Thursday, May 19, 2005

Sígur á seinnihluta viku



Jamm það sígur á seinnihluta vikunnar, yndislegt þegar vikan er bara fjórir dagar. Skrapp til Didda bróður í gær og fékk hjá honum 6 gæsaegg sem hann kom með úr Mývatnssveit. Orðið þó nokkuð síðan að ég át svona egg, en þetta er mikil uppáhaldsfæða hjá mér. Ekki eru andareggin verri verður að segjast. Vantar alveg alvöru varp hérna í Reykjavík hvernig stendur á því!

Wednesday, May 18, 2005

Bloggat



Jamm það virðist vera svo brjálað að gera hjá öllum í bloggheiminum að það er varla uppfært hjá neinum sem maður þekkir þessa dagana, comment í 0 og því finn ég mig sérstaklega knúinn til að blogga þar sem góðar líkur eru á að enginn sé að lesa þetta spark mitt. Jamm áttum frábæra helgi fyrir vestan, eða ég mætti á laugardagskvöld en restin af familiunni á föstudag. Magnað að komast í fjárhúsin, í sauðburðinn, eitthvað sem allir hafa gott af að stunda minnst einusinni á ári. Var kominn út fyrir klukkan 8 á sunnudagsmorgun með soninn og maður fór ekki inn fyrr en um kvöldmatarleitið og svo aftur út í pottinn um kvöldið. Já það er magnað hvað það gerir manni gott að vara úti við enn ekki í stöðurafmangnsskýinu í kringum tölvuskjáninn. Já mæli með að menn skelli sér undir beran himininn öðruhvoru!