Tuesday, December 28, 2004

Jólin jólin jólin koma senn



Jamm þá er jólahelgin liðinn og farið að styttast í áramótin. Sit hérna í vinnunni og er ekki alveg að nenna því verður að segjast. Jólin fór vel hjá okkur fjölskyldunni, snæddum dýrindis fyllta gæs hjá foreldrum Svanhildar og opnuðum pakka á aðfanga dag. Littli maðurinn var ótrúlega stilltur og góður þetta kvöld, lék sér bara að nýja dótinu sínu og át konfekt :-) Svo fengum við Ástþór og Kötu í mat heim í fyrrakvöld þar sem snæddar voru endur og heimagerður ís í eftirrétt. Já, þetta er búinn að vera ljúfur tími, kalt hvítvínsglas að kveldi eða kaldur öl og Arnaldur í hönd, hvað vill maður hafa það betra??

Wednesday, December 22, 2004

Siðferðisþrek



Já það er magnað um þessar mundir að maður bara nær ekki að safna upp nægilegu siðferðisþreki til að vera próduktífur í vinnunni. Ég í orðsinsfyllstu meiningu bara er í vinnunni, algerlega andlega fjarverandi, næ bara ekki að fókusa á þetta. Húmorinn er að það eru allir svona í kringum mig líka, menn eru bara ekki með hugann við vinnuna á þessum tíma. Það er því bara spurninginn um að hætta snemma í dag, koma sér heim að taka til og ganga frá jólagjöfum, ekki það að það hafi verið að lenda mikið á mér, Svanhildur hefur nú borði hitann og þungann af jólagjöfum og jólakortum þessi jól eins og önnur og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Annað var það nú ekki!!

Tuesday, December 21, 2004

Látum ekki deigan síga



? Hvað er deigi?? og hvert sígur hann??? Hver fann upp á þessu túrbó vitlausa máltæki og afhverju. Þetta er dæmi um spurningu sem maður vill ekkert endilega vita meira um. Ótrúlega skrítið með það verður að segjast. Já jólin nálgast meira með hverjum deginum og áður en maður veit af verður maður farinn að rífa bréf í gríð og erg en ekki í ergelsi þó. Hvað er gríð?? En ergur?? Hver fann þessa vitleysu upp og afhverju?? Já jólatréð fær að fara að koma inn og hlýja sér von bráðar og nýr dallur af jólaöli er væntanlegur í hús von bráðar. Svo þarf maður að fara að kaupa sér jóla Whiskeyið og víking jólabjórinn sem að þessu sinn er langbesti jólabjórinn. Þegar ég segi langbesti jólabjórinn er ég ekkert að meina að mér finnist hann lang bestur, hann ER langbestur það er bara þannig, þetta er enginn skoðanna könnun ég er að segja ykkur að þetta er svona!

Monday, December 20, 2004

Jóla gól



Jamm nú nálgast jólinn sem óður geitungur. Fjórir dagar í jólin hvorki minna né minna. Já það eru ýmis handtök eftir áður en jólaandanum verður formlega boðið til okkar híbýla en ekki svo mörg samt. Erum búinn að vera að raða í skápa og umstafla í skúffur og þesslags. Meira svona yfirborðsmeðhöndlun eftir, svo sem að reyna að þrífa strik og kröss af veggjum eftir ónefndan heimilismeðlim. Hann á efalaust eftir að eiga góða stund við að slíta niður jólakúlur og köngla af jólatrénu þegar það verður komið upp. Svo er bara spurning um hvað maður nær að taka sér langt frí á milli jóla og áramóta, þarf nú sennilega vinnulega séð að láta sjá mig eitthvað aðeins þarna á milli en ég á svo sem frídaga í að sleppa því. Spurning um að kíkja einhverja tvo daga eða svo, grinnka aðeins á staflanum, veitir ekki að því. En annars þá bæó.

Friday, December 17, 2004

Prófaannir og appelsínur



Jamm þá er Svanka í prófi í þessum töluðu orðum. Jólafríið blasir við henni og er það vel, þurfum að fara að taka til hönd eða fjórum á heimilinu svona fyrir jólin. Best að senda henni andlega núna í prófinu. Mér verður annars ótrúlega oft hugsað til þess í desember hvað þessi prófatími er óþolandi andskoti, sitja í fjóra tíma og skrifa stærðfræði eins hratt og maður getur, vitandi að allar líkur eru á því að maður komist ekki yfir allt prófið og þegar því ljúki séu bara tveir dagar í næsta próf. Í menntaskóla var gaman í prófum, lítið námsefni og alltaf klárt að maður hafði fínan tíma í að fara yfir ef maður nennti því það er að segja. Nei HÍ er ljótt stress fjölritunarbatterí og þvílík sæla að þurfa ekki að vera að þreyta þar próf lengur. Aldrei aftur HÍ húrrey húrrey húrrey!!!

Thursday, December 16, 2004

Litlu jólin



Jamm það voru þvílíku kræsingarnar á borðum hérna í dag. Litlu jólin í fyrirtækinum, svona matarlega séð altént. Mátti velja milli hangikjöts og kartöflum í uppstúf, reiktrar skinku og brúnðuðum kartöflum, annarrar tegundar af skinnku, vel glábrúnaðri, kjöt af svínalæri, Waldorf salat, rækjuréttur, graflax og ýmsar tegundir af síld að ógleymdu laufabrauði og þrumara ef vildi. Jólaöl með og svo Ostatertur, risalamand og marenskaka í eftirrétt. Jamm síðustu bitarnir voru erfiðir en höfðust þó!! Búinn að kaupa jólavínið og allt klárt!! (já nema allar jólagjafirnar!!!)

Wednesday, December 15, 2004

Mættur til vinnu á nýjan leik!



Eins og jólaglöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir hefur lítið verið að gerast á þessari bullsíðu minni að undanförnu. Ástæða þessmun vera sú að Ástþór Örn er búinn að vera lasinn undanfarna daga og ég hef því verið með hann veikann heima. Svanhildur á yfirsnúningi að lesa fyrir próf og því vorum við feðgarnir bara saman í rólegheitunum. Jamm maður skreppur frá í nokkra daga og þegar maður kemur aftur þá er bara nóg að gera í vinnunni hjá mér, magnað. Búinn að vera að horfa á DVD myndir undanfarið og þá myndir sem að ég veit að Svanhildur hefði ekki mikla ánægju eða yndisauka á að horfa á. Horfið fyrist á Cronicles of the Riddick(ulus)! Full mikill hetjuskapur fyrir minn smekk,og í raun vonbrygði þar sem ég sá fyrri myndinda á sýnum tíma og hafði gaman að (Pitch Blank). Jamm en núna átti ekki að gera "cult" mynd heldur hardcore hollywood hetju mynd með andhetju!! Ekki góð hugmynd. Seinni myndin sem ég augum á leit var I-robot. Engin óskarsverlaunamynd en allsekkert algalin heldur. Willi mikil hetja eins og ávallt og söguþráðurinn mætti vera betri en þetta var bara návæmlega mynd eins og maður átti von á henni. Svo hringdi Malla frænka í mig um daginn þar sem þau hjónakornin eru nýbúinn að fá afhenta nýja íbúð og þeim vantaði hjálparhendur í standsetningu. Ég alltaf verið á leiðinni að hjálpa hef bara verið á fullu heima við fram til klukkan að ganga 11 eða lengur í þessum blessaða mánuði. Ætlaði að vera búinn að hringja fyrir löngu þó og láta af mér vita en svona er maður nú framtaksamur!! Vona að framkvæmdir gangi vel.

Friday, December 10, 2004

Maraþon lestur!



Jamm sá littli var ekki alveg á þeim buxunum að sofna í gærkveldi. Held að ég hafi lesið fyrir hann í góða klukkustund áðurn en björninn var allur. fór meira að segja óvenju seint í rúmið í gær þannig að hann var loks að sofna þegar klukkan var orðin 10. Ekki mikið eftir af kveldinu til að gera eitthvað að viti þá þar sem ég er að reyna að mæta um sjö í vinnuna þessa daga svo að ég komist fyrir heim svo Svahildur fái smá frið til að læra. Það eina sem maður getur gert eftir svona daga er að fá sér bara eitt glas af gin og tónik og eina sneið af lime og þá er maður góður!!

Thursday, December 09, 2004

Laufabrauð



Jamm í gær var gert laufabrauð á mínu heimili. Tengdaforeldrarnir mættu og skorið var út um stund og kökurnar svo steiktar. Reyndist hið besta laufabrauð eins og við var að búast. Jamm, við öll í þjóðlegu hefðunum þetta árið, slátur og laufabrauð, synd að við eigum ekki taðreikingarkofa þá hefði maður gert hangikjöt sjálfur :-) En svo er enn eftir að gera konfekt það myndi ég telja mikla verðingu, slíta upp nokkur kíló af hökkuðum möndlum meðhöndlaðar á sérstaka vísu og kallaðar marsípan á eftir. Jamm en það verður nú sennilega ekki farið í það fyrr en frúin á heimilinu verður búin í prófum. Verður nokkuð stíf törn hjá henni fram að prófi og ég verð með littla manninn á meðan. Já svona líður tíminn, búmm og það eru kominn jól!

Wednesday, December 08, 2004

16 liða úrslit



Jamm mínir menn komust með glans inn í 16 liða úrslit í mestaradeildinni í gær, unnu riðilinn og alles. Jamm skrapp á players í gær og kíkti á seinni hálfleikinn á leiknum þar sem ég er ekki með sýn lengur ;-) Jamm fengum okkur fjölvarpið í staðinn og lækkuðum með því reikinginn aðeins í leiðinni. Ekkert varið í sýn eftir að enskiboltinn fór þaðan. Jamm Svo er maður að skrifa skýrslu á ensku núna, hef ekki gert slíkt síðan í danmörku og aðeins farinn að ryðga en ekki svo, er fljótt að koma til baka.

Tuesday, December 07, 2004

Rólegheit



Jamm það eru rólegheit núna miðað við undanfarnar vikur og ég verð að segja að ég kann því vel. Kannski ekkert svo rólegt miðað við eðlilega vinnustaði en mjög rólegt miðað við undanfarnar vikur!! Búinn að taka til á borðinu mínu og setja öll gögn í möppur og núna glansar á allt hjá mér, almagnað það enda ekki seinna vænna en að gera jólahreingerninguna!!! Skruppum í gerðið langa í gær og þar var verið að líma saman og skreita piparkökuhús og ég fór að tíma til drasl af kvistinum sem við áttum enn eftir að fara með heim. Minnkar alltaf draslið sem við eigum þar en er þó smá eftir enn. Ástþór Örn svaf aðra nótt án þess að rumska núna og er það vel, ágætt að hann er ekki fullur af kvefi núna sem var alltaf að vekja hann upp! En núna er best að fara að þýða 42bls skjal á ensku þar sem skiljurnar mínar verða smíðaðar í útlöndum!

Monday, December 06, 2004

Þá er útboðið komið út



Jamm þá er útboðið komið út og ég ekkert smá feginn að vera ekki með þetta hangandi yfir mér lengur. Stefni að því að vinna ekki nema til 16 í dag og fara heim að slappa af. Jamm var heima í gær með syninum þar sem Svanhildur var að vinna í ritgerðinni sinni í gær af miklum dugnaði. Var alveg ótrúlega magnað að fara ekki í vinnu í gær, klárt tilfinning sem mætti venjast. Svo er maður bara andlaus í dag og veit ekki hvað maður á af sér að gera og á slíkum dögum er best að taka bara saman hönnunina sína og setja í möppur og ganga frá þessum stöflum á borðinu hjá sér. Ef maður gerir þetta ekki strax eftir útboð þá gerir maður þetta ekki sem er mjög slæmt. En núna er ég kominn í andlegt jólafrí og er það vel. Ástþór svaf í einum dúr til hálf átta í morgun þannig að hann var sofandi þegar ég fór í vinnuna, rumskaði ekki alla nóttina sem er ólýsanlega frábært, vakar oft svona einusinni á nóttu en ekki núna. Sem C tilveran bara sól og suðandi englar í dag!

Sunday, December 05, 2004

Loksins frí



Jamm búið að vera vægast sagt fáránlega mikið að gera hjá mér undanfarið. Er búinn að vera að reyna að koma húsbyggingarútboðið fyrir Hellisheiðarvirkjun í geng, það er klára minn part í loftræstikerfa hönnun og svo erum við með samhæfigu á öllum köflum og magntöluskrám frá öllum hönnuðum og það er ekki lítið magn að því.Úff einar 500 teikingar eða svo og álíka margar blaðsíður í lensningu. Náði því á fyrstu fjórum dögum þessa mánaðar að komast í 20 yfirvinnutíma!! Það er full mikið fyir minn smekk!! Var julefrøkost í vinnunni á föstudagskvöld og maður nánast hljóp úr vinnu til að fara að drekka brennivín einungis til þess að mæta senmma næsta dags aftur í vinnuna og halda áfram. Jamm það var dagurinn frá helvíti í gær, þunnur og vitlaus og að berjast við uppsetningu á mjög stóru wordskjali og ganga frá reikngum!! Mæli ekki með því, en núna er það bara afslappesli á heimaslóðum. Ps. fékk símhringingu frá Vidda í gær frá Highbury þar sem Arsenal var að vinna Birmingham 3-0, nokkuð ljóst að Viddi hefði þurft að drífa sig þangað mun fyrr!!

Wednesday, December 01, 2004

Heima að passa gaurinn



Jamm ég virðist vera farinn að venja mig á það að slökkva á vekjaraklukkunni í svefni og vakna svo rétt fyrir átta!! Vondur ávani það. Var samt mættur fljótlega upp úr átta en þurfti svo að fara heim þar sem Ástþór er veikur og Svanhildur þurfti að fara í skólann. Var í raun ótrúlega gaman að fá að vera aðeins heima með littla manninum. Maður hefur varla séð hann undanafarnar vikur, alltaf að koma svo seint heim að það er rétt svo að menn ná að borða áður en hann þarf að fara í rúmið. Enda er hann að verða alger mömmu karl eftir þessa törn og var nú ekki á það bætandi!! :-) Það var því ótrúlega magnað að komast að því að ég á 43 tíma eftir af sumarfríinu mínu og þarf því ekki að vinna eins og sveppur mirkrana á milli um jólinn (reyndar stuttur tími mirkranna á milli um jól). Þessi afleitu fyrirtækjajól verða því ekkert svo slæm þegar allt kemur til alls. Spurning um að vera búinn að reyna að fría sig öllum verkum áður en að þessu kemur svo maður þurfi ekki að mæta sökum vinnunar!! Já það er ekki laust við að maður komist í jólaskap við að hugsa um þetta!!!!

Tuesday, November 30, 2004

Það sem ekki gaman er að gera!



Jamm mér finnst ekki gaman að koma heim úr vinnunni klukkan 11 á kvöldin, sérstaklega þegar maður er mættur 7:30!! Það bíður bara upp á snapp, jamm og snæhéra. Annars er verið að þjálfa upp átvöðvana hjá manni fyrir jólin hérna á vinnustaðnum, þar sem búið er að kaupa eitthvert ógrynni af smákökum sem maður má úða í sig að vild. Eru einhverjir 9 stórir pappakassar niðri fullir af kökum og súkkulaði. Já maður ætti að verða kominn í feikna form þann 24. Svo styttist í fimmtudaginn langþráða, en á miðnætti fimmtudags verður allt að vera klárt í þessu verki sem ég er í og eftir þann tíma ekki hægt að græja neitt um stund, sem þíðir vonandi rólegri tímar framundan. Maður lætur sig dreyma í það minnsta, reynslan sýnir samt að það muni sennilega ekki gerast, en maður má vona er það ekki!!

Monday, November 29, 2004

Ný vika enn á ný



Jamm þær láta ekki að sér hæða vikurnar og eru ekki hæddar fyrir vikið. Jólamánuðurinn handan við hornið og þá er ég ekki að tala um veitingastaðinn. Geðsjúk umferð í kópavoginum um helgina þar sem fólk flikkist umvörpum í smáralindunum að eyða peningum sem það á ekki, verðu sennilega bilað þarna þennan mánuð!! Ástþór Örn lasinn og Svanka líka þannig að það er sjúkrabeð heima! Virðast vera endalausar þessar fjandans umgangspestir. Horfðum á Spiderman 2 í gær og ég verð að segja að ég skil ekki alveg what all the fuzz was about!! Mér fannst hún langdreginn og niðurdrepandi svartsýn (eins og ég á góðum degi :-) ) og allt of lítið að einhverjum hasar. Gamla myndin var sennilega tæknilega betur gerð ef eitthvað var, mun meiri hasar þar líka. Jamm það er einfaldlega of lítið af góðum myndum í gangi núna þetta er allt bandarískt þetta djöfulsins rusl sem er í boði!!!

Saturday, November 27, 2004

Vinna á laugardegi



Jamm það er ekki tekið út með sældinni að verkfræðingur!! Maður nær að koma sér í þannig verk að þessi andlega nauðsynlegu helgarfrí eru ekki valkostur lengur. Djö og helv!! En góðu fréttirnar eru þær að hinn annars ágætlega negatífi reikningur minn verður kátur með þetta!!! Vill bara svo skemmtilega til að ég er enganveginn að nenna þessu í dag en er samt búinn með tölvert, verið próducttífur dagur. Jamm fílupóstar mega ekki vera lengri en þetta og læt ég því staðar numið!!

Friday, November 26, 2004

Kópavogur gone mad!



Jamm þá er bæjarfélagið mitt orðið ótt. Ekki nóg með að þessari blessuðu 9 ára stúlku hefði verið rænt af þessum mann aumingja drulluslefa og skilinn eftir á víðavangi, heldur var dóttir dagmömmunnar okkar barinn í höfuðið með Baseballkylfu í gær. Hvað er að verða að þessu blessaða landi, fólk að verða geðsjúkt í kippum. Spurning um að fara að taka upp opinberar aftökur með fallexi eða góðum hengingar hnút. Það myndi kanski líka fá stjórnmálamennina okkar til að hugsa sinn gang ef við lóguðu svona einum þremur eða svo!!

Wednesday, November 24, 2004

Jamm og jæja



Dagur miðrar viku er runninn upp. Það þýðir aðeins í raun að dagurinn fyrir dag miðrar viku er liðinn. Ótrúlega skrítið með það að dagarnir líða og koma ekki aftur. Eða hvað??? Ég get svo svarið að það var miðvikudagur í síðustu viku og samkvæmt því þá koma dagarnir aftur. Svo hvort er það, nú er algerlega búið að rugla mig í rýminu. Mér finnst persónulega betra að láta rugla mig í rúminu en rýminu. Og hvað rými er það sem maður er ruglaður í. Höfuðið er í raun ekki rými því það er full af heila, en þá er tölvert rými fyrir utan höfuð en það tekur ekki þátt í hugsanagangi manns og því ekki hægt að rugla mann í því rými. Mér þykir þetta allt hið undarlegasta mál. Þannig er nú það!

Tuesday, November 23, 2004

Langar heim



Jamm verð að segja að ég er að verða búinn að fá nóg af endalausum fundarhöldum og þvæling og tímapressu!! Væri til í að sjá aðeins meira af Ástþóri Erni vakandi á daginn. Maður er að koma heim rétt fyrir og yfri sjö þessa dagana og hann er farinn að sofa um átta þannig að þetta er hund fúlt. En góðu fréttirnar eru að það eru meiri líkur á að maður eigi fyrir vísareikningnum ef maður vinnur eins og sveppur! Jamm svo er meistaradeildin á morgunn og ekki má maður missa af því!! Og umhleypingar byrjaðir, var búið að tolla snjór mun lengur en ég átti von á, yfirleitt koma umhleypingar strax eftir snjókomu þannig að þetta var smá plús. Jamm þá er það búið!

Monday, November 22, 2004

Matarboð



Jamm helgin var fín að þessu sinni. Fór ekkert í vinnu og drakk þeim mun meira af öli. Okkur var boðið í mat til Vidda og Kollu á laugardagskvöld og var þar vel veitt bæði í mat og drykk og þökkum við þeim hjónum kærlega fyrir okkur, þetta var skemmtileg kveldstund og nú stendur það upp á okkur að gjalda slíkt hið sama. Spilað var landnemaspið Catan sem er skemmtun hin mesta og ekki skotið fyrir það tólfunum að maður fjárfesti í slíku. Svo var okkur boðið í hreindýrasteik til tengdaforeldranna á sunnudagskvöld. Hreindýrið klikkar bara ekki, það er bara ekki í stöðunni. Snilldar helgi sem C. Það finndnast var samt að Ástþór Örn gisti hjá afa sínum og ömmu á laugardagsnótt og svo á sunnudagsmorgunn vaknar Svanhildur og klukkan orðin 10. Það hefur ekki gerst í langan tíma að maður hafi sofið svona út, þvílík snilld það er. Jamm en núna er það bara vinnan og kannski einn heitur kaffibolli hver veit.

Friday, November 19, 2004

Allir út að borða nema ég!



Jamm þannig er það nú í þessu hádegi að stór prósenta fyrirtækisin fór út að borða. Einar Gunn vann mat fyrir 8 á fylgisiskum og bauð öllum konum stofunnar út að borða (ekki í fyrsta skipti sem konunum er boðið, hvar er jafnréttið hérna). Svo eru Torfi og fleiri góðir í mat með OR manni sem er staðarverkfræðingur á Hellisheiði. Því skruppum við Freyr bara á Gamla vestið og fengum okkur risaborgara að hætti hússins. Jamm ef það vill enginn annar gleðja mann þá gleður maður sig bara sjálfur og málið dautt :-)
Ennþá meiri gleði í vændum, því nú er föstudagur og allir kátir!!!

Thursday, November 18, 2004

fløde boller



Jamm í eftirmatinn hjá mér í vinnunni voru mandarínur og fløde boller eða negrakossar eins og þeir heita víst hér. Danir eru allveg vitlausir í þessi ósköp og þar gat maður keypt bakka með fløde boller með einum 20-25 bollum ef vildi og svo náttúrulega minni pakkningar líka. Jamm þeir eru engir áhugamenn um fløde boller. Annars er eitthvað svo mikill föstudagur í mér, sennilega þar sem maður er búinn að vinna tímana sína fyrir þessa viku og því finnst skrokknum tími á helgarfrí. Verður því hið mesta skúffelsi á morgun þegar að blessuð vekjarklukkan glymur í eyra. Jamm það verður ljúft að vakna ekki snemma á laugardagsmorgun, ætla að vona að það verði kallt úti og helst smá vindur, þá er alltaf best að liggja aðeins lengur. Spurning um það hvort sonurinn sé til í slíkt það er mitt laugardags lottó!!!

Wednesday, November 17, 2004

Sofið út (Næstum)



Jamm maður var að mæta í vinnuna núna um hálf tíu. Er venjulega mættur ekki seinna en 7:30 því ég þarf að fara heim aftur og með Ástþór Örn til dagmömmunar, en núna nennti ég ekki að vera fastur á eftir einvherjum spólandi sumardekkjafíflum með bílinn á 6000rpm og allt ekki klárt! FÍFL!! Þannig að við lágum bara eins og skötur til hálf níu og drifum okkur þá á fót og fætur og voala hér ég er!! Mér þykir mjög gaman að keyra í snjó, það er viss kúnst, en málið er að 97% innfæddra hafa ekki hugmynd um hvað það gegnur út á og þetta lið er stórhættulegt. Snéri einn bíl rétt fyrir aftan mig í gær, var að taka 90°beygju á van bíl og fannst allveg tilvalið að taka hana eins og það væri sumardagur, verandi jú á sumardekkjum. Fíflið var heppið að það var ekki neinn að koma á mótihonum því hann snérist 270°. Jamm svona er þetta hérna og enganveginn öðruvísi.

Tuesday, November 16, 2004

Jamm og jæja



Já þá er ekki öll vikan eftir bara meiriparturinn af henni!! Er að vona að versta törnin hjá mér sé búinn í bili á fimmtudaginn en maður þorir ekki að vona!!!! Jamm veturinn kominn með öllu sínu tilheirandi og núna vantar bara meiri snjó og gönguskíði og þá er allt klárt! Já eða sleða, ekki væri það verra. Svo er það blessaða kennaradeilan. Hvur djöfullinn er að þessum kennara aumingjum!! Jú vissulega er þeir með lág laun og allt það en núna er búið að setja lög á þá og þá taka þeir sig saman með fjöldaveikindi og koma opinberlega fram og segja það!!! Það ætti að kæra þessa andskota. Þegar ég sótti Ástþór í gær til að fara með hann til dagmömmunar þá voru krakka grey á öllum aldri ráfandi um götur og tún að rölta heim þar sem enginn var skólinn. Alveg niður í smá gríslinga. Ég veit ekki hvað kennarar gerðu ef eitthvað kæmi fyrir þessa krakka, svo sem keyrt yfri einn sjöára eða svo vegna þess að kennarar eru í fílu, það væri gaman að hafa það á samviskunni. Óháð því hvort að þessi meðferð á kennurum er sanngjörn eður ey þá er meðferð kennara á börnum ekki sanngjörn það er ljóst og samúð mín er ekki hjá kennurum eftir þessa framkomu!!!!

Monday, November 15, 2004

Helgin að baki



Jamm helgin liðinn og vinnuvikann framundan. ÖLL. Hvur djöfullinn. Jamm var í vinnunni allan laugardaginn og ákvað að taka mér smá hlé á sunnudaginn og safna siðferðisþreki. Veitti ekki af satt best að segja. Jamm vorum bara að spauga feðgarnir á sunnudaginn, Svanhildur ekki heima obbann af deginum og við því eitthvað að spauga. Jamm það er það albesta að vera bara að leika með syninum. En núna er því ekki að skipta og blessaður skrifborðsstólinn beið eftir mér brosandi í morgunn. Eldabuskann búinn að vera veik síðan á fimmtudag og maður þarf því að skreppa út í bakarí á eftir, nú eða fara bara á Old vest og fá sér eðal borgara þar. Það væri það nú!!

Friday, November 12, 2004

Digital Ísland



Jamm þá er maður orðinn stafrænn, eða að minnsta kosti Sonyinn manns!! Skrapp upp á stöð 2 í gær í hávaða renningi og fínt fínt með gamlan afruglara undir höndum og fjarstýringu í vasa. Kom til baka með þennann littla og netta stafræna afruglara sem var að sjálfsögðu plöggað í vegginn og stungið í samband. Jamm svona eggskýrt og fínt sjónvarp og svo er allt opið eins og stendur og því einar 48 rásir að ég held. Eini gallinn er að ég fæ hann ekki til að finna skjá 1 en það á samt að vera hægt sega þeir stöðvar 2 menn. Jamm svo var bara snjór og hálka í morgunn, veturinn farinn að minna óþyrmilega á sig. Verð samt að segja að væri nú bara til í að hafa snjó í vetur ekki þessa helvítis umhleypinga endalaust. Fá sér svo bara gamlan sleða og allt klárt, væri það ekki málið!!!!

Thursday, November 11, 2004

Annar í kvefi



Jamm hægur batinn hérna meginn, manni versnar þó ekki og er það bót í máli. Svarið við spurningunni hér að neðan er Maus, eins og mörg löginn þeirra eru flott þá er textarnir vandræðalegir og söngurinn afleitur annars þá eru þeir orðnir þéttir og flott rokkband maður þarf bara að horfa fram hjá ofangreindu!! Jamm jamm og jæja það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

Wednesday, November 10, 2004

Kvef



Jamm þá er komið almennilegt haust í mann, kominn með þessa fínu hálsbólgu og alles. Búinn að vera að hósta upp hori og vibjóð í allan morgun. Jamm hvað vill maður hafa það betra. Ég tel mig samt vera að vinna þessa síkla fjanda og spái því að þeir verði ekki langlífir, onei. Er enn hálf brosandi yfir knatspyrnuleik gærkveldsins þar sem varalið Arsenal lagði aðallið Everton (þeir eru í þriðja sæti í deildinni). Mestan part leikssins var meðalaldurinn hjá Arsenal 19,8 ár!!! Unnu sem C 3-1 og eru komnir í næstu umferð. Jamm svona þarf nú oft ekki mikið til að gleðja gamalt hjarta!

Spurning: Hvaða hljómsveit orti svo: "Því að einmanna stúlkur eru aum næring fyrir aldintré".

Tuesday, November 09, 2004

Matarboð



Jamm skruppum í matarboð til Didda bróður og frúar ég og mín frú í gær. Pilturinn var orðinn aldraðri en hann var í fyrradag og var því fagnað með góðu læri og ís að hætti Jóa Fel. Alltaf gaman að borða góðan mat, verður að segjast. Litli maðurinn gisti svo hjá ömmu sinni í nótt þannig að við vorum bara tvö í kotinu. Jamm svo er maður tilraunadýr á stofuni í að taka upp AutoCAD 2005 og er ég að testa það þessa dagana, forrita skipanir og fiktandi í lisp rútínum og allt er á góðri leið þar flestar rútínur farnar að virka og forritið mun skemmtilegra en það gamla. Jamm það er skemmtileg tilbreiting að fá að tölvunördast smá. Almennt þá er nördism stórlega vanmetinn, spurning um að vera bara stollt nörd!!

Monday, November 08, 2004

Sól í haga og slátur í vömb.



Jamm þá er lokið sláturhelgi einni gífurlegri. Var búið til blóðmör og lifrarpylsa og alles og svo soðnir keppir til prufu og þeir voru svona ljómandi líka góðir blesaðir strákarnir. Það lukkaðist framar vonum slátrið veður að segjast og þó nokkrir keppir komnir í frysti svo og nokkrir hryggir og læri og pokar af súpukjöti sem okkur áskotnaðist um helgina. Jamm frystikistan brosir breytt þessa dagana, bólgin af kjóti og kræsingum. Við langt komin með að fylla nýja skápinn, það er, glerhlutann að ofan en tölvert pláss er í skenknum enn þannig að enn er hægt að setja hluti sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við þangað. Jamm og svo er litli bróðir orðinn fjörgamall í dag og ætlum við að kíkja í mat til hans í kvöld. Annars þá er bara að reyna að ná í skottið á sér í vinnunni og þar sem að whiskey glösin mín voru að koma upp úr kassa eftir 3 ára geymslu þá er ekki úr vegi að fá sér svona eitt glast að glöðum skota í kveld!

Friday, November 05, 2004

Slátur



Jamm núna er það spurning hvað maður nennir að vinna lengi því að það er sláturgerð í aðsigi á Snæfellsnesinu. Jamm hef ekki slátur snætt í áravís og er það ekki vel. Mun því taka sig upp tölverð gleði og hrifning í hjarta þegar að fyrstur verður soðinn keppurinn úr upplaginu að tarna. Jamm spurning um að slíta upp nokkrum lítrum af súr og græja sér slátur í grautinn, það væri ekki ruslið í því fyrst maður er að byrja á þessu á annað borð. En sennilega er best að taka bara fá skref í einu og kaldrúnka þessu ekki í byrjun! Sem C sláturgerð hjá mér og hver veit nema að ein kippa af öli slæðist ofan í mann við framkvæmdirnar. Jaaa hvur gráskjóttur!!

Wednesday, November 03, 2004

Stofuskápurinn fíni!



Jamm þá erum við komin með þennan fína stofuskáp. Fluttninga maðurinn frá tekk mætti eftir fimm í gær með herlegheitinn. Það eina var að þetta var svo þungt að það var ekkert spaug. Byrjuðum á að bera skennkinn upp og hann var léttari hluturinn en tók helvíti vel í vannotaða vöðvabyggingu tölvuþrælsins en upp og inn fór hann og var það vel. Svo fórum við og náðum í efri skápinn, en hann er með glerhurðum og úr þykkum við og þegar við lytfum honum upp hélt ég að ég hefði hann ekki á loft. Djöfull var þetta kvikindi þungt. Náðum að bera hann upp stigann upp á fyrstu hæðinna (fyrsta hæðinn hjá okkur er ekki á jarðhæð!!) en þegar þangað upp var komið var allt afl búið í lyklaborðhöndunum á mér og ég varð að leggja skápinn frá mér og hafði hann ekki á loft aftur. Það kom ekki að sök þar sem við gátum ítt honum inn og ekkert skemmdist nema egoið hjá mér sem beið tölverða hnekki. Það er nú ekkert langt síðan að maður hefði leikið sér að því að bera þetta inn. En það virðist einhvernveginn vera að maður safni ekki þreki fyrir framan tölvuskjáinn, skrítið. En þetta var klárt wake up call fyrir ræktina það er bara þannig!!!

Tuesday, November 02, 2004

Tilboðsopnun



Jamm skapp á fund upp á Orkuveitu í dag og var tilefni hans að vera viðstaddur opnun á tilboðum í skiljusmíðina mína. Það er skemmst frá því að segja að andrúmsloft er frekar rafmagnað á svona samkomum þar sem fjöldi manns er þar saman kominn að bjóða í verk fyrir hönd síns fyrirtækis og margar milljónir eru í boði. Skulum bara segja að menn eru ekkert að reyta af sér brandar við svona tækifæri. En samt gaman að sjá hvernig svona fer fram. Svo þarf maður að fara að liggja yfir tilboðunum og sjá hverju best er að mæla með. Jamm svo erum við búinn að vera að spá í skenk í Tekk og ætlaði móður amma Svanhildar að gefa okkur aur í honum. Var gamla konan mjög rausnarleg þar og kunnum við henni þakkir hinar bestu. Skennkurinn með skáp kemur svo í hús eftir fimm í dag og þá getur maður farið að sækja stellið fína úr villeroy og bock sem við fengum í brúðkaupsgjöf, en ekkert hefur verið plássið til að setja það þar sem enginn hefur verið skápurinn. Nú er sem C búið að leysa úr því og stofan að taka á sig endanlegri mynd. Fagn!

Monday, November 01, 2004

Jamm og jæja



Jamm enn ein helgin í valnum en í staðin er farið að styttast í þá næstu. Var hin ágætasta helgi, vinna í gær og afslappelsi og spaug á laugardaginn. Kjúklingut að Tyrkneskum hætti í gær og gin og tónik á laugardag. Jamm helgar eru yndi. Jólin nálgast líka óðfluga og er það vel, hlakka reyndar meira til páskana þar sem páskafríið er mun lengra en jólafríið að þessu sinni. Ótrúlega magnað til þess að hugsa að vera ekki í prófum fyrir jólin núna, innri plannerinn hjá manni gerir alltaf ráð fyrir prófum á þessum tíma þannig að það er alveg magnað að vera að fatta að maður þarf ekki að undirbúa sig fyrir svoleiðis leiðindi þessi jólin. Neibb núna þarf maður bara að undibúa sig undir Julefrokost og vonandi jóla glögg einhversstaðar og ekki myndi skemma að fá sér spænskar vöfflur með að Dönskum hætti. Jamm það væri það!!

Friday, October 29, 2004

Leikskóli



Jamm eins og ég greyndi frá í gær fengum við inni á leikskóla með litla manninn. Erum samt að hugsa um að bíða með það að skella honum inn þar sökum þess að það er annar og betri leikskóli í götunni okkar sem okkur þykir vert að bíða eftir. Það verður því bara dagmamman áfram. Jamm núna er föstudagur og er það vel, þó svo að maður komi til með að vinna um helgina þá er það samt mun rólegri tími vinnan um helgar heldur en á virkum. Svo getur maður líka mætt seinna og sofið smá, og ekki skemmir fyrir að fá sér kaldan öl fyrir svefninn. Neibb helgar eru indislegar og spurning um að stofna helgarvinafélag Íslands! Bíður sig einhver fram sem formann??

Thursday, October 28, 2004

Blogger



Jamm veit ekki hvað er í gangi hjá blogga vini mínum, ég kemst ekki inn nema á vorinn þessa dagana. Nær aldrei sambandi við þá blessaða strákana og þar af leiðandi næ ég ekki að eyða tíma í að rita einhverja vitleysu hérna. Jamm tókst þó núna. Þá er það hitt, hvað hefur maður að segja? Þegar allur tíminn fer í að vinna fram að mat og eta og koma syninum í ró er ekkert eftir nema sjónvarpsgláp og þegar Svanka er að græja ritgerðir fram á nætur og sonurinn hefur sofið illa undanfarnar nætur er þreytan að verða almenn og fréttnæmi í lífi manns í frostmarki. Þó fengum við bréf um að erfðaprinsinn væri kominn með leikskólapláss og er það vel, verið að kanna þetta allt saman. Annars þá skrapp ég í nudd um daginn á heilsu og spa nýbýlaveginum og djöfull er þetta magnað fyrirbæri. Jól og páskar og jafnvel partur af sumarfríi, eiturmagnað. Mæli eindregið með að allir drulli sér í nudd. Engin var það þó ljóskan sem nuddaði mann með stinnum sílikonbrjóstum heldur smávaxinn dökkhærður karlmaður!! Er það mínus??

Wednesday, October 27, 2004

Annir og appelsínur



Jamm nóg að gera núna, skrapp á eina fjóra fundi í gær og var í sress reddingum þess á milli, yndislegur dagur. Ástþór Örn enn lasinn þannig að dagarnir eru mikið púsluspil, ferðir fram og til baka og svo lendir þetta samt allt einvhernveginn á Svanhildi þannig að hún nær ekkert að græja sín verk. Þetta er nú ljóta ástandið. Ágætt að mamma og pabbi eru búinn að vera í bænum núna, sá gamli á spítala að jafna sig eftir lungnabólgu og svo var stungið á lungun til að hreinsa út úr þeim einhvern viðbjóð. Hann þarf að liggja í tvær vikur í viðbót við þá sem hann er búinn að liggja og snilldin er að núna er allt að verða fullt á sjúkrahúsum reykjavíkur þannig að það á að fljúga með hann norður. Þvílíkur sparnaður í kerfinu, í staðinn fyrir að hafa nógu margar deildir opnar þá er borgað undir sjúkrabíl út á völl, flug norður og bíl af vellinum þar á Fjórðungssjúkrahúsið. Þar að auki er borgað undir hjúkku með honum á leiðinni. Þvílíkt rugl þetta er og þar sem mamma fer náttúrulega norður líka þá er maður pössunarlaus að sinni!! Þetta er allt að stefna í eitt allsherjar rugl.

Monday, October 25, 2004

Ný vika



Jamm þá er kominn ein ný vika enn, aldrei skortur á þessum vikum, mættu reyndar byrja á miðvikudegi!! jamm Svanhildur var að skrifa ritgerð alla helgina þannig að við Ástþór Örn vorum eitthvað að spaug í staðinn. Fórum reyndar út að borða með veiðifélaginu í straumfjarðar á, eða eldhúshluta þess má segja. Skruppum á Einar Ben og lifðum þar í vellystingum í þó nokkura stund. Vorum kominn heim um miðnætti þar sem móðir mín var að passa og einnig við orðin alltof gömul til að vera lengur úti um helgar. Dagurinn eftir var alveg nógu slæmur þó svo að geymið hafi ekki varað lengur hjá okkur. Svo hóstaði Ástþór Örn í alla nótt þannig að ég var heima með hann í morgun og verð því í vinnunni þar til að ég skrepp í nudd. Jamm eiginkona mín elskuleg bauð mér í nudd í tilefni þess að við giftum okkur með pompi og pragt fyrir ári síðan í dag. Jamm svona er nú tíminn fljótur að líða!!!

Thursday, October 21, 2004

Styttist í helgina!



Jamm það styttist í helgina sem betur fer verð ég að segja. Er búinn að vera eitthvað ótrúlega sifjaður þessa viku og ekki verið að mæta í vinnuna fyrr en um níu. Hefur samt verið ótrúlega ljúf að vera að vakna rétt fyrir 8. Jamm farinn á fullt að hanna loftræstikerfi fyrir Hellisheiðarvirkjun, en er samt ekki búinn að koma gömlum syndum frá þannig að maður reynir að koma þeim inná milli. Kíkti á gamla manninn á landspítalann í gær, var verið að tappa einherjum vökva og drullu úr lungunum á honum og hann þarf að liggja þar í viku. Alveg merkilegt hvað ég hef mikinn viðbjóð á sjúkrahúsum, finnst ógeðslegt að koma inn á slíkar stofnanir, lyktin, stemminginn og meira að segja litur á veggjum fer í taugarnar á mér. Hef aldrei getað hugsað mér að vinna í klíníska geiranum. Þegar ég var krakki og var spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þá sagði ég aldrei læknir klárt mál. Hinnsvegar má ekki skilja það svo að ég sé ekki feginn að fólk vinni við þetta, það er náttúrulega almagnað og nauðsynlegt, ég bara skil það ekki, það er bara þannig!!!

Tuesday, October 19, 2004

Ný veikindi!!



Jamm það hefur sennilega aldrei legið jafn mikið á mér í vinnu eins og þessar vikurnar og komandi mánuði, er bara enganveginn að hafa undann, ekki nálægt í raun. Það væri svo sem allt í lagi ef að það væri ekki svaka törn hjá Svanhildi líka, hún á kafi í ritgerum og lestri. Þannig að til að toppa þetta allt þá var Ástþór lasinn síðustu viku og var svo orðinn brattur um helgi, var hjá dagmömunni í gær og svo í morgunn fékk ég sms um að hann væri kominn með hita!!!! Þetta er magnað verður að segjast. Þannig að Svanka er heima í dag og ég tek vaktina á morgun. Svona er þetta að vera með barn í aðlögun hjá dagmömmu, blessað ónæmiskerfið að taka til starfa fyrir alvöru í fyrsta sinn. Jamm, spurning um að fá sér bara einn kaldann í kvöld og skella þessu öllu upp í kæruleysi.

Monday, October 18, 2004

Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða!



Mælti skáldið um árið. Skáldið mælti en smiðurinn mældi en samt er grundvallar munur á iðju þeirra þótt orðið sé næstum hið sama. Eða eins og við Völundur Snær fundum út um árið að "betri er nagli en negla þegar maður er að negla, en betri er negla en nagli þegar maður er úti á bát". Þarna er gert ráð fyrir að bátur sé soðinn eða límdur en ekki negldur. Það er margt skrítið í kýrhausnum segja þeir strákarnir eða það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu.....!!!!!

Sunday, October 17, 2004

Sunnudagur til sveppaáts!



Jamm þá er það sunnudagur og það þýðir í raun aðeins eitt, það er mánudagur á morgun. Breytir svo sem ekki öllu fyrir mig þar sem ég er í vinnunni núna að reyna að ná upp gömlum syndum. Ótrúlega magnað reyndar að vera svona einn á hæðinni, Pearl Jam No Code í botni og fílingurinn alger, ekki ruslið í því. Sátum og spiluðum OKEY hjónin í gærkveldi en það er tyrknest spil af skemmtilegri gerðinni em tengdaforeldrar okkar færðu okkur frá Tyrklandi. Núna vantar okkur bara einhverja til að spila það við!! Any takers!!!!

Friday, October 15, 2004

Föstudagur yeah baby!!



Jamm Þá sé það föstudags. Djöfull er það nú eitthvað magnað. Þýðir í raun það að ég mun ekki vakna fyrir sjö á morgun þó svo að ég fari í vinnuna. Það eru nefnilega þessi littlu atriði sem að gleðja mann. Jamm ótrúlega magnað að sofa smá, stórlega vanmetið að sofa og þó er það metið tölvert. Tók fram pípuna mína um daginn þar sem ég er jú kominn með svalir og hef fengið mér pípu eða tvær. Almagnað að fá sér pípu með hæfilegu millibili verður að segjast, á enn eðal tóbak frá vini mínum W.O. Larsen á strøget, Signature að nafni og hvílík snilld og himasæla það er er, lyktin snilld og allt snilld í kringum það. Jamm lítið er ungs manns gaman eða er það kannski þunngs manns gaman, veit ekki í það minnsta flokkast ég í hvorugann þann flokk þannig að mikið er mitt gaman það er mitt mottó. Annað, verra er mottó en vinningur í lottó!

Thursday, October 14, 2004

Brunnin yfir



Jamm ég held að maður sé endanlega brunninn yfir núna, hef engan vegin undan í vinnu og menn eru að byrja að verða fúlir með það!!!! Bíða mín tonn af verkefnum sem ættu að vera komin mun lengra á veg. Djöfull nenni ég þessu álagi ekki lengur, spurning um að fá smá slaka en það er ekki í augsýn á næstunni!!! Djö og helvíti, hví hafði maður ekki vit á að finna sér einvherja rólegri vinnu!!!
Fimmtudagsbölsýnin er í boði mínu!!!

Wednesday, October 13, 2004

Nesjavellir



Jamm þá fékk maður loksins að líta upp frá tölvunni og skreppa upp á Nesjavelli. Þegar maður er við tölvuna dag eftir dag viku eftir viku etc þá er það allveg magnað að komast aðeins frá. Skemmir ekki fyrir að fá borgað fyrir að sitja í bíl fram og til baka, það eru í rauninni mjög skemmtilegir tímar þar á ferð. En núna vill maður bara fara að gera þetta oftar. Áfram útrás segi ég!

Tuesday, October 12, 2004

Ud ad køre med de skøre



Jamm þetta er nafn á bíómynd sem búið er að þýða á dönsku og það sér það náttúrulega hvert mannsbarna að þetta er myndin Cannonballrun (eða kúlukappaksturinn eins og hún hét í ríkissjónvarpinu um árið). Enn veikindi á mínu heimili, Ástþór Örn alveg stíflaður af kvefi og hóstar í akkorði, ljóti fjárinn þetta kvef. Þessir dagar verða því mikið pússluspil hjá okkur Svönku, hún að skreppa í skólann og ég heima þá og svo ég í vinnu og hún heima. Bætir ekki að það er brjálað að gera hjá okkur báðum núna þannig að þessi veikindi hittast á versta tíma, en að því sögðu hittast ekki veikindi alltaf á versta tíma!!!??? En úti eru 9°C og því ber að fagna!

Monday, October 11, 2004

Helgin liðin



Jamm nú er helgin liðin og er það miður. Ástþór Örn enn lasinn greyið littla, fullur af kvefi og hóstandi, ljóti fjárinn þetta kvef. Við Svanka erum orðin nokkuð góð af okkar óværu en maður verður að viðurkenna að maður er hálfþreyttur eftir helgina. Missti af tveimur afmælum umhelgina, hefði verið fínt að skreppa smá í kökur, annarsvegar hjá henni Þorgerði frænku minni og svo hinnsvega hjá didda bróður. Svo skrapp Svanka í íkea að athuga með gluggatjöld sem hafa ekki verið til í nokkrar vikur en áttu að koma á föstudag og vitiði hvað þau voru orðin uppseld á sunnudaginn!!! Þetta eru náttúruega helvítisaumingjar alltsaman í þessu Svíaseli þarna niðurfrá. Innkaupastrjórinn er sem C spastísk fífl og það er sannað hér með!

Friday, October 08, 2004

Að tapa mér



Jamm maður leyfir sér að verða veikur um stund og þegar maður kemur aftur til vinnu skal það tryggt að maður fái nú ekki að ná sér í ró og næði. Neibb það er búið að vera alveg spastíkst álag á mér í gær og dag og ég sé enganvegin fram úr augunum. Í ofanálag er maður enn hálf slappur og vinnuafköstin því ekki eins öflug og maður vildi. En nú er bara að bíta í skjaldarrendur og bölva í hljóði því eins og fram hjá engum hefur farið er jú fokking föstudagur í dag og spurning um að fara að chilla í kribbunni eins og amerískt lástéttafólk sem telur sig vera hipp gæti hugsanlega orðað það!

Thursday, October 07, 2004

Veikindi



Jamm þá eru það veikinda fréttir. Ég fór lasinn heim á þriðjudag og var að jafna mig í gær, í nótt veiktist svo Svanhildur og er hún eins og ég búin að vera að æla lifrum og lungum í fleirgang. Svo var hringt í mig í vinnuna í dag og þá var það dagmamman og Ástþór Örn var orðin lasinn. Þau liggja því hér sjúk saman mæðginin og ég kom heim úr vinnunni til að sjá um liðið. Jamm svona er að búa á lítili eyju þar sem tryggt er að maður kemst í snertingu við allar umgangspestir sem á ferðinni eru!!!

Monday, October 04, 2004

Október eða krækiber



Stundum eru helgar og stundum eru ekki helgar og er það til dæmis núna. Núna er ekki helgi og er það miður. Núna er ekki eins sinni mánðurinn miður, það er líka miður. Jamm helginni lokið og reyndist hún hin ágætasta í kópavoginum. Búið að henda upp gardínum í eldhúsið og hillu í svefnherbergið þannig að núna kemmst prenntarinn fyrir. Uppsettum snögum fjölgar og kössum á gólfum fækkar. Diddi og fjölskilda kíktu á föstudaginn í pizzu og íbúðar ákíkk það var gaman að fá smá heimsókn. Ástþór Örn taldi sig nú alveg jafningja eldri frænda sinna og var í miklu stuði. En núna er sælan búinn og vinnan bíður manns með bros á vör!!!

Friday, October 01, 2004

Allt klárt!



Jamm þá eru myndirnar komnar í trönsun og útboðslýsing í pdf form og allt að verða klárt. Var eina 13 tíma í vinnunni í gær, ágætt að ná smá yfirvinnu en andlega þreytan er gífurleg eftir svona leiðinda daga. Ástþór Örn hefur staðið sig eins og hetja fyrstu tvo dagana í nýju herbergi, rétt aðeins rumskaði um 12 í gær og svo rétt fyrir sjö í morgun, ekki hægt að kvarta undan því. En núna er best að mylja sig á fund og sitja á rassgatinu og hlusta og sötra kaffi í einn tíma eða svo!!!

Thursday, September 30, 2004

Klukkan 18



Þá er klukkan orðin sex og Ziggy enn í vinnunni og ekkert alveg á leiðinni heim að svo stöddu. Þarf að senda útboð frá mér í fyrramálið og draslið þarf að vera klárt í fyrramálið svo núna er bara að bíta í skjaldarendur og klára þennan fjára! Búinn að vera mikill ys og þys dagur hjá mér, ekki stuð það, en það mun allt verða gúddí þegar ég kemmst heim þar sem ég á alveg ógeðslega kaldan bjór í ísskápnum mínum. Skál fyrir því!

Wednesday, September 29, 2004

Dagur miðrar viku!



Já vikan mallar áfram og er það bæði gott og slæmt. Gott því þá styttist í helgina, slæmt ég á eftir að gera svo margt fyrir föstudaginn að það er ekki finndið! Annars þá kom frumburðurinn heim í gær og dvaldi í framtíðar heimkynnum sínum og leist nú bara þokkalega á sýndist mér. Svaf svo einn í sínu herbergi í fyrsta skipti í nótt, hefur annars sofið inni hjá okkur. Vaknaði nú bara nokkru sinnum og var ekkert svo ómögulegur, kemur sennilega bakslag í það á næstu dögum þegar að hann fattar að hann er farinn að sofa einn í herbergi!! Settum upp hillu í herberginu hans og nokkrar myndir þannig að það er farið að taka á sig nokkuð endanlegt form. Það er aðallega að verða eftir ljós og gluggatjöld. En hvað er með IKEA er innkaupastjórinn þeirra þroskaheft fífl?? Var einar þrjá hillur sem við erum búinn að reyna að kaupa, engin til og allt að 6 vika bið í þær, allar gardínur sem við höfum reynt að kaupa þar hafa ekki verið til og margar vikur í þær flestar, ljós sem við ætluðum að kaupa.....!!! Ekki til heldur og eitthvað fleira dót líka. Er ekki hlutverk innkaupastjóra að fylgjast með vörustreymi og vera búinn að kaupa inn áður en allt er orðið uppselt!!! Þessi manneskja er ekki að vinna vinnuna sína rétt það er bara þannig, spurning um að sparka í hana!!!!

Tuesday, September 28, 2004

Dagur þrjú, kæri jóli!



Þá eru næturnar orðnar þrjár í nýja húsinu og allt í góðu enn fyrir utan þetta heimabíó grín á sunnudagskvöld! Nokkrar myndir komnar upp og fleira dót inn í skápa og skúffur og hillupláss minnkar ört í geymslu vorri. Ástþór Örn kemur svo heim á eftir, fúlt að missa af viðbrögðum pilts þegar hann sér þetta nýja heimili sitt komið með húsgögn og þesslags. En núna svona hvað úr hverju mætti fara að slakna á framkvæmda gleðinni hjá manni og maður ætti að fara að tappa smá orku inn á batteríin sem eru löngu orðin þurausin, t.d. setjast niður á miðvikudag og horfa á svo sem einn leik í meistaradeildinni, það ætti að vera allra meina bót!!!

Monday, September 27, 2004

Stoltur steypueigandi



Jæja við búin að gista tvær nætur í nýju eigninni og líkar bara ljómandi við lífið þarna. Komumst reyndar að því í gær að fólkið á hæðinni fyrir ofan okkur er með heimabíókerfi í svefnherberginu og um korter yfir tólf labbaði Svanhildur upp og benti á að þau væru að æra okkur!! Eitthvað sem verður efalaust rætt síðar en þau lækkuðu og þá var þetta ekkert mál höfðu ekki áttað sig á háfaðanum sem þó glumdi um allan stigagang. Lambið úr Dalnum var náttúrulega snilld, þvílíkt meirt og yndislegt eins og lambalæra er von og vísa. Það besta er samt að sjónvarpið er þvílíkt skýrt hérna, t.d. er skjár einn ekki lengur svarthvítur og flöktandi eins og í langagerði, auðveldar fótboltaáhorf tölvert. En eins og sönnum karlmanni sæmir þá miða ég innflutningstímann við það þegar sjónvarpið fór í gang!!!

Saturday, September 25, 2004

Flutt



Heyrðu það vill svo skemmtilega til að við erum flutt. Búið setja bækur í hillur og föt í skáp og elda Dalslamb í ofni vorum og skola niður með rauðu í boði tengda móður minnar. Þakkir til hennar. Svo er það fyrsta nóttin á nýjum stað. Búinn að setja upp gardínur fyrir svefnherbergisgluggana aðrar gardínur í pöntun, IKEA er með einhvern spastískan fávita sem innkaupastjóra, það var nákvæmlega sama hvað við spurðum um í dag, ekkert var til og það var minimun 2 vikur í þetta allt. Ekki góð stjórnun á innkaupunum á þeim bænum. En núna leggjast til hvílu í nýja ameríska sealy rúminu okkar og sofa lengi og vært!!

Friday, September 24, 2004

Heirðu þá er það helgin!



Loksins loksins loksins er helgin komin og ber því að fagna það er bara þannig. Frekar erfitt að drulluslefast fram úr rúminu í morgun, hlý sæng og rigning og rok frá helvíti gnauðandi á glugga vora. Tókst samt að endingu eftir 30 mínótur í það að safna siðferðisþreki til að koma sér framúr. Náði samt að vera mættur 7:15 í vinnuna fannst ég standa mig vel þar, spurning um að verðlauna sig með einni kippu af öli í kvöld!!! Aldrei veit maður ekki neitt nema allt í einu og þá er það kannski of seint eins og maðurinn mælti ekki um árið. Búinn að flytja obban af klæðum mínum og koma fyrir í skáp þeim er við enda rúms míns dvelur í voginum er við kóp er kenndur. Hlutirnir eru sem C að malla í ágætum farvegi, spurningin um að herja bíl litlu systuminnar út úr henni (ekki það að hann sé uppi í henni bókstaflega) og flytja síðustu kassana og borðin úr gerðinu langa er hefur yfir okkur skjóli skotið undan farið ár og nokkur ár þar áður. Þar með verður málið klárt, dautt búið, finídos!!

Thursday, September 23, 2004

Helgin



Þá er farið að styttast í helgina í annan endann og aldrei þessu vant í þann rétta!! Var að pússa glugga og dúlla mér í gær, enn með öll vit full af spartslryki, sennilega eitthvað sem maður klikkar ekki á oftar en einusinni að vera með rykgrímu littla að stærð!!! Nú er í raun bara eftir að skrúbba hansagardínuógeðin sem að voru í íbúðinni og þá er hægt að fara að sofa þarna!! Eigum reyndar líka eftir að fá nýjan rúmbotn frá þeim strákunum í Marco þar sem að sá gamli var allur rifinn og tættur þegar hann var tekinn úr plastinu og þeir ætla náttúrulega að skifta honum út. Kemur vonadi bráðlega. En núna er bara brostið á með bílrúðusköfun og kulda á morgnanna, ekki gott mál það, þýðir í raun bara að haustið er að hörfa og vetur pungur að ganga í garð!! Ég persónulega auglýsi eftir sól og sumri, vill láta setja bráðabirgðalög á snjó hið snarasta!!!

Wednesday, September 22, 2004

Allt að koma



Jamm þá er þetta allt að skríða saman hjá okkur í voginum er við kópa er kenndur. Fórum bræðurnir í smá innkaupaleiðangur í gær og slitum upp þvottavél og frystikistu og burðuðumst með þetta inn í íbúð. Þvottavélin var drullu þung verður að segjast og verst var að hún var í flutningpakkningum og plastið undir henni var svo hált að maður þurfti að læsa nöglunum í það undir vélini til að missa ekki takið. Maður fékk svo tilfinningar í fingurnar aftur um haustið sem var ekki seinna vænna því að kistan var eftir en hún var nú spaug við hliðina á þvottavélinni! Svo fórum við Svanka í gærkvöldi og settum upp borð og hillur og sófa og þrifum skápa og skúffur og blettuðum í málningu þar sem þess var þörf. Settum nýtt áklæði á svefnsófan okkar svo núna er hann eins og nýr og bíður þess að sjónvarpstæki komi í hús svo að hans ambitionir verði uppfylltar, i.e. menn geti brúkað hann við sjónvarpsgláp!!

Tuesday, September 21, 2004

Fyllerí



Jamm það vildi svo skemmtilega til að ég fór á fyllerí á föstudaginn. Hittumst gamlir starfsmenn úr ELKO og átum sama steik og drukkum öl hvað mest við máttum. Það var helvíti gaman að hitta piltana aftur en menn eru náttúrulega komnir í allar áttir eins og lög gera ráð fyrir. Laugardagurinn var í staðinn frá helvíti báðar leiðir. Spurning um að taka ekki 99 í nefið á fylleríum, ekki gott fyrir daginn eftir, ég ældi þó ekki eins og obbinn af liðinu og vil ég meina að neftóbakið hafi hjálpað þar til. Enn alltaf gaman að fá sér smá í tána verður að segjast svo lengi sem maður gerir það sjaldan. En ég kláraði parketlistana í gær juhúúúú og við Svanhildur sóttum dótið okkar sem var í geymslu hjá Þórdísi og Didda. Sem C tveir bílskúrar ekki lengur í gíslingu af dótinu okkar. Átti að geymast í svona 3 mánuði en þeir urðu að ári eða svo. Svo eru bara nokkri kassar (slatti) eftir í langagerði ætlum að koma hinum fyrir fyrst og vera farinn að gista þarna ekki seinna en um helgina! Skálum fyrir því!!

Monday, September 20, 2004

Mental overload!!



jamm núna er maður um það bil að brenna yfir. Útboð að fara frá mér á næstu dögum og ég er byrjaður að hann loftræstikerfi fyrir Hellisheiðarvirkju sem þarf að vera klárt í útboð 1.des. Og svona fyrir ég er að byrja á þessum svokölluðu húskerfum þarna uppfrá þá fékk ég líka að hanna í leiðinni vatns lagnir, hitalagnir, loftlagnir, bakrennslislangir, snjóbræðslulagnir, wc langir!!! Sem C klikkun að gera fram að jólum og í þokka bót er maður ekki fluttur enn og er því að dunda sér í kópavoginum eftir vinnu. Ef þessu standi fer ekki að ljúka þá er ég orðin stofnanamatur! En annars þá er mun betra að hafa nóg að gera en ekki þannig að það verður bara gaman að vinna flestar helgar í vetur (fjárhaginum veitir ekki af því). Ástþór Örn enn veikur en var ekki með nema 8 kommur í morgun þannig að vonandi að það versta sé nú búið. Búið að seinka okkur með innfluginingin aðeins að hann veiktist blessað skinnið en þannig er það nú þegar börn byrja hjá dagmömmu. Ég þyrfti að verða smá veikur þannig að maður gæti legið heima og slappa af í tvo daga eða svo!!! Eða ekki!

Friday, September 17, 2004

Föstudagur loksins



Já þá er kominn föstudagur loksins er búinn að bíða lengi eftir því. Þá er kanski smá séns að fá fleiri tíma en fáa í að vinna við að klára þessa blessuðu íbúð sína. Þetta er að verða hálf fáránlegt að hún sé ekki orðin klár enn. Stefnan var að flytja inn um helgina en þar sem Ástþór Örn veiktist í vikunni höfum við ekkert komist í að græja þarna síðan á þriðjudag og því verður ekki flutt inn um þessa helgi. Skrapp í Hagkaup í gær og keyti mér hinn fræga ameríska ís Ben & Jerry's, var reyndar drulludýr (740 kr fyrir um 400 ml) en djöfull var hann góður á bragðið. Reyndar sykur og kólestrol í hámarki í þessum ís og fita langt yfir mörkum en það má svona stundum! Ekki það að ég steig á vog hjá lækninum sem við fórum með Ástþór Örn til um daginn og sú sýndi 79 kg sem er svona c.a. 10kg meira en ég var fyrir um ári!!! Spurning um að fara að hreifa sig smá og hætta þessu ís áti. Ekki það að það gæti verið gaman að prófa að vera feitur um stund, og annrs neee held ekki. Ræktin það er!!

Thursday, September 16, 2004

Crazy Weather



Hvað er um það bil að gerast með þetta veður hérna!! Ekki mikið miðað við Ivan grimma en alveg nóg fyrir mig, öskutunnurnar á hliðinni í morgunn og allt klárt! Annars þá var ég lítið í vinnu í gær, ekki nema nokkra tíma þar sem ég þurfti að fara heim og verja tíma með veikum syni mínum. Fór heldur ekkert í kópavoginn og átti því "frídag" frá vinnu og framkvæmdum. En nýr dagur sömu áhyggjur og því verður bara mun meira að gera í kópavoginum í dag í staðinn. En í svona rigningu og roki er bara best að fara að fá sér ein kaffi!!!

Tuesday, September 14, 2004

Parketlistar



Jæja þá er maður farinn í það að festa upp parketlista. Keyptum nýja lista í gær þar sem þeir gömlu voru alveg búnir verður að segjast. Svo eru það líka gluggapússningar sem eru næstar á dagskrá, fékk fínar leiðbeingar frá munda um það hvernig ber að snúa sér í glugga lökkun þannig að lakkið verði ekki eitt pennslafar, verður gaman að sjá hvernig það heppnast. Altt á fullu í vinnunni núna þannig að maður hefur ekki tíma í að gera neytt þyrfti að eyða deginnum bæði í vinnu og íbúð en það gengur víst rólega upp. Ástþór Örn allur að koma til í aðlöguninni hjá dagmömmunni gekk fínt í gær og vonandi betur í dag! Annars þá er meistaradeildin að byrja í kvöld sem er hið albesta mál verð ég að segja!

Monday, September 13, 2004

Íbúðarmál



Jæja þá er búið að mála og pússa parket hjá okkur. Svanhildur ætlar reyndar að mála yfir tvo veggi hjá Ástþóri með smá lit til að lífga smá upp á það. Annars þá er næsta mál á dagskrá að kaupa parketlista og klára að pússa og spartsla gluggana og drífa á þá svolitlu lakki. Þarf því að vera duglegur í kvöld að ná listunum og klára að spartsla og pússa. Svo kemur rúmið okkar í dag þannig að þetta er allt á góðri siglingu. Annars þá er commentakerfið búið að vera niðri um helgina veit ekki hvaða spaug það var en er komið inn aftur núna. Áttum ágætishelgi, skiptumst á málningarvöktum í kópavoginum þar sem Ástþór Örn var lasinn um helgina (með nefkvef og hósta) en hann er nú allur að braggast. En aftur í vinnu núna!!

Friday, September 10, 2004

Vetrarrútínan



Jæja þá er vetrarrútínan að hefjast, maður er í það minnsta búinn að mæta uppúr sjö í vinnuna alla þessa viku (nema í gær á var það 8). Þetta hentar mér í raun mun betur að vera sofnaður fyrir 11 og upp snemma, spurning um að reyna að halda þessum vana í vetur. Annars er littli maðurinn minn lasinn og var svolítið að vakan fyrripart nætur en svo vel seinnipartinn, vaknaði mun minna en í fyrrinótt þá var vaknað á 1,5 klst fresti, eitthvað sem hann gerir aldrei. Maður er því frekar rislár, ekki vanur svona svefnfrávikum, en öllu má nú venjast. Svo má fara að fara inn á parketið hjá okkur eftir hádegið í dag og fara að vinna á því á morgunn. Þarf því að ná málningarumferð yfir á morgunn og annarri á herbergin á sunnudag og svo að gúffa draslinu þarna inn. Rúmið kemur svo á mánudag og þá er í raun allt klárt!

Thursday, September 09, 2004

Breytingar



Er ekki pirrandi þegar menn eru búnir að hanna eitthvað og allt virkar og er klárt að það komi einhverjir arkitektar og rafmagnsmenn og þurfa að gera breytingar á hönnun svo maður þarf að endurhanna eitthvað sem var klárt og það virkar ekki núna!!! Snilld þessar breytingar hefðu nú vel getað verið komnar fram fyrr þannig að maður væri ekki búinn að ganga frá sinni hönnun en svona er þetta víst í verkfræðiheiminum. Ég persónulega mæli með því að menn gerist bakarar og fái ekki hveiti ofnæmi fyrr en eftir fertugt það er mun vænna til árangurs!!!!

Wednesday, September 08, 2004

Nýji síminn



Jamm ég hef komist að því að ég þoli ekki stofnanir. Er með síma sem ég keypti á tilboði hjá símanum fyrir um hálfu ári síðan. Hann er þannig úr garði gerður að hann var aðeins fyrir kort frá landsímanum og það kostar 5 þúsund krónur að láta þá brjóta lásinn (þrjúþúsund ef maður hefur átt hann í ár). Ég sem sé fór í það í gær að láta brjóta lásinn og borgaði fyrir það 5 þúsund krónur og var símalaus í heilan dag. Fékk svo síma rétt fyrir 6 í gær og prófaði að skipta um kort í honum og vola fæ þessi fínu skilaboð á skjáinn "insert correct sim card" frábær helvíti síminn pikklæstur enn. Þarf því að fara niðureftir á eftir til að rífast og vera með almenn leiðindi, þoli ekki svona bull, þetta kostaði heldur ekki 2þúsundu krónur, neibb þetta var einn blár og þá setur maður þá kröfu að þetta drasl virki. Í danmörku var nóg að hringja eitt símtal eftir 6 mánuði og þá losuðu þeir lásinn í tölvunni hjá sér og það gerðist strax!! Fyrrverandi ríkisbatterís helvíti segi ég!!!
Update Fór aftur upp í síma og í þetta skiptið tókst þeim að gera þetta rétt strákunum. Er því búinn að loka landsímakortinu og er kominn með Og vodafon kort.
Nýtt símanúmer er því 694 2714

Tuesday, September 07, 2004

Jamm jamm og jæja



Jamm þá mallar vikan áfram og er það vel, þýðir í raun aðeins það að það styttist í að við getum flutt inn!!! Var í vinnunni til 6 í gær, langt síðan maður hefur ekki hætt á slaginu 4 til að fara að græja eitthvað í Kópavognum. Þetta mun samt vera meira fjárhagslega jákvætt að vinna smá yfirvinnu en að eyða peningum í Húsasmiðjunni!!! Ástþór Örn í aðlögun hjá dagmömmunni, ekkert alveg til í að kyngja því möglulaust en hann mun koma til að endingu pilturinn. Annars þá fer þetta haustveður mjög í skapið á mér, enda finnst mér haustið almennt ógeðslegt. Vor er minn tími, allt að springa út og fuglar og dýr að verpa og fjölga sér og allt að fyllast af lífi. Haustið hinsvegar skartar fögrum litum í hálftíma áður en þeir fjúka til helvítis og allt það líf sem byrjaði að skapast að vori sölnar og deyr, fuglar fljúga burt og "sumar" fyrirtækjunum lokar. Haustið er sem C tími dauða og leiðinda og því ógeðslegur tími sem slíkur!!! Persónulega vil ég sól og gróður allt árið um kring. Jamm það má vera smá svartsýnn í svona ógeðslegu roki og rignu = Hausti!!

Monday, September 06, 2004

Pása



Jamm nú er loksins pása í málningarstörfum og er það vel ó já. Er ekkert eftir nema ein svona snobb yfirferð yfir veggi eftir að parketpússun líkur, ætti ekki að taka nema dag eða tvo. Það er sem C verið að pússa tréið hjá mér núna og verður ekki hægt að fara inn á þetta fyrr en á föstudag þannig að maður getur ekkert gert þó svo maður vildi. Vill líka svo skemmtilega til að ég vil ekkert gera þannig að þetta hentar ótrúlega vel. Maður er nánast að breitast sleftandi fávita af þessu standi öllu, vinna málun og pússun og þetta allt sem þarf að gera, törnin orðin of löng og pásan því kærkominn. Vill líka svo skemmtilega til að það er klikkun að gera í vinnunni hjá mér þannig að ætli maður verði ekki eitthvað fram á kvöld í þessari viku að reyna að grynka á staflanum, fín hvíld frá framkvæmdum það :-)

Friday, September 03, 2004

Meiri málning



Jamm nú eru komnar tvær umferðir á alla vonda liti (nema ekki farið í herbergin ennþá) og það er mesta furða hvað þær ná að þekja. Með smá lukku þarf ekki að fara nema eina umferð yfir í viðbót. Ástþór Örn er svo að byrja hjá dagmömmu í dag, Svanhildur er þar með honum núna í smá aðlögun, vona innilega að það gangi vel. Manni er alltaf hálf illa við að láta einhverna vandalausan sjá um barnið sitt en það er víst tilfinning sem maður verður að venjast. Annars þá er hektískt að gera í vinnunni hjá mér, þannig að með málningu fram á kvöld þá verð ég að viðurkenna að ég er orðinn drullu þreyttur, hjálpaði ótrúlega til að fara að sofa laust upp úr 10 í gær (maður á að gera slíkt oftar, hvílík snilld það er). En brátt mun það helgi vera og er það Vel með stóru vaffi! Lifið heil eða a.m.k. að þremur fjórðu og eigið góða helgi

Thursday, September 02, 2004

Málningarþreyta



Jamm verða að viðurkenna að ég er að verða frekar þreyttur á þessu málningarstandi öllu saman. Maður er mættur í vinnu um átta og strax um fjögur er farið í Kópavoginn og byrjað að mála og líma málningarteyp og mála og mála og mála!! Þurfti fjórar umferðir á eldhúsið!!! Litir í stofu eru ekki skárri, hreint ekki þarf ábyggilega fullt af umferðum á það, líka alltaf gaman að mála ofna í appelsínugulum lit!!! Hvað er að fólki þessir litir eru hreinn viðbjóður, en voru nú sennilega í tísku á sínum tíma, hann er sem betur fer löngu liðinn. Annars tókum við okkur pásu frá málningarstörfum um kvöldmatartímann í gær og skelltum okkur á Fridays og fengum okkur smá bita, það var bara nokkuð vel heppnað hjá þeim strákunum, í dýrari kantinum en nokkuð gott. Svo er bara að vinna til fjögur í dag og drífa sig svo í málninguna. Þannig að ef það er einhver þarna úti haldin sjálfspíningarkvöt þá er hann velkominn eftir fjögur í málningarvinnu :-)

Wednesday, September 01, 2004

Karl Sverrisson



Jamm þegar ég mætti í vinnuna þá beið mín bréf frá hvorki meira en minna en Karli Sverrissyni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Kalli (oft kallaður bronsson í höfuðið á nafna sínum Charles (einni stytt í Bronsi)) snillingur af guðsnáð. Það er svo magnað með svona menn eins og Kalla að hann er bara snillingur, það er ekki ákvörðun hjá honum og hann getur í rauninni ekkert að því gert, hann er bara snillingur og fyrirmynd annarra í almennum fíflagani og góðu spaugi. Þar komast menn ekki með hælana þar sem kalli geymdi gúmmískóna í gær!! Karl er sem sé búinn að vera að vinna á bát í Brasilíu og er núna vélstjóri á lúxussnekkju á Bahamaeyjum. Það er gaman til þess að vita að það eru menn sem fara ekki troðnar slóðir og gerast skrifstofuþrælar eða verkamenn og gera eitthvað sniðugt og eftirmynnanlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við Kalli verið saman í skóla og bekk í all mörg ár og útskrifuðumst við saman úr vélskólanum og bjuggum saman ásamt þeim Torfa og Baldri á Hóli einn vetur. Jamm ég hef oft lifað leiðinlegri vetur en þann vetur!! En spurning um að fara að slíta upp eina flösku af rommi og skála fyrir Kalla í heitulöndunum!!! (Nú eða bara landa í kaffi og púðursykur)!!!

Tuesday, August 31, 2004

Málun



Jamm þá er málningarvinna hafinn í íbúðinni. Fórum í gærkvöldi og límdum á innréttingar og þesslags og grunnuðum edhúsnið og snurfusuðum. Svanhildur fór svo ein í morgun þegar ég fór í vinnuna og er hún búin núna að mála eina umferð yfir eldhúsið þannig að þetta er allt komið vel af stað. Verður munur að koma eldhúsinu frá þannig að hægt verði að flytja inn diska og potta og þesslags og byrja að koma sér fyrir í rólegheitunum á meðan verið er að mála aðra hluta íbúðarinnar. Svo fæ ég mann í að pússa parketið næsta mánudag þannig að maður ætti að geta flutt inn aðra helgi. Annars er þetta búinn að vera fínn morgun, fundir í allan morgun og meira að segja leifar af afmælisköku úr barna afmæli sem ein tók með sér í morgun. Fundur, kaffi og kökur fín blanda til að fá smá pásu frá blessuðum tölvuskjánum! Ástþór Örn er svo í sveitinni með ömmu og afa efalaust í miklu spaugi ef ég þekki minn mann rétt, hann kemur svo til baka á fimmtudag! En aftur að tölvuskjánum....!

Monday, August 30, 2004


Strákarnir skruppu á Gamla vestið með þeim Munda og Svanhildi í hádeginu. Krakkarnir eru að fara aftur út til frans á miðvikudaginn og ekki seinna vænna að sjá aðeins í framaníið á þeim áður en þau hverfa af landi brott!! Mundi fann sig knúinn til að taka mynd af okkur Torfa og ég veit ekki hvort það eru hamborgarnir sem gera þetta en við virkum feitir á þessari mynd!!! Posted by Hello

Helgin búin



Jamm þá er helgin búin og alvara vikurnnar tekinn við. Ætlaði að vera duglegur í vinnunni um helgina en varði þess í stað allri helginni við að pússa og spartsla eina ferðina enn. Þessu pússi standi er nú samt að ljúka, ekki eftir nema að pússa yfir spartslið í gluggunum og spartla aftur í verstu sprungurnar sem eru ekkert svo slæmar. Það er því í raun ekkert til fyrirstöðu að fara að gluða einverju af þessum tólf lítrum af málningu sem við erum nú þegar búinn að fjárfesta í á veggina. Ætti að duga í umferð eða tvær en við þurfum a.m.k. þrjár umferðir af málningu til að hylja þessa glæsilegu liti sem eru núna á veggjunum. Ástþóri Erni þykir mikið gaman að hlaupa um tóma íbúðina með spýtur og prik, verður efalaust hundfúll þegar kominn verða í hana húsgögn. Annars þá var tandori kjúklinga boð hjá tengdaforeldrunum í gær, alger snilld eins og alltaf. Magnað hvað það er gaman að borða góðan mat, hrein snilld það er!

Friday, August 27, 2004

Föstudagur til frís!!



Þá er það dagur föstunnar, hvorki minna né minna!!! Er að verða pínu langþreyttur á þessu standi öllu saman, drífa sig í vinnuna og klára sína pligt þar og drýfa sig þá í kópavoginn og rífa af lista, pússa og sparstla. Á eftir að vera svoleiðis í góðan tíma í viðbót, verður bara þeim mun sætari stund þegar allt verður búið og maður getur bara flutt inn! AHHHhhh, alveg farinn að sjá mig fyrir mér liggjandi í nýja ameríska rúminu okkar. En meðan ég man, ef einhver á litla frystikystu sem hann er ekki að nota og dauðlangar að selja fyrir lítinn pening þá endilega hafiði samband. Þórdís fékk náttúrulega gömlu kystuna þeirra pabba og mömmu þannig að téknilega séð skulda þau mér frystikystu :-)

Thursday, August 26, 2004

Púss í vegg



Núna er allt á fullu að pússa veggi og spartsla höllina og dytta að smálegum hlutum sem þurfa aðdittingu. Þarf svo að rífa að gólflista svo maður geti unnið veggina niður og ekki síður upp á parket pússun. Ástþór Örn heldur reyndar að þessar spartl klessur á veggjunum séu settar þarna svo að hann geti gert svona skemmtileg munstur í þau með fingrunum og skilur ekki þessi læti í okkur þegar hann er búinn að græja slík listaverk! Skruppum í Elko í gær og keyptum okkur ryksugu. Siemens að sjálfsögðu, 2000W svaka power. Búinn að ákvarða að það fer ekkert inn fyrir mínar dyr sem heitir arison eða melissa eða whirlpool eða einhver álíka homma merki!! Nenni ekki að kaupa eitthvað ódýrt drasl sem verður svo í viðgerð megnið að líftímanum, ó nei hósei alvör dót í byrjun, varist eftirlíkinar!!

Wednesday, August 25, 2004

Rafmagnsmál



Jamm þá er það rafmagnsmálin í íbúðinni sem eru mál málanna í dag hjá mér. Ein grein í íbúðinni ekki virk eins og er, þar innifalið ljós á baði, herbergjum og þvottahúsi (nema náttúrulega innstunga fyrir þvottavél í þvottahúsi þar sem hún er á annari grein) (smá innskot svo að Viddi fari ekki að leiðrétta mig)!!! Hringdi því í fyrrverandi eiganda og hann ætlar að senda mann í dag til að laga. Það er líka kanski viðeigandi þar sem þetta skeði þegar hann var að taka niður ljós í íbúðinni þegar þetta gerðist!!! Svo verður maður að fá sér rúsnesk perustæði þar sem slíkt var ekki skilið eftir!!! Ómögulegt að vinna í herbergjunum í myrkri og það er helst í slíkum birtuskilyrðum sem maður hefur tíma til að fremja smá vinnu í blessaðri íbúðinni!!!

Tuesday, August 24, 2004

Fjölskyldan kominn í bæinn.



Jæja skrapp í gær og sótti fjölskylduna í sveitina, þannig að núna hefst tíma málningar vinnu og sparsls í blannd við niður og upp pökkun og þrif þar á milli. Sem sé núna byrjar alvaran. Þurfum að fara að kaupa ísskáp, þvottavél og þesslags, pússa parket og fleira þannig að seðlarnir eiga eftir að fljóta næstu vikurnar, gaman að því. Skrapp svo með bílinn í 15þús km skoðunn í morgunn, 1500 kr í taxa í vinnuna, djöfull er þetta dýrt, hverjum dettur líka í hug að búa svona langt í burtu, meira bullið. Bíllinn ætti að verða klár um hádegisbilið þannig að þá fer annar 1500 kall. Maður hefði betur keypt sér Whiskey flösku fyrir þennan pening!!! Svo er nokkuð augljóst að skólarnir eru byrjaðir, umferðin hefurmargfaldast yfir nóttu, biðin á Gullinbrú í morgun var þó nokkur og bíla lest til helvítis og til baka tvær ferðir!!! En Þá er ekkert annað að gera en að brosa í kampinn og hugsa til þess að maður þarf ekki aftur í skólann :-)

Monday, August 23, 2004

Afhending



Jamm þá er maður búinn að fá afhenta lyklana að íbúðinni sinni. Skrapp í gær og hitt fólkið sem var að klára að þrífa geymsluna niðri en annað var orðið klárt. Það er því ekkert til fyrirstöðu að fara að slíta nagla úr veggjum og pússa veggi og spartsla og láta öllum illum látum. Ætlum svo að fá mann í það að pússa parketið fyrir okkur, frændfólk Svanhildar í eyjunum býr svo vel að luma á einum slíkum snillingi sem ættlar að athuga hvort að hann geti tekið það að sér. Jamm þetta er sem sé allt að bresta á og biðinni því senn að ljúka. Skrapp í lax um helgina í sveitinni, en þar var þvílíka rjómablíðan, sól og logn og ekki hafði rignt í fleiri vikur og áin því gersamlega vatnslaus og ekki líkleg til veiðar. Enda fór svo að ég fékk ekki neitt!!! Byrjaði að rigna sem sé daginn eftir okkar vakt!!! Svona er þetta. Átti samt snilldar helgi í Dal með Svönku og Ástþóri Erni og tengda foreldrunum. Skruppum í berjamó í smá stund og komum heim með fleiri lítra af aðalbláberjum og svo eina tvo af venjulegum bláberjum, svo núna er bara að byrja að sulta!!!

Thursday, August 19, 2004

Oft



Oft er atviksorð. Svo mælti heimspekingurinn Hermann Gunnarsson á sínum blautari árum. Oft nennir maður líka ekki að vinna en neyðist til þessi. Oft. Er að reikna eftir tveimur stöðlum og það er hróplegt missamræmi í þeim og fyrir verkfræðing sem er vanur að fylgja hönnunarreglum og lendir í því að þurfa að brúa bil milli reglugerða er þetta ekki góður dagur! EN hins vegar er ég á leiðinn í sveitina á eftir í veiði þannig að þessir staðlar mega fara öfugir upp í óæðri endan á hverjum sem vill þá þangað inn. Ég bíð mig ekki fram. En það mun almagnað verða að labba um bakka árinnar í sólinn þó að sólinn geri út af við alla veiðivona þá er útiveran ekki tekinn af manni. Annars þá er maður ennþá á háu nótunum eftir að hafa skellt sér á völlinn í gær. Þetta var alveg eiturmögnuð stemmin þarna í gær og ótrúlega gaman að upplyfa þetta live og sjá knattspyrnurisann lagðan. Þetta er definitely einn í minnisbankann!

Wednesday, August 18, 2004

Almenn þreyta



Jamm það er full mikið að vinna 24 tíma á teimur dögum, maður verður eitthvað hálf þreyttur á þessu öllu saman verður að segjast. En tilhugsunin um að maður er að vinna af sér dag eða tvo til að komast í lax gerir þetta all worth while!! Spurning um að milja sig á landsleikinn í kvöld, kostar ekki nema 1000kr og maður fær að sjá ansi marga knattspyrnumenn sem maður hefði gaman að berja augum og reyndar aðra sem væri bara plain gaman að berja!!! En nóg af ofbeldi, talandi um það þá fæ ég stundum svona hvatir til að horfa á lélegar ofbeldisfullar bíómyndir og gærkveldið var eitt af slíku. Skellti því myndinni Once upon a time in Mexico í spilarann. Jamm mikill action og tölvert gítarspil sem mér fann nú ekki síðra heldur en ofbeldið og tölvert betra. Slatti af leikurum og eitt stykki Enrique Iglesias (hverjum dettur í hug að skella því vörtu fési í bíó!!). Myndin er sem sé stórkostlega yfirdrifin og ofgerð á geypilega hallærislega hátt og er þar enginn eftirbáti forvera síns (El marachi) sem var endurgerð sem Desperato fyrir Holliwood markað. Myndin stóð sem sé alveg undir þeim væntingum sem ég gerði til hennar og þörf minni fyrir ofbeldisfullum b mynum því svalað að sinni!!!

Tuesday, August 17, 2004

Þriðjudagur til þrautar



Jæja þá er löngum og leiðinlegum mánudegi lokið. Var í vinnunni til hálf níu í gærkveldi og fór þá heim að taka til!!! Ekki mín hugmynd af góðum degi, en í staðinn frekar effectífur dagur. Þarf að vinna af mér fjóra tíma á næstu tveimur dögum, það ætti ekki að verða svo mikið mál. Þarf að fara á eftir og kíkja á dagmömmu sem við ætlum að reyna að koma Ástþóri að hjá, allir listar að fyllast í vogi kópanna og því ekki seinna vænna en að vera handfljótur að skíta og drífa sig í að ganga frá þessu! Svo þarf maður að sæka einhver ógrynni af reiktum og gröfnum laxi í reik, veturinn lítur ekki svo illa út hvað það varðar, nóg til og er það vel. Annars þá eru flestir komnir úr sumarfríum þannig að þetta er smá saman að breitast í vinnustað aftur í staðinn fyrir þennan draugabæ sem verið hefur hér undanfarið.

Monday, August 16, 2004

Grasekkill



Þá er maður orðinn grassekkill. Svanhildur og Ástþór Örn eru að hjálpa Kötu fyrir vestann í veiðihúsinu og verðar þar um stund. Ég fór því einn í bæinn og verð einn þessa vikuna en stefnan er sett á það að renna vestur á fimmtudag upp úr hádegi og skella sér í smá veiði. Tek svo frí á föstudaginn og verð þarna um helgina. Ætla því að reyna að vinna eins og motherf...er í vikunni og vinna af mér þessa tíma, það ætti svo sem að vera vel gerlegt. Annars þá vöknuðum við á laugardagsmorgun og héldum vestur en þegar ég kom út í bíl, var búið að sparka speglinum nánast af og sparka í brettið á bílnum og dælda það aðeins. Frábært, snilld, kom samt speglinum saman með mikilli snilld þannig að hann virka, en beyglan er enn þarna. Var brotinn spegill á öðrum bíl og farið inn í þann þriðja og drasli dreyft út um alla götu!!! Hringdi á lögguna og hún kom og tók skýrslu en það kemur ekkert til með að koma út úr því!! Svo renndum við vestur og þegar við vorum að verða kominn í Dal var hringt í okkur og okkur tjáð að fólk sem var í sumarbústað í Svignaskarði hefði fundið peningaveskið hennar Svanhildar í Borgarnesi og við þurtum því að snúa við og rúlla upp í Svignaskarð!! Var sem sé hin besta byrjun á degi, en gott að það var heiðarlegt fólk sem fann veskið og öll kort á sýnum stað!! En eftir það reyndist helgin hin besta og núna er bara spenningur fyrir fimmtudeginum!!

Friday, August 13, 2004

Sumar á ströndinni



Jæja það fór ekki svo að maður skellti sér ekki á ströndina. Viðar nokkur Jón er við Baldur er kenndur og eiginkona hans Harðardóttir, Kolbrún og frændi hennar hann Hörður skelltu sér á ströndina og ég og Svanhildur og Ástþór Örn skelltum okkur með. Þetta var bara nokkuð magnað að liggja þarna í skeljasandinum á handklæðinu sínu og sötra smá öl. Reyndar til trafala þessi ÍTR starfsmenn sem koma öðru hvoru og segja að það sé bannað að drekka öl þarna. Málið er að drekka úr glasi og láta tóma prippsdollu liggja rétt hjá sér, voila málið dautt!! En alltaf gaman að hitta skemmtilgt fólk og spjalla saman og ekki skemmir að hafa útlanda veðrið með í för. Ástþór Örn var alveg dolfallinn yfir þessu öllu, lék sér bara að moka í kringum teppið og var hið mesta ljós. Annars þá er þessi blessaði pollur sem fólk er að synda í alveg drullu kaldur, mun kaldari en ég hélt. Svo mun fólkið í Kópavogi sennilega flytja stóruhlutina sína á laugardaginn svo vonandi fáum við afhennt í næstu viku það væri ekki verra!! Spurning um að vinna stutt í dag!!!

Thursday, August 12, 2004

Hitabylgja á Íslandi


Þá er komið að því sem að engin hélt að myndi nokkurntímann gerast, það er kominn hitabylgja á Íslandi. Hiti í Reykjavík 24,8°C og er það 15°C yfir gamla hitametinu og er þetta því alveg ótrúlegt helv. Maður lá ofan á þykku dúnsænginni sinni í nótt og var bara tölvert heitt þótt engin væru fötinn. Svona var þetta í danmörku allt síðasta sumar, og er þetta að öllu leyti magnað nema þessi hiti á næturnar, það hentar bleiknefja íslendingnum mun betur að byggja upp hlýju undir þykkri dúnsæng en að reyna að losna við hlýjuna ofan á þykkri dúnsæng, það er bara þannig. Aðalmálið er náttúrulega það að það er sénslaus að vera lengur í vinnu en til 14 á daginn og því meiga svona hitatarnir ekki vera of langar ef maður á að ná að vinna upp tapaða tíma áður en mánaðarmótin skella á!!! Segi bara: I wont let the sun go down on me!

Wednesday, August 11, 2004

Nice wether

Það er svona drullu magnað veðrið þessa dagana og fær mann til að hugsa hvað væri yndislegt að búa hérna efa sumurin væru almennt svona góð. En hitt má svo vera að maður kann mun betur að meta góða veðrið ef maður lendir sjaldan í því!! Svo er ekki síður sú staðreynd að bjór er öfga dýr hérna og því ekki hægt að nota hann sem svaladrykk í heitum veðrum að staðaldri nema taka bjórkaupalán sem ekki eru í boði! Þessi helvítis fasismi í íslensku stjórnunarkerfi er að verða frekar þreittur. Svo koma fréttir um það að einungis þeir sem hærri laun hafi séu að leggja fyrir og gera ráðstafanir ef eitthvað kæmir fyrir eða einhver félli frá!! Skrýtið, hefur kannski eitthvað með það að gera að það er svo viðrinislega dýrt að búa hérna að ef menn eru ekki hálaunaðir er enginn afgangur til að leggja fyrir í þesslags hluti. Þurftu bankarnir virkilega að láta rannsaka þetta til að komast að þessari niðurstöðu! Hálvitar allt saman!

Tuesday, August 10, 2004

Útlandaveður

Alveg magnað þetta veður og synd að vera fastur á skrifstofunni. Þegar ég kom út í morgunn var svona hita/raka mollu lykt í loftinu, alveg eins lykt og það er alltaf snemma morguns á sumrin í Danmörku og náttúrulega víðar. Var ótrúlega gaman að koma út þar sem maður fékk svona flassback til Danmerkur. Mikill gróður í garðinum hjá okkur eins og tíðkast úti, þannig að þetta verður svona samblanda af raka og gróðurlykt, almagnað og hlýjaði þetta gamla manninum um hjartrætur! En svo tekur við þurrt loft úr loftræstikerfi fyrirtækisins og það er bara ekki að vekja upp eins skemmtilegar mynningar verður að segjast.
Annað, við hjónin skelltum okkur í kaffikönnu leiðangur í gær og fjárfestum í slíkum búnaði, rándýr fjári að sjálfsögðu en gælsileg vél og fyrsta tilraun okkar til kaffigerðar úr þessari vél heppnaðist svona ljómandi vel. Þess má geta að yfirleitt tekur það margar uppáhellingar að ná einhverju viti úr svona expressó vélum en þetta virtist vera ást við fyrstu sýn hjá kaffigerðar konu heimilisins og vélinni góðu! Nú er það því ljóst að fólk verður að vera duglegt að líta í heimsókn og fá sér einn kaffibolla eða tvo!!!!

Monday, August 09, 2004

Ný vika, Jamm

Þá er það ný vika og er það ekki vel í raun. Búinn að vera alveg ótrúlega mikið á ferðinni Þessa helgi. Keyrði upp á Snæfellsnes og sótti veiðmann í Straumfjarðarána og keirði hann svo út á Keflavíkurflugvöll. Tók Ástþór Örn með mér í þessa ferð en skildi hann eftir í Dal hjá afa sínum og ömmu. Fórum því aftur upp á nes á sunnudaginn til að sækja pilt. Náði maður því fjórum ferðum í gegum Hvalfjarðargönginn þessa helgi og Svanhildur skrapp á Síðasta fimmtudag í gegn líka þannig að kílómetrunum fjölgar ört þessa daganna. Ástæða þess að við skildum littla manninn eftir á nesinnu er sú að við fórum í brúðkaup hjá Stínu vinkonu Svanhildar á laugardaginn. Það var haldið í Súlasal hótel Sögu, þjónað til borðs og allt mjög grand verður að segjast. Sátum til borða með læknahjónunum Einari og Guðrúnu Láru og svo henni Björgu. Þetta reyndist hin besta skemmtun allt saman og ótrúlega gaman að fara loksins eitthvað út saman og geta sofið um morguninn :-)
Annars þá er það bara meiri vinna og bið eftir að íbúð losni. Svanhildur keirði framhjá í dag og sýndist fólkið vera að þrýfa baðgluggann!!! Vonandi að það sé farið að styttast í þessu öllu saman!

Thursday, August 05, 2004

Vikulok

Jæja þá eru vikulok hjá mér!! Það fóðra ég þannig að Svanhildur þarf að vinna á bókasafninu á morgunn og ég þarf því að vera heima með littla gaurinn minn og þar með er vinnuvikunni lokið hjá mér og ergo vikulok. Magnað að vera með svona þriggja daga vinnu vikur þetta má í raun ekki meira vera. Annars þá skrapp ég um daginn að kíkja á Harald Pottlokssson í ljósvarpshúsi í Mjóddinni, verð að segja að ég hef bara nokkuð gaman af þessum sögum, skemmtilega naívar en samt smá spenna í þessu öllu saman hjá honum stráknum. Það stafar sennilega af því að mig hefur alltaf langað til að geta galdrað, væri ekki lífið þægilegt ef svo væri. Spurning um að fara heim að æfa sig, en fyrst að skreppa með nokkra laxa í reik!!

Wednesday, August 04, 2004

Vikan mið

Jæja vikan farinn að styttast í annan endann og er það svo sannarlega vel. Alveg magnað hvað ég er ekki að nenna þessu núna þetta sumar, búinn að vera einhver vinnudeyf yfir manni í allt sumar og sé í raun ekkert fyrir endan á henni. Skruppum í smá kaffikönnuleiðangur í gær, þurfum að fara að fjárfesta okkur í slíku þar sem expresso vélinn okkar er nánast búinn að gefa upp öndina og má segja að hún andi aðeins í gegum vél!! Maður er gersamlega steinhættur að drekka þetta venjulega togarakaffi, álít það rudda hinn versta í dag og set ekkert inn fyrir mínar varir nema kaffi lagað í expresso vél umlukið flóaðri mjólk að frönskum hætti. Það er bara þannig að ef menn komast á bragðið með eitthvað gott er erfitt að taka niður fyrir sig aftur, eins og maður drakk nú af hinu ógeðinu í gamla dag!!

Tuesday, August 03, 2004

Verslunarmannahelgi

Jæja þá er verslunarmannahelgin liðinn og er það í sjálfum sér vel. Maður er löngu vaxinn upp úr því að liggja í tjaldi með takmarkaða rænu eftir linnulausa drykkju daganna á undan þannig að fyrir mér var þetta bara löng helgi!! Held að ég hafi drukkið heila þrjá bjóra þessa helgi og ekki getur það talist mjög á minn mælikvarða! Hins vegar fór ég á laugardagsnótt og sótti 96 ára gamlan spánverja út á flugvöll og keirði hann upp á Snæfellsnes þar sem gamli maðurinn verður að veiða út þessa viku!!! Glæsilegur leikmaður þessi karl, 96 ára með nýja veiðistöng með sér í farkestinu, það ber vott um vissa bjartsýni. Sæki hann svo aftur næstu helgi og skutla honum aftur á völinn. Hitti svo Þorgerði frænku mína og fjölskyldu á flugvellinum þau að koma úr Danmerkur ferð. Gaman að sjá litla frænda minn í fyrsta skiptið, en maður hefur ekki enn farið að sjá hann (hef reyndar gert tilraunir til þess en engin verið heima (svona mér til smá málsvarnar :-) )) Maður var löngu búinnj að kaupa eitthvað til að gefa pilti (sem og Kristínar börnum) og þetta er efalaust allt orðið of lítið!!!!! Spurning um að fara að drífa sig í heimsóknir!!!

Saturday, July 31, 2004

Skattur

Jæja þá standa yfir þessar árlegu skatta kæringar!! Alltaf mikið fjör þar á ferð. ég á að byrja að borga 60 þús þann 1.ágúst sem fyrstu greiðslu af 360 þús sem ég á að skulda. Þannig er reyndar alls ekki staðann, áætluð á mig staðgreiðsla frá því að ég var í danmörku svo maður þarf að kæra það til baka. Nú svo voru líka laun upp á 119 þús sem ég á að hafa fengið hjá Garðþjónustinni Ehf í apríl fyrir ári en ég var reyndar búsettur í Danmörku þá en ég þarf sennilega að sanna að svo hafi verið, ekki þeir að ég hafi verið í vinnu!! Þannig er þetta alltaf. Svo þarf ég að skutlast út á flugvöll í nótt og sækja 96 ára spánverja sem er að fara að veiða í Straumfjarðará, kraftur í karli!! Annars þá held ég að ég sé einn í vinnunni í dag, hugsanlega einhver einn á neðri hæðinni, enda hvað er fólk að vinna um verslunarmannahelgar!!!!

Friday, July 30, 2004

Fös

Þá er það síðasti vinnu dagur vikunnar, eða næstsíðasti hjá mér raunar þar sem ég þarf að vinna svoltið á laugardag til að fylla upp í tímana sem mig vantar eftir gærdaginn. Svanka skrapp í gær að Gæsa hana Stínu og ég þurfti því að vera heima og skulda því eina fimm tíma sem ég verð að vinna upp á morgun, stuð!!! En svona er þetta, það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!! Annars er enginn í vinnunni og vorum við ekki nema þrír á hæðinni lengi framan af morgni. Þá hjálpar að hækka vel í græjunum og er Billy Corgan að redda þessu fyrir mig í þessum töluðu orðum. Annars góða helgi og auf wieder sehen!!! (eða hvernig í helv. það er skrifað!!)

Wednesday, July 28, 2004

Drekinn

Jæja nú hefur drekinn ykkar verið duglegur, horfði á heila mynd í gær og þegar hún var hálfnuð mundi ég eftir að ég hafði séð hana áður. Ég man ekki hvað hún heitir eða hver leikur í henni, well see ya drekinn! (blogg fengið að láni hjá Svínasúpunni!!)
Annars þá er ótrúlega rólegt að frétta, ég ekki að nenna að vera í vinnunni og Svanhildur hefur engan frið til að skrifa ritgerðina sína heima í látunum þar. Enn verið að saga malbik, bora og brjóta með tilheirandi látum. Grilluðum í gær og það var svona ljómandi gott hjá okkur hjónunum, Svanka græjaði kartöflusallat og ég fyllta sveppi með hvítlauk og basil, alltaf gaman að grilla smá í sólinni. Svo átti pabbi afmæli í gær heirði aðeins í gamla manninnum, hann var hress á afmælisdaginn. En annars bið ég ykkur vel að lifa, eru hvort sem er allir í sumarfríi og engin að lesa þessa vitleysu hvort sem er :-)

Tuesday, July 27, 2004

Þriðjudags bluegrass

Þá er kominn þriðjudagur og tilvalið að skella smá blugrass á fóninn. Tilvalið í það að nota Krauss, mjög mistæk en það góða með henni er gott og þannig er nú það. Mörgum finnst þetta efalaust vera eitthvað kántrí gaul, en í rauninni er ekki svo þessvegan heitir þetta ekki kántrý heldur bluegrass. Enn verið að framkvæma í götunni hjá okkur og steinsagir og borar gelta allan daginn liðlangann. Gengur ekkert sérstaklega vel hjá Svönku að skrifa í þessum hávaða og látum þannig að það var eins gott að hún komst vel áfram í sveitinn við skrif. Svo er alveg að fara að renna upp mánuðurinn sem við flytjum í okkar eigin húsnæði. Það verður alveg frábært að flytja í sitt, get vart beðið að það gerist, verður alveg grámagnað!!

Monday, July 26, 2004

Frívikan búin

Jæja þá er sumarfrísvikann búin að sinni. Djöfull var þetta magnað að komast aðeins í smá frí og vera ekki að gera neitt í eina viku. Það er vera ekki að gera neitt vinnutengt og ekki að vera með samviskubit yfir að vera ekki að læra að skrifa lokaverrkefni eða eitthvað svoleiðis bull. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ég hef farið í smá sumarfrí og ekki verið með eitthað á bakinu alltan tíman. Í fyrra áttum við einar tvær vikur eða þrjár eftir að ég skilaði lokaverkefninu,en þá þurfti að undirbúa vörnina, ganga frá sínum málum í danmörku, pakka og flytja þannig að það varð ekkert frí þegar upp var staðið! Þetta hefur því verið snillidin ein. Verst að Svanhildur er búinn að vera mest að skrifa sitt lokaverkefni en við fundum nú tíma inn á milli til að gera eitthvað skemmtilegt. Þess á milli vorum við Ástþór Örn að leika okkur í sandkassanum sem ég smíðaði fyrir hann í sveitinni og keira dráttarvélina og hjálpa Ástþóri eldri við að smíða hesta gerði. Maður hefur verið að koma inn upp úr ellefu á kvöldin þegar vinnudeginum í sveitinni líkur, sæll og kátur og beint í ölið. Hvað villmaður hafa það betra já og 21°C í forsælu á sólarríkum dögum, snilllllld!!!

Friday, July 16, 2004

Síðasti dagur fyrir frí

Jæja þá er það síðasti dagurinn fyrir "sumarfríið mitt". Stefnan er að bruna vestur og dvelja þar í nokkra daga svo að Svanhildur geti haldið áfram að skrifa B.A. ritgerðina sína. Við Ástþór Örn ætlum hinsvegar bara að fara og hafa það gott í sveitinni. Fara út að moka og djöflast og hafa það sem allra best. En þangað til verður maður að harka af sér síðasta daginni í vinnunni í bili! Hurrey fyrir því!!

Thursday, July 15, 2004

Sumarfrísdagar

Þá er það ákveðið og frágegnið að ég verð í sumarfrí í næstu viku no matter what!! Djöfull hlakka ég til verð ég að segja að ná níu dögum í beit í frí, það verður ótrúlegt helv!! Þarf því núna að vera duglegur að klára það sem liggur á, er nokkuð viss um að ná því! Magnað með sumarfrísdagana mig vantaði upp á maí, júní, júlí, ágúst, og hálfan september og á þá ekki nema 117klst í sumarfrí sem eru 15 vinnudagar!!! Verður svo maganð næsta ár að eiga 24 daga, verður algert æði hreint út sagt. Svo þegar maður verður 32ja ára fær maður svo extra tvo eða fjóra frídaga!! Alltaf að græða á ellinni, áður en maður veit af verður maður kominn með afslátt í strætó!!!!

Wednesday, July 14, 2004

Vikan í tvennt

Þá er vikan hálfnuð og er það vel. Nánast engir í vinnunni þessa daga nema ég og nokkri aðrir og það er í raun ekki afkastakvetjandi. Ætla sem C að taka mér frí næstu viku og ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að gera slíkt það verður bara að segjast! Er að reyna að klára af mér verk sem eru komin á tíma og er að vona að það náist á föstudag, C ekkert því til fyrirstöðu og þá er ég farinn næstu níu dagana!! Nauðsynlegt að komast frá um sumar og hlaða batteríin og safna siðferðisþreki, þetta snýst jú allt saman um það er það ekki! Búið að grafa götuna okkar gersamlega í sundur og er verið að skifta um lagnir, en á meðan er ekki gott um vik að finna bílastæði og þau fáu eru þröng og leiðinleg plús það að hávaðinn af steinsögum og höggborvélum er að verða nógur að sinni!

Tuesday, July 13, 2004

Þriðjudagsblogg

Núna er þriðjudagsblogg og er það aðallega af því að það er þriðjudagur sem að það er þriðjudagsablogg! Hvernig líst ykkur á þessa setningu hér að ofan? Skrítið hvað maður nennir ekki að vinna á sumrin, finnst eins og ég sé ekki að skrifa um neitt annað en það að ég nenni ekki að vinna en það er sennilega vegna þess að ég nenni ekki að vinna! Það á að loka öllum fyrirtækjum nema verslunum og börum á sumrin og hafa þriggja mánaða sumrarfrí! Tel ég þessa hugmynd hina albestu og í raun bara spurning um að koma henni í framkvæmd. Það þarf bara að viðra þetta við Davíð og hann er svo geðsjúkur þessa dagana að hann væri vís með að nauðga þessu í gegnum þingið!!!

Monday, July 12, 2004

Veiði snilld


Eins og sjá má á myndinni var helgin alveg snilld. Skruppum á Snæfellsnesið og þegar þangað var komið frétti ég að það hafði losna stöng í veiðiholli hjá tengdapabba og ég komst því í veiði á laugardagsmorgun. Setti strax í lax og glímdi við hann um stund og var að draga hann á land, var svona tvo metra frá honum við bakkann þegar hann ákvað að nú væri nóg komið og bað mig vel að lifa og kvaddi að sinni! Tengdapabbi fékk svo einn á sama stað skömmu síðar og kom sá á land. Við færðum okkur svo neðar í ána en urðum ekki varir þar en á leiðinni uppefir prufuðum við staðinn þar sem fyrri laxinn fékkst og seti ég þá í annan og að þessu sinni kom hann upp. Var því maríulaxinn minn kominn á land við geypilegan fögnuð minn. Maður þarf svo að bíta af honum uggann eins og lög gera ráð fyrir. Laxin reyndist vera 5 pund og 65cm. Svo skruppum við Svanhildur í sundlaugina í Stykkishólmi og fórum í sund með Ástþór Örn í fyrsta skipti á ævi hans og var það skemmtun hin mesta, nema kappinn tapaði sér þegar það átti að fara í sturtu með einhverju ókunnugu liði. Góður matur snæddur og vín drukkið og svo í gær skruppum við tengdapabbi í langan og fínan reiðtúr í sólinni upp með á og inn á dal. Sem C uppskrift að frábærri helgi!

Ugginn bitinn af maríulaxinum, ótrúlega seigt í þessum uggum!!! Posted by Hello Posted by Hello

Friday, July 09, 2004

Vinnupirringsblogg

Jæja þá er komin helgi. Planið hafði verið að taka sér frí í næstu viku og ná þannig tveimur helgum og viku eða níu dögum í frí í beit. En ég þarf að ná að skila drasli af mér sem aðrar verkfræði stofur eru farna að bíða eftir og hann hljóðdeyfilagnir og þennslureikna þær þar sem smiðirnir eru farnir að bíða eftri þeim!!! Því frestast þetta frábæra plan mitt um eina viku, það er að taka sér níu daga frí! Ef að heldur svona áfram í vinnunni fer maður nú að fá ómissandi komplex sem er skelfilegt fyrir bæri og í raun vírus á allt líf utan vinnu. Svoleiðis komplexar leiða til óhóflegrar yfirvinnu og frítímarnir fara í að hvíla sig og safna kröfum fyrir komandi vinnutörn!!! Ef að einhver sér þess merki að ég sé að fara út í svoleiðis fíflagang þá vinsamlegst stöðvið mig!!!
En núna er ég farinn í sveitina!!!

Thursday, July 08, 2004

Placebo tónleikarnir

Þá er Placebó tónleikunum lokið og vóóóóóóóóóó!!! Ég var búinn að heira að þeir væru frábærir á tónleikum og bjóst því við þeim mjög góðum, en ég verð að segja að þetta fór langt fram úr mínum væntingum sem þó voru tölverðar. Þvílík snilld þetta kvöld var, lagaval frábært og flutningur framúrskarandi og mikið stuð á sviðinu, djöfulgangur og læti af bestu gerð. Eina sem að vantaði var að þeir tækju lagið I know, sem er þvílíkt afburðarlaga, en það svo sem fyrirgeftst þar sem þau lög sem þeir tóku voru lítið síðri! Þetta var sem sé snilld x 4 og eftir að hafa sé þessa tónleika er ég bara ekkert fúll yfir að hafa misst af Metallica. Svo var ég heima fram að hádegi í morgun, Svanhildur þurfti að skreppa á bókasafnið og ég var því með gaurinn. Skruppum í hjólatúr, spiluðum á gítar og létum öllum illum látum og höfðum hina mestu skemmtun að! En núna þarf að vinna upp þessa töpuðu fjóra tíma í morgun og gott betur!!!!

Wednesday, July 07, 2004

Placebo

Þá eru það tónleikarnir í kvöld, verður magnaður fjári nokkuð klár á því. Var í vinnunni til 6 í gær, hef ekki verið svo lengi í langan tíma, nenni bara ekki að vinna yfirvinnu núna enda sumar og ekki ástæða til þess að vera að slíta sér út á skrifstofunni. Nógur tími á veturnar til þessa að ná sér í smá extra aur, sumurin á að nota í annað það er mín skoðun og eins og svo oft áður sú rétta! Annars þá fékk ég mér annan skjá í vinnunni í gær og er núna með tvo skjái tengda við tölvuna almagnað fyrirbæri það, maður getur notað annan skjáinn sem aðal og hinn til að henda ýmisskonar drasli á, nú eða verið með tvö wordskjöl uppi við eða eitthvað í þeim dúrnum. Þetta er klárt nördismi að mínu skapi!!

Tuesday, July 06, 2004

Andlaust þriðjudagsblogg

Áfram áfram bílstjóri eða áfram áfram vikan þitt er valið! Það er alveg eins og ég átti von á því að núna er maður drullu fúll yfir að hafa ekki eitt peningum á Málmsleikjuna (Metallica) en það var ekki gert og því er ekki almenn gleði með það núna. Hlusta bara á lyfleysuna og hita upp fyrir tónleikana á morgunn, verð ekki leiðinlegt að berja þá augnum strákana þó svo þetta sé allt kolöfugt og tvíkynhneigt í bland þá er tónlistinn ekki verri fyrir bragðið. Einhverra hluta vegna á ég disk með Pat Benatar inni á tölvunni minni og einhverra annara hluta vegna hlustaði ég á hann í gær! Hvað var að gerast með tónlist upp úr 1980 það var bara rusl í gangi á þessum árum poppið er vond tónlist og pop rokkið hennar Pat ekki mikið skárra. Ekki það að hvað mun fólk segja um þessi helvítis smáhommabönd, westlife, boyzone og þessi stelpnabönd þegar fram líða stundir. Þetta er náttúrulega ógeðsleg tónlist stíluð inn á 12 ára stelpur, hvernig er það er það endalaus markaður þessar fjandans 12ára stelpur. Þetta drasl er spilað í útvarpi svo eðlilegt fólk neysist til að hlíða á þennan viðbjóð sé maður ekki í seilingar fjarlægð við útvarp til að geta slökkt! Hvað er svo með þetta nýja smá homma band sem var verið að setja saman hérna heima, Iceguys hvað er þetta klént og hallærislegt nafn, er þessi hljómsveit örugglega ekki grín. Ég er svo gersamlega steinbit!

Monday, July 05, 2004

Jæja þá er hafin ný vika það er bara þannig! Áttum hina bestu helgi, skruppum í brúðkaup hjónin og tengdapabbi og Ástþór Örn fór í pössun til Þórdísar systur og það vildi svo vel til að Affí systir var þar líka og voru þær með hann úti í eina þrjá tíma á laugardaginn því ekki vildi piltur una sér inni í bæ! Brúðkaupið gekk fínt og var hin besta skemmtun, en þarna var æsku vinur Svanhildar að gifta sig. Svo elduðuð þau feðginin svaka flottan teriaki kjúkling og steikt grænmeti á austurlensa vísu í gær það var glæsileg máltíð svona rétt fyrir úrslitaleik EM í gær sem reyndist hreint með ólíkindum eins og flestum ætti að vera ljóst! Svo var ég andvaka í gersamlega alla nótt einhverra hluta vegna og er því eins og zombie hérna í dag! Húrra verður sem c semmtilegur dagur í dag.
Já og það er verið að endurnýja lagnir í götunni hjá okkur og það tókst ekki betur til en að símakapallinn í botnlanganum var tekinn í sundur á föstudaginn og þar við situr, enn síma og internet laust í kofanum hjá okkur. Var reyndar ágætt að vera ekki að eyða tíma á netinum um þessa helgi maður er mun háðari þessu en maður heldur!!

Friday, July 02, 2004

Föstudagur að endingu
Þá er loksins kominn föstudagur. Loksins. Ég var alveg með það á hreinu að í gær væri föstudagur, svo ég ætlaði að vinna til 3 til að uppfylla vinnukvótann þann daginn. Heirði svo í Svönku svona hálf þrjú og sagðist vera búinn um þrjú, hún rak þá upp stór augu (sá reyndar ekki augun í henni þar sem um símtal var að ræða, en ímynda mér að þau hafi verið stór) og benti mér á að það væri fimmtudagur! Þvílík vonbrigði þurfti að hanga til 17 og var nánast allur af hreinskærum leiðindum og almennri sjálfsvorkunn yfir því að komast ekki fyrr heim! Annars setti ég hjólin okkar í klössun í gær og fékk til baka, 9500kr fátækari en með hjól í toppstandi. Svo nú er ekkert því til fyrirstöðu að hjólin fái að standa í toppstandi úti í garði!

Thursday, July 01, 2004

Jæja þá er þessi vika farinn að styttast heldur í annan endan. Merkilegt að vikur styttst bara í afturendan en ekki framendan, það er í raun alveg týpískt þar sem maður vill hafa vikurnar á síðari skipunum en ekki þeim fyrri að þær styttist ekki í fyrri endan! Svo duttu Hollendingar út í EURO2004 í gær, altaf gaman að sjá Grút fan Nistilógeð tapa, gleður alltaf mitt gamla hjarta að sjá slíkt, gaman hvað þeir voru duglegir að tapa ManU menn í fyrra, það var fallega gert. Þetta er alveg ótrúlega óheiðarlegt kvikindi þessi maður, ef það er eitthvað umdeilt atvik skal hann alltaf standa þar með sitt ljóta fés og vera hvatmaður að því. Sbr. í leiknum í gær þegar hann náði ekki til boltans fann hann sig knúinn til að sparka í markmanninn í fólsku, týpískur drullubesevi! En annars er planið að hafa náðuga helgi hvar sem það kemur til með að vera, jafnvel fá sér kippu af köldu öli og hver veit nema að grill verði haft um hönd, en samt ekki hönd í grilli!!!

Wednesday, June 30, 2004

UPDATE

Þar sem ég hef alltaf haldið því fram að til að vera leikmaður hjá ManU þurfi menn að vera þroskaheft fífl með núll í greindarvísitölu og þessir leikmenn eru alltaf að sanna þessa kenningu mína aftur og aftur. Því finn ég mig knúinn til að setja þetta gullkorn hans David Beckhams inn á síðuna mína, málflutningi mínum til stuðnings!!

Tekið úr viðtali við David Beckham

Reporter: Was Wayne Rooney disappointed to lose his youngest goalscorer
record on Monday?

David Beckham: No, it'll just make him even more determined to get it
back against Portugal.

Þar hafið þið það!!!!
Almenn sifja

Veit ekki hver djöfullinn þetta er en ég er svo sifjaður á morgnana þessar vikurnar að það nær ekki neinu tali. Vakna og slekk á klukkunni og steinsofna svo aftur í hálftíma til klukkutíma! Var sprottin upp eins og gormur í vetur þegar dimmt var úti og kalt en þegar allt er bjart og hlítt úti þá liggur maður eins og skata og má sig hvergi hræra. Hvað er með það? var sofnaður fyrir hálf tólf í gær og samt nær dauða en lífi í upp úr sjö í morgunn! Skrítið mál þetta sem þarfnast raksóknar að minni hálfu!

Tuesday, June 29, 2004

Vikan líður út um eyja sund!

Talandi um það það er allt of langt síðan að ég hef farið í sund! Mein hollur fjári að drífa sig í laugarnar, maður gerir allt of lítið af því. Spurning um að fara að fara að vakna fyrr og drífa sig í sund áður en maður mætir í vinnu. Málið er bara það að maður er svo þreyttur alltaf núna á morgnanna að það er engin afgangs orka til að drífa sig af stað, en ef maður myndi drullast á lappir í svona viku og fara í sund þá kæmi þessi umfram orka nú sennilega af sjálfum sér!! Annars segir fátt af einum og jafnvel þremur en ekkert slæmt á meðan!

Monday, June 28, 2004

Ný vinnuvika

Þá er það ný vinnuvika, ótrúlega sorglegt að vakna upp á mánudagsmorgnum og þurfa að starta nýrri vinnuviku. Átti hina ágætustu helgi nema náttúrulega að restin af mínum liðum er dottin út úr EM þannig að það eru bara einhver hommalið eftir! En svona er þetta kanski er tími hommana kominn hver veit! Átum þetta fína entrekót (ekki gerð tilraun til að skrifa rétt) um helgina og var það vel, alltaf ágætt hjá þeim krökkunum í Gallerí kjöt. Annars einkenndist helgin aðalega af áti, bláber sykur og rjómi, ís í fleirgang kjúklingréttur af betrigerðinni og til að trappa sig niður eftir helgina hakk og spaketí! Það er svo skrítið með það að það að borða er stórkostlega vanmetið en þó metið að miklu!

Friday, June 25, 2004

Nú er föstudagur og er það vel. Í raun er það ótrúlega vel. Ég er hálf skúffaður eftir að portugölsku pissidúkkurnar komust áfram á kostnað Englendinga í gær sérstaklega þar sem fullkomlega löglegt mark var dæmt af Englendingum í lok venjulegs leiktíma. Þetta gerðist reyndar líka á móti Argentínumönnum á HM um árið að Sol Campell skoraði mark sem var dæmt af í lokinn. Meira að segja veðbankar á Englandi ætla að greiða þeim út sem veðjuðu á að Campell myndi skora í leiknum þannig að þetta er frekar augljóslega rangur dómur hjá honum Urs Maier! Þess vegna skrapp ég á heimasíðuna hans og sendi honum línu þar sem ég sakaði hann um mútuþægni, ótrúlegt hvað svona smá skítabombur geta látið manni líða vel!!! Annars gott fólk, góða helgi og látið ekki plata ykkur í vinnu um helgina, það er nú einu sinni sumar og þar sem sólin skín ekki nema svona sjö daga á ári á íslandi þá þarf að nýta þá vel!!!

Thursday, June 24, 2004

Almennur vinnuleiði í sumarsólinni

Það vill nú svo skemmtilega til um þessar mundir að ég bara nenni alls ekki að vinna, er algjörlega gersamlega svakalega ekki að nenna að fremja þá iðju. Og þó er ég ekki iðjuþjálfi! Var t.d. ekki nema 7 tíma í vinnunni í gær og þá var nóg komið. Fór reyndar í leiðangur og keypti prentara þar sem sá gamli gaf upp endurnar fyrir nokkrum vikum. Er búinn að vera að spá og spekulera um hríð núna. Ætlaði að hætta í Canon, prófa eitthvað annað jafnvel brjóta prinsip mitt og fá mér Epson og fór að ransaka þá, leist svo sem vel á prentarna en rekstrarkostnaður á þessu er frá helvíti, einhver 15ml hylki á yfir 3000kr í svörtu!! Fór því næst að kíkja á HP og var orðinn ákveðinn í að fá mér slíkt en eins og áður fór ég og kíkti á rekstrarkostnaðinn og á photo prenturunum frá HP er rekstrarkostaðurinn algert rugl. Þriggja lita hylki 17ml á 3600kr. Svona í samanburði þá er HP með önnur hylki sem eru ekki í myndaprentarana 32ml á 3500kr!!! Þannig að ég valdi en að nýju Canon, núna I865, þar er svart 17ml hylki á 1095kr!! og hver litur seldur stakur. Þetta er einfaldlega mun hagkvæmari prentari!

Wednesday, June 23, 2004

Nú er sól og sumar í sinni enda dreif ég mig heim úr vinnu klukkan 4 í gær, á mínótunni sem að vinnudeginum lauk hjá mér. Vinnulega séð þyrfti ég að vera að vinna mun meira en andlega hliðinn kemur í veg fyrir það hjá mér. Það eru heldur ekki svo margir góðviðrisdagar á þessu skeri að maður vilji vera að eyða þeim í eitthvað yfirvinnubull, virkar ekki svoleiðis. Grilluðum okkur þessar fínu pylsur í gær, svanka græjaði karftöflusallat og alles þannig að nú er búið að dusta rykið af grillinu og það því klárt í frekari sérverkefni. Græjaði líka hjólið hennar svönku í gær, skipti um hnakk og dældi í dekk og keypti hjálm á Ástþór Örn þannig að við feðgarnir skruppum í smá hjólatúr í gær. Ég hafði ekki stigið á hjól síðan í danmörku og ég flutti þaðan í ágúst í fyrra!!!!! Þessu skal ráðinn bót á, hjólið mitt fer í klössun þann 1.sta júlí og eftir það er það bara fun and games!