Friday, February 13, 2004

Þá er hinn langþráði föstudagur runnin upp. Magnað hvað föstudagar ná alltaf að kæta mann, vitandi af helginni fram undan er ekki hægt annað en að verða kátur. Bölvuð rigning og leiðindi úti núna, algert skýfall í morgun um sjöleytið og mér sýnist það ekkert að batna. Er búinn að vera að hlusta á nýju Air plötuna, Talkie Walkie og hún er nú bara nokkuð seig eins og við var að búast af þeim kumpáunum úr frans. Snilldar grúppa Air. Svo vorum við hjónin að horfa á Bruce Almighty í gærkvöldi, það var hin besta afþreying verður að segjst. Carey-inn var nokkuð seigur í henni og fullt af findnum atriðum að finna í henni. Helgin er svo sem ekkert plönuð þannig lagað, þyrfti faktíst að vinna þessa helgi, en ég sé til hvort ég nenni því eður ey. Það verður að koma í ljós!


Thursday, February 12, 2004

Ekki eftir nema einn morguna að vaka fram að helgi og er það vel. Ástþór svaf ekki svo illa í nótt þannig að maður hefði átt að ná að hvíla sig smá, en ég fann það á mér í gær þannig að ég ákvað að fá í bakið í staðinn og liggja andvaka löngum stundum í nótt í staðinn. Þetta fer nú alveg að verða þreytt hjá manni, en helgin er að koma og redda þessu öllu fyrir mann. Nú ætti mydoom vírusinn að vera hættur að dreyfa sér og því "óhætt" að fara að nota kaaza aftur. Komst að því að Red Hot Chili peppers gáfu út fleiri en eina plötu þann 10.mars 2003 að mig minnir, hef ekkert heirt af því satt best að segja, sá þetta bara á amazon.co.uk. Núna er bara að sækja og sjá hvort þetta sé eitthvað af viti.


Wednesday, February 11, 2004

Nú er kominn nýr dagur sem þýðir í raun aðeins það að Björn Böðvarsson er orðinn rúmlega þrítugur. Hann er núna á milli þrítugs og sextugs á meðan að við hinir erum á milli tvítugs til þrítugs. Þetta er bara svona. Annars þá er ágætt að frétta, Ástþór Örn að braggast, hitinn í það minnsta að fara sem er vel. Svo er það bara blessuð vinnan, en það er allt á fullu þar þessa dagana og veitir ekki af. Thierry Henry búinn að skora 101 mark fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni, ekki slæmur árangur það. Ég gersamlega að sofna en það er í góðu lagi þar sem ég pakka af döðlum. Fyndin fæða döðlur, engin undir 40 ára hefur þegið döðlu þegar ég hef boðið þeim þær en allir yfir 40 hins vegar gert svo. Þetta sýnir að þessi krakka gríslingar kunna ekki að meta nammi úr náttúrulegum sykri, heldur þurfa viðbættan sykur til að áhugin vakni. Þetta rennir stoðum undir þá samsæriskenningu að tannlæknar hafi staðið fyrir nammibyltingunni á 20 öldinni.


Tuesday, February 10, 2004

Ástþór Örn enn veikur, en með mun minni hita samt en undanfarna daga. Það þýðir ekki það samt að hann sofi í einum dúr á næturnar, nei ekki alveg. Hann er búinn að vera að vakna og vera lengi að sofna aftur núna í nokkra daga og þar af leiðandi erum við foreldrarnir ekki upp á okkar ferskasta. Ég verð að segja að ég er gersamlega að sofna, en það er enginn tími fyrir grín núna. Annars er nú frekar lítið að frétta af mér, maður er bara að vinna og svo heima með veikt barn eftir vinnu. En það er nú vonandi að sjá fyrir endan á þessu ferli, menn eru víst veikir í um viku af þessum fjára svo Ástþór gæti átt einn til tvo daga eftir enn. Hlakka bara til að geta sofið aðeins meira, svefn er gífurlega vanmetið fyrirbæri í hinum vestræna heimi.
Svo má til gamans geta að Björn nokkur Böðvarsson óðalsbónda sonur af norðurlandinu er orðinn þrítugur í dag. Björn það eru 3 og 0 á afmæliskortunum. Það dugar ekki lengur venjuleg súkkulaði kaka undir kertin, nei ekkert minna en skúffukaka dugar á svona mörg kerti. En mun þetta þýða að Björninn sé orðinn fullorðin og fari að hegða sér sem slíkur? Án efa NEI, núna er hann bara gamalt barn :-) Til lukku með daginn Bjössi, skál!


Monday, February 09, 2004

Ný vinnuvika og ég svo sem ekkert sérstaklega ánægður með það frekar en fyrridaginn. Ástþór Örn búin að vera með 40°C hita alla helgina og ljótan hósta litla greyið. Þannig að hann svaf ekki mikið í nótt, var mikið að brölta og setjast upp þannig að þetta var frekar erfið nótt. En vonandi fer honum nú að batna. Hann er samt voða góður og reynir að bera sig mannalega en er svona eins og hann sé nett drukkinn í hitanum! Annars þá var hegin frekar rólega hjá okkur fjölskildunni, Svanhildur og Kata skruppu í bæinn á laugardag og ég var heima með Ástþór á meðan. Svo kom Tinna móður systir Svanhildar í mat í gærkvöldi og var þetta líka magnaði tandorí kjúklingur græjaður, ekki ruslið í því. Svo er það bara að halda áfram að hanna skiljurnar mínar, að verða lítill tími eftir í þetta allt saman, en þetta ætti nú samt að sleppa.