Saturday, March 27, 2004

Jæja núna er maður alveg að tapa sér, vinna á laugardegi!!! Ástþór Örn vakti okkur klukkan hálf átta í morgun og síðan erum við fjölskildan búin að rölta okkur niður í hagkaup og kaupa í matinn og taka okkur göngutúr í leiðinni. Búið að koma mikilu í verk í dag og klukkan ekki orðin eitt!!!! Svanhildur er svo að fara að læra og Ástþór Örn út í vagn þannig að það var tilvalið fyrir mig að ná mér í nokkra yfirvinnu tíma, ekki veitir af heldur að reyna að grynnka á vinnu staflanum hjá mér!!!! Megið þið eiga góða helgi!!!

Friday, March 26, 2004

Jæja maður er enn að hræra í nýja templatinu, komst að því þegar ég kom heim og sá þetta í explorer (ég nota Operu, mun betri vafari) þá voru linkar og archives neðst á síðunni en ekki til hægri eins og ég hafði styllt því upp í Operuni. Prófaði þetta í vinnuni áðan og fékk þetta neðst þar til að ég stækkaði gluggan með takkanum í horninu uppi hægramegin en þá fluttust linkarnir hægramegin á skjáinn. En Microsoft er eins og allir vita homma hugbúnaður (i.e. öfugsnúinn) sem ætti að reyna að varast í lengstu lög. Því mæli ég með því að allir kíki á Operuna (opera.com) (má líka nálgast á www.download.com) en þetta er mun skemmtilegri browser og það besta er að hann er ekki frá Microsoft og það er Íslendingur sem á þetta norska fyrirtæki sem gerir operuna. Mér finnst perónulega að ég ætti að fá sölulaun frá þeim fyrir þennan pistil. Annars þá var að opna ný Elko búð og þeir eru með á opnunartilboði DVD brennara í tölvur (Aopen) á 7800 kr sem er ekki mikið fyrir slíka græju. Spurning um að fara að fá sér svoleiðis búnað!!! En samt best að velta því smá fyrir sér þannig að þeir nái að selja þá alla upp og ég þurfi ekki að taka ákvörðun um að kaupa slíkt, geti bara orðið fúll yfir því að hafa misst af þessu :-)

Thursday, March 25, 2004

Þá er fyrri leikurinn í meistaradeildinni búinn og hann fór ekki svo illa, við skoruðum mark á útivelli þannig að Arsenal er með smá forskot fyrir seinni leikinn. Ég kíkti í afmæli til föðursystur minnar í gær, voru nokkrir ættingjar í suprice partýi, það var mjög gaman að því. Svo kíkti pabbi í heimsókn í gær og færði mér bók sem ég var að leyta að í Kolaportinu um daginn, hann hafði þá farið aftur í Kolaportið og fundið hana. Las þessa bók þegar ég var svona 14 ára og hafði mjög gaman að svo núna er að sjá hvort smekkur minn hafi breyst mikið eða hvort bókin standi enn fyrir sínu. Svo er líka orðið styttra en ekki í næsta helgarfrí og er það vel!

Wednesday, March 24, 2004

Heyriði ég var að skoða ný template í þessu blessaða bloggi og ætlaði að velja preview en valdi að einhverju óskiljanlegur orsökum use. Gamla templateið er ekki lengur í boðið og því þarf að notast við þetta í staðinn. Það þarf svo sem ekki að vera svo slæmt þetta gamla var mokljótt hvort sem er!!!
Þá er vikan að komast á þann punkt að hún er að styttast í annan endann. Það er í rauninni hið besta mál verður að segjast, þyrfti reyndar að vinna um helgina ef að vel ætti að vera en sé nú bara til hvort ég nenni því. Skruppum til Þórdísar systur í smá kaffi í gær, Ásta átti afmæli um daginn og það var haldið upp á það á sunnudaginn, við mættum ekki á sunnudag þar sem við vorum ný komin að vestann og þreytt eftir helgina, búið að hnýta tölvert í okkur fyrir að hafa ekki mætt þar. Finndið fyrirbæri fjölskyldan, þegar það verður issue að maður mætir ekki barnaafmæli þá er ekki von á góðu :-) En nóg um það, við sem sé mættum í gær og það var mjög fínt, Ástþór Örn hefur alltaf gaman að því að komast í nýjan dótastafla og skemmti sér því konunglega. Svo var það nú bara róleg stund fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi með poppkorn og alles, hvað vill maður hafa það betra???


Tuesday, March 23, 2004

Jamm Svanhildur gekk á kaupum á Pixis miðum í gær og það verður ekkert smá gamann að fara og sjá þá læf. Svo er það bara spurninginn um að ná að sitja fyrir miðum má Placebo ég ætla ekki að missa af þeim það má ljóst vera. Annars þá mallar lífið sinn vanagang, það er vinna fyrripart og heima seinnipart og er það alveg ágætt. Ástþór Örn fór í vigtun og mælingu í gær er orðin 81cm og 10,6kg, ágætt að hann er enn að þyngjast svona í ljósi þess að hann stoppar ekki allan daginn, er gersamlega á útopnu frá því að hann vaknar og þangað til hann sofnar aftur. Alveg magnað hvað svo guttar eru með hátt orkulevel, maður yrði illa þreyttur ef maður fremdi einungis brot af þessum hamagangi sem að hann er að fremja!! Annars finnst mér alveg magnað hvað veðrið er orðið styllt þessa dagana eftir rok helgarinnar, núnar er bara sól og blíða þegar maður keyrir í vinnuna á morgnana, fer svona um það bil að komast vorfílingur í mann!!!


Monday, March 22, 2004

Þá er helgin liðin en þessi fór fram í góðu yfirlæti á Snæfellsnesinu. Búið að snæða dýrindis lambakjöt og danska lifrarkæfum með tilbehør og alles. Ástþór Örn skrapp í fjárhúsin og leist ljómandi vel á þetta allt saman, hann er svo mikklu kátari með lífið í sveitinni en í borginni að það er nánast finndið að sjá muninn á barninu, það er hlegið nánast allan tímann í sveitinni. Bragð er að þá barnið finnur segir máltækið!!!!! Var reyndar alveg hífandi rok mestan part helgarinnar, það hefði nú alveg mátt sleppa því mín vegna. Svo er það bara ný vinnuvika áður en næsta helgarfrí lætur sjá sig. Er núna að hlusta á Machina II með Smashing Pumpkins, en það er plata sem var tekinn upp samhliða Machina I / The machin of god en aldrei gefinn út, aðeins 25 stykki af vínil pressuð, Billy Corgan setti svo löginn af þessari plötu inn á heimasíðuna sína til að fólk gæti downloada frítt!!!! Svona á að gera það, "Go Billy".

Bara fyrir þá sem ekki eiga slíkt þá er mér ljúft að tilkynna að við hjónin eigum miða á Pixies!!!!!!!!!