Tuesday, February 08, 2005

Kettir eru óhræsisdýr



Jamm hver vill eiga kött og afhverju?? Kettir líta niður á menn og "leyfa" þeim að klappa sér, meðan maður klappar hundi þar sem hann er neðar í virðingarstinganum!! Hver vill eiga gæludýr sem telur sig manni æðri?? Ekki ég það er klárt. Ekki bætir úr skák að Ástþór Örn er með ofnæmi fyrir þessum ófreskjum og hann er búinn að umgangast kattareigendur núna í tvo daga í röð og það er eins og við manninn mælt, hann barði hóstann þvílíkt í alla nótt. Meiri óþverrinn þessi ofnæmi. Það var því frekar brúnaþungt fólk sem staulaðis á lappir í Kópavoginum í morgunn en Svanhildur er heima með honum þar sem ekki er hægt að senda greyið svona hóstandi á leikskólann. Spurning um að fá sér grímu og setja nærurnar utanyfir buxurnar og gerast kattman-kattarbaninn ógurlegi muuhaaaaa muuuhaaaaaa. Nú eða ekki!!

Monday, February 07, 2005

Helgin liðin!!



Já þá er helgin liðinn og það er aldrei vel. Nei þetta var þrusufín helgi, enginn vinna, bolluát hjá Kötu og Ástþóri, kveðju kaffi hjá Helgu frænku minni og Doug sem eru að flyta til Boston og fínt fínt. Elduðum okkur gott á föstudag og gerðum okkur smá dagamun þar sem Svanhildur fékk 9 fyrir B.A. ritgerðina sína, glæsilegur árangur hjá stelpunni!! Búinn að vera að leika við Ástþór Örn í allskonar spaugi og glensi. Jamm var bara ekkert á því að opna augun í morgunn því almennt spaug er einfaldlega ekki eins mikið á virkum og þegar maður er að dúlla sér um helgar!!