Thursday, July 24, 2003

Þá er það dagur 24 í júlí. Það þýðir að ég á að skila verkefninu mínu eftir viku. Það er stutt. Var loksins að fá smá break through, fékk þetta helvítis forrit mitt til að virka eins og ég vill. Þannig að nú þarf bara að skella því af stað og sjá hverju það skilar. Er búinn að skrifa fyrripart skýrslunar, vantar bara results og conclutions, ekki svo mikið það :-) En þetta er gerlegt að klára á tíma, aðal málið er að ég er gersamlega búinn að fá skituna fyrir þessu verkefni. Held að mér líði eins og Torfa var farið að líða undir það síðasta í sínu námi. Leiðindin eru alger, ALGER. Diddi bróðir er búinn að vera duglegur að bjalla í mig,ég er bara alltaf niðursokkinn í einhverjar pælingar þegar hann hringir þannig að ég er efa laust mjög fjarlægur í símann, það er ekki meininginn svona bara er þetta allt samam. Maður er byrjaður að ítra í svefni þannig að geðveiki er ekki langt undan, verð að fara að klára þetta. Mundi var í Köben um helgina, þagnar aldrei síminn hjá manni þegar Mundi lítur í bæinn.......! (Ps hann er 22 82 90 19) :-)
Lifið heil eða í það minnsta 3/4 heil.


Monday, July 21, 2003

Þá er 10 daga múrinn rofinn. Er gersamlega að bilast á þessu verkefni. Er kominn í stuðið "bara klára þetta og fá 6" en það þýðir víst ekkert að hugsa svona maður verður að reyna að fá ágæta einkunn fyrir þetta. Fór til læknis í dag, er með vöðvabólgu á einhverju biluðu stigi. Mjög óþægilegur stóll sem ég er á hérna upp í skóla og rúmið mitt er ekkert frábært heldur. Er orðinn svo stífur maður er með kjálkan samanbitinn allan daginn og hausinn að klofna. Það hjálpar ekki beint til þegar maður þarf að sitja við allan sólarhringinn.....!!!! Núna er bara að drífa sig í sund og gera æfingar, þýðir ekkert væl. En nóg um það.