór ekki í rúmið fyrr en upp úr níu og hugmyndin að vaka í morgun þótti ekki mjög góð þannig að við sváfum bara aðeins lengur og maður mætti bara í vinnuna klukkan 9 í morgunn. Hvílík sæla!!