Friday, July 02, 2004

Föstudagur að endingu
Þá er loksins kominn föstudagur. Loksins. Ég var alveg með það á hreinu að í gær væri föstudagur, svo ég ætlaði að vinna til 3 til að uppfylla vinnukvótann þann daginn. Heirði svo í Svönku svona hálf þrjú og sagðist vera búinn um þrjú, hún rak þá upp stór augu (sá reyndar ekki augun í henni þar sem um símtal var að ræða, en ímynda mér að þau hafi verið stór) og benti mér á að það væri fimmtudagur! Þvílík vonbrigði þurfti að hanga til 17 og var nánast allur af hreinskærum leiðindum og almennri sjálfsvorkunn yfir því að komast ekki fyrr heim! Annars setti ég hjólin okkar í klössun í gær og fékk til baka, 9500kr fátækari en með hjól í toppstandi. Svo nú er ekkert því til fyrirstöðu að hjólin fái að standa í toppstandi úti í garði!

Thursday, July 01, 2004

Jæja þá er þessi vika farinn að styttast heldur í annan endan. Merkilegt að vikur styttst bara í afturendan en ekki framendan, það er í raun alveg týpískt þar sem maður vill hafa vikurnar á síðari skipunum en ekki þeim fyrri að þær styttist ekki í fyrri endan! Svo duttu Hollendingar út í EURO2004 í gær, altaf gaman að sjá Grút fan Nistilógeð tapa, gleður alltaf mitt gamla hjarta að sjá slíkt, gaman hvað þeir voru duglegir að tapa ManU menn í fyrra, það var fallega gert. Þetta er alveg ótrúlega óheiðarlegt kvikindi þessi maður, ef það er eitthvað umdeilt atvik skal hann alltaf standa þar með sitt ljóta fés og vera hvatmaður að því. Sbr. í leiknum í gær þegar hann náði ekki til boltans fann hann sig knúinn til að sparka í markmanninn í fólsku, týpískur drullubesevi! En annars er planið að hafa náðuga helgi hvar sem það kemur til með að vera, jafnvel fá sér kippu af köldu öli og hver veit nema að grill verði haft um hönd, en samt ekki hönd í grilli!!!

Wednesday, June 30, 2004

UPDATE

Þar sem ég hef alltaf haldið því fram að til að vera leikmaður hjá ManU þurfi menn að vera þroskaheft fífl með núll í greindarvísitölu og þessir leikmenn eru alltaf að sanna þessa kenningu mína aftur og aftur. Því finn ég mig knúinn til að setja þetta gullkorn hans David Beckhams inn á síðuna mína, málflutningi mínum til stuðnings!!

Tekið úr viðtali við David Beckham

Reporter: Was Wayne Rooney disappointed to lose his youngest goalscorer
record on Monday?

David Beckham: No, it'll just make him even more determined to get it
back against Portugal.

Þar hafið þið það!!!!
Almenn sifja

Veit ekki hver djöfullinn þetta er en ég er svo sifjaður á morgnana þessar vikurnar að það nær ekki neinu tali. Vakna og slekk á klukkunni og steinsofna svo aftur í hálftíma til klukkutíma! Var sprottin upp eins og gormur í vetur þegar dimmt var úti og kalt en þegar allt er bjart og hlítt úti þá liggur maður eins og skata og má sig hvergi hræra. Hvað er með það? var sofnaður fyrir hálf tólf í gær og samt nær dauða en lífi í upp úr sjö í morgunn! Skrítið mál þetta sem þarfnast raksóknar að minni hálfu!

Tuesday, June 29, 2004

Vikan líður út um eyja sund!

Talandi um það það er allt of langt síðan að ég hef farið í sund! Mein hollur fjári að drífa sig í laugarnar, maður gerir allt of lítið af því. Spurning um að fara að fara að vakna fyrr og drífa sig í sund áður en maður mætir í vinnu. Málið er bara það að maður er svo þreyttur alltaf núna á morgnanna að það er engin afgangs orka til að drífa sig af stað, en ef maður myndi drullast á lappir í svona viku og fara í sund þá kæmi þessi umfram orka nú sennilega af sjálfum sér!! Annars segir fátt af einum og jafnvel þremur en ekkert slæmt á meðan!

Monday, June 28, 2004

Ný vinnuvika

Þá er það ný vinnuvika, ótrúlega sorglegt að vakna upp á mánudagsmorgnum og þurfa að starta nýrri vinnuviku. Átti hina ágætustu helgi nema náttúrulega að restin af mínum liðum er dottin út úr EM þannig að það eru bara einhver hommalið eftir! En svona er þetta kanski er tími hommana kominn hver veit! Átum þetta fína entrekót (ekki gerð tilraun til að skrifa rétt) um helgina og var það vel, alltaf ágætt hjá þeim krökkunum í Gallerí kjöt. Annars einkenndist helgin aðalega af áti, bláber sykur og rjómi, ís í fleirgang kjúklingréttur af betrigerðinni og til að trappa sig niður eftir helgina hakk og spaketí! Það er svo skrítið með það að það að borða er stórkostlega vanmetið en þó metið að miklu!