Wednesday, September 03, 2003

Kíkti í vinnuna í dag, það var fínt fullt af nýjum andlitum þar. Þarf að finna út hvar ég get verið með skrifstofu allt að verða frekar fullt, held að það sé samt hægt að fría einn bás. Ég kem til með að vinna á jarðhitasviðinu, það er spennandi þykir mér, verður gaman að takast á við ný verkefni. Svo er bara verið að pakka upp og bíða eftir draslinu okkar það kemur vonandi seinna í vikunni. Byrja síðan að vinna á mánudaginn en stefnan er sett á sveitasæluna um helgina.


Sunday, August 31, 2003

Kominn heim, loftið hreint fólk talar eðlilegri tungu, sælan taumlaus. Erum á Snæfellsnesinu í besta yfirlæti, borða lamb ekkert helvítis svín ekta fjalla græs með hári (reyndar ekki eldað með hári).
Vörnin fór vel, fékk 10 danska sem jafngilir um 8,5 íslenskri einkunn.
Frábær dagur í dag, Aumingjarnir sem hafa dómarana með sér í öllum leikjum töpuðu fyrir Soton og Arsenal vann að sjálfsögðu og eru nú einir á toppinum. Ætla að fá mér Wiskí staup og fagna því. Aftur, loftið er hreint hér (en kalt).