Friday, October 31, 2003

Föstudagur og ég er kominn heim :-) Svanka á flakkinu og ég heima með Ástþór. Vikan var frekar lengi að líða verður að segjast en það hafðist og núna bíða manns rólegheit helgarinnar. Maður verður að finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs og mikil skilda er að borða góðan mat. Spurning um entrecotin hjá gallerí kjöt, þau koma alltaf sterk inn. Eitthvað gott verður það í öllu falli. Svo er það spuringin um að fara að skella sér í bíó, hef ekki farið í bíó síðan ég kom heim. Ég skaust oft í danmörku eftir að Ástþór var fæddur en held að það sé að verða ár síðan Svanhildur fór í bíó. Svona er þetta þegar maður er með lítin gaur upp á arminn. Það er samt alveg þess virði. (Ættir að fara að prófa þetta torfi)


Wednesday, October 29, 2003

Það eru bara tveir heilir dagar í helgina veeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiii. Er að vinna í frekar þungum hæðarlínugrunnum í nýju tölvunni minni, sú er heldur betur að taka þetta í nefið. Vann fyrir hádegi í gær verk sem gamla 733MHz vélin hefði verið tæpa tvo daga að malla á. Mikill munur, 2.6GHz 512MB 400 MHz minni, 800Mhz front side bus, Hyper-threading og allt tilheirandi, ég mjög sæll. Nú vantar mig bara svona maskínu heim og þá er þetta komið. Hef núll að segja það er bara þannig í dag.


Tuesday, October 28, 2003

Jæja þá er kominn þriðjudagur og styttist óðfluga í helgina eða kanski óðkönguló. Var þessi fína helgi um síðustu helgi, brúðkaupið okkar fór fram með sóma, ekkert klikkaði í raun. Maturinn var fínn og veilsan vel lukkuð, ég var bara mjög lukkulegur með þetta allt saman. Síðustu gestirnir fóru úr veislunni upp úr fimm þannig að það var smá jamm í restina, við Svanka náttúrulega löngu farinn heim þá. Dagurinn eftir var ekki alveg eins skemmtilegur, ég að farast úr vöðvabólgu og smíðamönnum og þurfti að vaska upp diska glös og hnífapör eftir 120 manns. Það var svo sem ekki fjör, en að mörguleiti ágætt að geta staðið og gert eitthvað braindead job í timburmönnunum. Svo þurfti ég að skuttla Hans Ole út á flugvöll á mánudagsmorgunn, mætti því í vinnuna klukkan 6:30 þegar ég var búinn að skuttla honum. Þetta þýddin náttúrulega það að ég fór í koju upp úr nýju í gærkvöldi það var alveg magnað, er samt enn þreyttur. Nú er svo bara aðeins að slappa af og reyna að ná áttum eftir þetta allt saman, ekkert stórt sem bíður manns alveg á næstunni. Búinn að vera annarsamt ár, gifting, barnseign, útskrift, flytja heim, byrja í vinnu, gifta sig aftur og nú með pompi og pragt (hvað er pomp???). Þakka öllum sem að mættu í brúðkaupið fyrir ánægjulega stund (sérstaklega þeim sem gáfu okkur gjafir :-) ) Lifið heil.