Thursday, April 08, 2004

Þá er maður orðin endanlega geðveikur, mættur í vinnu klukkan 7:30 á frídegi, þetta er náttúrulega mun meira en nett veila!!! Plús: jú maður fær daginn á yfirvinnu og mér veitir ekki af því að reyna að grynnka á vinnustaflanum. Mínus: Það er sjúkt að vera að vinna á frídögum nema einstaka helgar. Þannig er það bara ég sem ekki reglurnar. Annars þá skreppum við hjónin vestur á eftir svona um 3-4 leitið, skrítið að hafa ekki Ástþór Örn hjá okkur í gær, mann er farið að hlakka mjög til að hitta kappann á eftir. Svo var smá happadrætti í vinnunni í gær, allir diskarnir í mötuneytinu voru með númer á botninum og maður skilaði þeim svo inn að máltíð lokinni og gat unnið páskaegg. Ég náttúrulega vann ekki í fyrstu atrennu en þar sem ekki gengu öll eggin út var dregið úr "óseldum miðum" og þar kom mitt númer upp og ég fékk þetta fína páskaegg númer 4. Mikil lukka með það. En framundan vonandi hinir albestu pákar. Megið þið eiga gott páskafrí gott fólk!

Wednesday, April 07, 2004

Góðan daginn gott fólk. Verð að viðurkenna að ég er frekar fúll eftir leiki gærdagsins, tapa fyrir Chelsea í meistaradeildinni, þetta er ljóta skömmin, Chelsea er með skíta lið og eru komnir mun lengra í þessari keppni en geta þeirra segir til um, en svona er fótboltinn. Mínir menn áttu líkt og í bikarnum um daginn fínan fyrrihálfleik en voru svo á afturfótunum í þeim seinni, virka þreyttir verður að segjast. En nóg um það, við vinnum bara næst! Ástþór Örn fer svo með afa sínum og ömmu á Snæfellsnesið á eftir en við Svanhildur förum svo seinnipartinn á morgun, ég ætla að ná einum degi í vinnu á morgun, veitir ekki af því verður að segjast. Það verður kærkomið að komast í smá frí út á land, ekkert að því að slappa af í sveita sælunni með bók í hönd og jafnvel einn öl, hver veit!!!

Tuesday, April 06, 2004

Næst síðasti vinnudagurinn í þessari viku, kæmi mér reyndar ekki á óvart ef að ég þyrfti að vinna eitthvað meira en það!!! Þvílíka sólin og blíðan úti, er reyndar ekki nema -2°C en hið besta gluggaveður. Er ekki búin að fá mér páska egg en það stendur til bóta, sá líka að það er 30% afsláttur í Nóatúni núna, spurning um að bíða aðeins lengur!!!! Svanhildur þurfti upp í skóla núna í morgunn þannig að þetta var í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem ég var ekki einn í bílnum á leiðinni í vinnuna, skemmtileg tilbreiting það!! Venjulega er ég einn á ferð en þau mæðginin heima að kúra. Svo þarf maður að fara að skipuleggja sumarfríið sitt, ætti að eiga einhverja daga í því!! Findið að vera að fara að fá sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni, átti reyndar part úr ágúst í fyrra úti í Danmörku þegar ég var búinn með verkefnið mitt, en það fór mikið í að pakka og ganga frá íbúðinni og koma sér út úr kerfinu í Danmörku þannig að um hreina frídaga var víst eitthvað minna. Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út núna í sumar. Áfram sumarfrí!!!!

Monday, April 05, 2004

Þá er byruð ný vinnuvika og verður hún í styttra lagi að mér skilst. Unnið til og með miðvikudags og svo ekki aftur fyrr en þann 13 Apríl sem er þriðjudagur. Þetta væri að jafnaði mjög gott en þar sem útboðsdeadline er hjá mér þann 17apríl og ég á enn eftir að skilgreina álög og krafa út frá jarðskjálftaálögum og kraftreikna allt batteríð þá er tölvert eftir enn þá. Þetta gamla hefðbundna útboð er svo sem klárt en allt of mikir reikningar eftir!!! En nóg um vinnu nörda fræði, átti alveg ljómandi helgi með fjölskyldunni, fórum niður á tjörn með Ástþór Örn á sunnudaginn að gefa öndunum, það var voða gaman, röltum svo smá á laugarveginum áður en við fórum heim með hann að leggja sig. Hann var svo ekkert á því að sofna þannig að mamma hans rölti með hann niður í Hagkaup. Ég var að setja í vél og ákvað svo að rölta bara emð þeim, þannig að ég hljóp á eftir þeim en þar sem mín er snör í snúningum náði ég þeim rétt áður en þau vorum kominn alla leið þannig að þett var sprettur að heiman og niður í skeifu. Djöfull er ég kominn í lélegt form það er ekkert findið við það ég var gersamlega að tapa lífinu eftir þennan sprett, hjartað við brotmörk og lungun nánast farinn. Held að það sé að komast tími á það að fara að hreyfa sig meira, annað en putta á lyklaborð og þesslags hreyfingu!!!