Friday, October 08, 2004

Að tapa mér



Jamm maður leyfir sér að verða veikur um stund og þegar maður kemur aftur til vinnu skal það tryggt að maður fái nú ekki að ná sér í ró og næði. Neibb það er búið að vera alveg spastíkst álag á mér í gær og dag og ég sé enganvegin fram úr augunum. Í ofanálag er maður enn hálf slappur og vinnuafköstin því ekki eins öflug og maður vildi. En nú er bara að bíta í skjaldarrendur og bölva í hljóði því eins og fram hjá engum hefur farið er jú fokking föstudagur í dag og spurning um að fara að chilla í kribbunni eins og amerískt lástéttafólk sem telur sig vera hipp gæti hugsanlega orðað það!

Thursday, October 07, 2004

Veikindi



Jamm þá eru það veikinda fréttir. Ég fór lasinn heim á þriðjudag og var að jafna mig í gær, í nótt veiktist svo Svanhildur og er hún eins og ég búin að vera að æla lifrum og lungum í fleirgang. Svo var hringt í mig í vinnuna í dag og þá var það dagmamman og Ástþór Örn var orðin lasinn. Þau liggja því hér sjúk saman mæðginin og ég kom heim úr vinnunni til að sjá um liðið. Jamm svona er að búa á lítili eyju þar sem tryggt er að maður kemst í snertingu við allar umgangspestir sem á ferðinni eru!!!

Monday, October 04, 2004

Október eða krækiber



Stundum eru helgar og stundum eru ekki helgar og er það til dæmis núna. Núna er ekki helgi og er það miður. Núna er ekki eins sinni mánðurinn miður, það er líka miður. Jamm helginni lokið og reyndist hún hin ágætasta í kópavoginum. Búið að henda upp gardínum í eldhúsið og hillu í svefnherbergið þannig að núna kemmst prenntarinn fyrir. Uppsettum snögum fjölgar og kössum á gólfum fækkar. Diddi og fjölskilda kíktu á föstudaginn í pizzu og íbúðar ákíkk það var gaman að fá smá heimsókn. Ástþór Örn taldi sig nú alveg jafningja eldri frænda sinna og var í miklu stuði. En núna er sælan búinn og vinnan bíður manns með bros á vör!!!