Friday, January 09, 2004

Föstudagur júhúúú. Enn á ný bardagi við koddan, ekki nema 20 mín í dag. Gengur rólega að snúa sólarhringnum við aftur eftir jóla og áramótafríin. Svo er það bara helgarfríið á eftir djö...! hlakka ég til að sofa lengur á morgunn, það verður magnaður andskoti verð ég að segja. Verkfræðinemar koma svo í vísindaferð á stofuna í dag, var verið að biðja sem flesta að vera við vinnu um fimmleytið þegar þeir koma. Það liggur náttúrulega ljóst fyrri að ég nenni ekki að vera til 17 í vinnunni í dag þannig að það er spurning um að hætta um 2-3 leitið og kíkja aðeins aftur um fimm. Alltaf gaman að sjá fólk í þessum ferðum, svona var maður og kannski örlítið verri :-)


Thursday, January 08, 2004

Vá hvað það var erfitt að vakna í morgunn. Vakanði að vanda fyrir sjö en lá svo bara í móki fram undir átta. Þetta er í fyrsta sinn í einhverja mánuði sem ég mæti í vinnuna eftir klukkan átta!!!! Þetta má ekki koma fyrir aftur!!! Annars var alveg magnað að liggja svona í móki, maður ætti að gera þetta miklu oftar, láta svolið eftir sér að lúra!! En helgin byrjar á morgun, magnaður fjári það. Elduðum íkt góðan fisk í gær, smálúðu í indversku karrý og kókosmjólk, var alveg magnaður fjári, get varla beðið eftir að það komi hádegi þannig að ég geti klárað leyfarnar af þessu. Ég er persónulega kominn með krónískt ógeð á Sóma samlokum og mun sennilega ekki leggja mér þær í munn aftur, búinn með þann fjára fyrir líftstíð það er bara þannig. Pylsurnar koma reyndar alltaf sterkar inn, held að það sé ekki hægt að fá leið á þeim, veit ekki hver fjandinn það er með pylsur, það má alltaf éta þær þegar maður er svangur. Sama með góðan borgara, fínt í hádeginu að skreppa á gamla vestið (Old West) hérna við hliðina á vinnunni minni og slíta í sig bogga með osti og frönskum og kokteil unnan úr majó frá vini okkar allra Gunnari Majonesi.


Wednesday, January 07, 2004

Vikan hálfnuð, verð að segja að það var tölverður bardagi við koddann í morgun. Var eitthvað svo kuldalegt úti og þvílíkt heitt undir sænginni minni, var bara ekki að nenna á fætur enda mætti ég ekki fyrr en hálf átta í morgun. Maður er eiginlega farinn að sjá helgarfríið í hyllingum, fá að sofa aðeins. Hef komist að því að maður ætti í raun alltaf að vera í fríi, launuð það er. Spurning um að fara að vinna einhverjar ruglaðar summur í happdrætti og leggjast í frí í nokkur ár. En í öllu falli þá er ég ekki að nenna að vinna þessa vikuna, það er bara þannig!!!


Tuesday, January 06, 2004

Ekki nema fjórir dagar eftir af þessari vinnuviku. Steingleymdi í gær að dissa nýársmynd ríkissjónvarpsins. Sá einhver Openberun Hannesar??? Hvað er í haus! Þetta var mest óspennandi og leiðinlegasta mynd sem sýnd hefur verið á öldunum í langan tíma. Illa leikin, leiðinleg saga og bara furðulegt verk. Svo er þetta helvíti í bíó núna að mér skilst. Hvað er með það? Sýna mynd í sjónvarpi og fara svo með hana í bíó. Er þetta ekki eitthvað rugluð aðgerða röð. Ég hef svo sem aldrei haldið því fram að Hrafn Gunnlaugsson sé neitt eðlilegur. En sagan er eftir Davíð Oddson svo ég ætla að vona hans vegna að Hrafn hafi afbakað hana vandlega, hún hafi ekki verið svona léleg í upphafi. En nóg um það og aftur til starfa. Björn nei ég keypti ekki Prowlerinn, tengdapabbi á Skidoo Grand touring 583, ekki mikið leiktæki til háloftaiðkana, en traustur og góður sleði til almenns aksturs.


Monday, January 05, 2004

Þá árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka orti skáldið um árið. Búið að vera æði viðburðarríkt ár að minni hálfu. Útskrifaðist með masterinn minn, gifti mig tvisvar, eignaðist barn, flutti á milli landa, byrjaði nýja vinnu, sem sagt nóg að gera á liðnu ári og útséð með að ég kem ekki til með að toppa það í bráð. Núna er svo bara að bíða eftir páskafríinu og þá er orðið æði stutt í sumarfríið!!!!!! En hvaða spaug var þetta áramótaskaup??? Spurning um að hafa almenna aftöku á Ágústi niður á Lækjatorgi fyrir þetta skaup. Þetta var ógeðslegt helvíti þetta skaup, held að ég hafi brosað þrisvar, aldrei hlegið en brosað þrisvar. Það er ekki mjög á mælikvarða skaupanna. Sem dæmi má nefna þegar að Bubbi var spurður í Idol hvernig skaupið hafi verið og hann var eitthvað að dissa það þá klappaði allur salurinn, ergo engum líkaði þetta skaup. Þó gæti það verið að fólkinu sem líkaði ekki við Lord Of The Rings hafi gaman að þessu maður veit ekki alveg hvernig smekkur þess er að virka. En annars er þetta búið að vera hið albesta frí og synd að því sé nú lokið það verður að segjast. Var þetta fína sleðafæri á Snæfellsnesinu um áramótin og var það tækifæri nýtt til fullnustu og sleðanum þeitt um allar jarðir alveg eins og það á að vera!