Friday, December 10, 2004

Maraþon lestur!



Jamm sá littli var ekki alveg á þeim buxunum að sofna í gærkveldi. Held að ég hafi lesið fyrir hann í góða klukkustund áðurn en björninn var allur. fór meira að segja óvenju seint í rúmið í gær þannig að hann var loks að sofna þegar klukkan var orðin 10. Ekki mikið eftir af kveldinu til að gera eitthvað að viti þá þar sem ég er að reyna að mæta um sjö í vinnuna þessa daga svo að ég komist fyrir heim svo Svahildur fái smá frið til að læra. Það eina sem maður getur gert eftir svona daga er að fá sér bara eitt glas af gin og tónik og eina sneið af lime og þá er maður góður!!

Thursday, December 09, 2004

Laufabrauð



Jamm í gær var gert laufabrauð á mínu heimili. Tengdaforeldrarnir mættu og skorið var út um stund og kökurnar svo steiktar. Reyndist hið besta laufabrauð eins og við var að búast. Jamm, við öll í þjóðlegu hefðunum þetta árið, slátur og laufabrauð, synd að við eigum ekki taðreikingarkofa þá hefði maður gert hangikjöt sjálfur :-) En svo er enn eftir að gera konfekt það myndi ég telja mikla verðingu, slíta upp nokkur kíló af hökkuðum möndlum meðhöndlaðar á sérstaka vísu og kallaðar marsípan á eftir. Jamm en það verður nú sennilega ekki farið í það fyrr en frúin á heimilinu verður búin í prófum. Verður nokkuð stíf törn hjá henni fram að prófi og ég verð með littla manninn á meðan. Já svona líður tíminn, búmm og það eru kominn jól!

Wednesday, December 08, 2004

16 liða úrslit



Jamm mínir menn komust með glans inn í 16 liða úrslit í mestaradeildinni í gær, unnu riðilinn og alles. Jamm skrapp á players í gær og kíkti á seinni hálfleikinn á leiknum þar sem ég er ekki með sýn lengur ;-) Jamm fengum okkur fjölvarpið í staðinn og lækkuðum með því reikinginn aðeins í leiðinni. Ekkert varið í sýn eftir að enskiboltinn fór þaðan. Jamm Svo er maður að skrifa skýrslu á ensku núna, hef ekki gert slíkt síðan í danmörku og aðeins farinn að ryðga en ekki svo, er fljótt að koma til baka.

Tuesday, December 07, 2004

Rólegheit



Jamm það eru rólegheit núna miðað við undanfarnar vikur og ég verð að segja að ég kann því vel. Kannski ekkert svo rólegt miðað við eðlilega vinnustaði en mjög rólegt miðað við undanfarnar vikur!! Búinn að taka til á borðinu mínu og setja öll gögn í möppur og núna glansar á allt hjá mér, almagnað það enda ekki seinna vænna en að gera jólahreingerninguna!!! Skruppum í gerðið langa í gær og þar var verið að líma saman og skreita piparkökuhús og ég fór að tíma til drasl af kvistinum sem við áttum enn eftir að fara með heim. Minnkar alltaf draslið sem við eigum þar en er þó smá eftir enn. Ástþór Örn svaf aðra nótt án þess að rumska núna og er það vel, ágætt að hann er ekki fullur af kvefi núna sem var alltaf að vekja hann upp! En núna er best að fara að þýða 42bls skjal á ensku þar sem skiljurnar mínar verða smíðaðar í útlöndum!

Monday, December 06, 2004

Þá er útboðið komið út



Jamm þá er útboðið komið út og ég ekkert smá feginn að vera ekki með þetta hangandi yfir mér lengur. Stefni að því að vinna ekki nema til 16 í dag og fara heim að slappa af. Jamm var heima í gær með syninum þar sem Svanhildur var að vinna í ritgerðinni sinni í gær af miklum dugnaði. Var alveg ótrúlega magnað að fara ekki í vinnu í gær, klárt tilfinning sem mætti venjast. Svo er maður bara andlaus í dag og veit ekki hvað maður á af sér að gera og á slíkum dögum er best að taka bara saman hönnunina sína og setja í möppur og ganga frá þessum stöflum á borðinu hjá sér. Ef maður gerir þetta ekki strax eftir útboð þá gerir maður þetta ekki sem er mjög slæmt. En núna er ég kominn í andlegt jólafrí og er það vel. Ástþór svaf í einum dúr til hálf átta í morgun þannig að hann var sofandi þegar ég fór í vinnuna, rumskaði ekki alla nóttina sem er ólýsanlega frábært, vakar oft svona einusinni á nóttu en ekki núna. Sem C tilveran bara sól og suðandi englar í dag!

Sunday, December 05, 2004

Loksins frí



Jamm búið að vera vægast sagt fáránlega mikið að gera hjá mér undanfarið. Er búinn að vera að reyna að koma húsbyggingarútboðið fyrir Hellisheiðarvirkjun í geng, það er klára minn part í loftræstikerfa hönnun og svo erum við með samhæfigu á öllum köflum og magntöluskrám frá öllum hönnuðum og það er ekki lítið magn að því.Úff einar 500 teikingar eða svo og álíka margar blaðsíður í lensningu. Náði því á fyrstu fjórum dögum þessa mánaðar að komast í 20 yfirvinnutíma!! Það er full mikið fyir minn smekk!! Var julefrøkost í vinnunni á föstudagskvöld og maður nánast hljóp úr vinnu til að fara að drekka brennivín einungis til þess að mæta senmma næsta dags aftur í vinnuna og halda áfram. Jamm það var dagurinn frá helvíti í gær, þunnur og vitlaus og að berjast við uppsetningu á mjög stóru wordskjali og ganga frá reikngum!! Mæli ekki með því, en núna er það bara afslappesli á heimaslóðum. Ps. fékk símhringingu frá Vidda í gær frá Highbury þar sem Arsenal var að vinna Birmingham 3-0, nokkuð ljóst að Viddi hefði þurft að drífa sig þangað mun fyrr!!