Friday, March 05, 2004

Þá er það síðasti virki dagur þessarar viku, sé samt alls ekki fram á að þetta sé síðasti vinnudagur vikunnar. Setti skúffulæsingar á kommóðuna okkar og skrifborðsskúffurnar þannig að það verður findið að sjá þegar littli maðurinn reynir að rífa þær opnar og tæta upp úr þeim. Það hefur farið tölverð vinna í það hjá okkur að safna saman dóti úr skúffunum og setja aftur í skúffurnar þannig að þetta verður þvílík bragarbót á okkar heimili. Svo lenti ég í því í gær að vera fyrir framan sjónvarpið þegar frúin vildi horfa á The Bachelor, nýju seríuna sem byrjaði í gær. Ég verð nú að segja að mér fannst þetta ekkert frábært og skil í raun ekki "what all the fuzz is about!". Held líka að þessi þáttur sé frekar stílaður inn á (eilítið veruleikafirrtar) konur. Ég mun því ekki bíða spenntur eftir næsta þætti. Mín veruleika fyrring felst frekar í því að horfa á þætti eins og 24 þar sem menn af ótrúlegu harðfylgi og ósérhlífni bjarga Bandaríkjunum frá miklum ógnum. Sem c konur leita í tilbúna rómantík og menn í tilbúinn hetjuskap, allt eins og það á að vera!


Thursday, March 04, 2004

Jæja það gegnur óþarflega hratt á vikuna. Ég alls ekki búinn með það sem ég ætlaði að vera búinn með núna og verð því að spíta enn meira í lófana, ekki það að ég hafi neitt verið að slá slöku við undanfarið síður en svo. Verð að segja alveg eins og er að ég er eiginlega búinn að fá alveg nóg af þessu verki og hlakka ekkert smá til þegar þetta verður loksins búið. Annars varð ekki mikið úr kvöldinun hjá okkur fjölskildunni í gær, Ástþór Örn þverneitaði að sofna og endaði með því að mamma hans lagðist með honum í okkar rúm, þar sem hann sofnaði að endingu og hún líka, en það kom ekki að sök þar sem ég steinsofnaði frammi í sófa. Þess má geta að orðið sófi á varla við þetta setu tól þar sem það er einungis eins og hálfssæta sófi!!! Þetta var því gífurlega óþægilegur lúr verður að segjast. Þreyta er því almenn hjá mér í dag!!!!


Wednesday, March 03, 2004

Jæja þá er fjölskildan komin saman aftur. Ég fór út á völl og sótti Svönku í gær, lenti upp úr miðnætti og þá er alltaf eftir töskubið og þesslags. Ég var því ekki kominn í sæng fyrr en um tvö og mætti því ekki fyrr en 9 í morgunn. Það var í raun mjög ljúf að vakna svona seint. Ástþór Örn kom líka í gær, var voða kátur að sjá mig og sýndi mér allt milli himins og jarðar (reyndar allt hluti sem ég hafði marg oft séð áður :-) ). Hann var svo voða undrandi þegar hann rumskaði í nótt og sá mömmu sína. Var voða kátur að grína í rúminu í morgunn. En svo er það að berjast áfram í þessu blessaða útboði gengur ekki nærri nógu hratt verður að segjast, eng gengur þó. Var að vona að ég þyrfti ekki ap vera að vinna um helgina en margt stefnir í það því miður!!!


Tuesday, March 02, 2004

Jæja þá líkur grasekkilstímabilinu hjá mér í dag. Ástþór Örn kemur með Kötu í kringum kaffileytið og Svanhildur lendir svo um 12 í kvöld. Ég þarf að sækja hana á völinn og er nú venjulega sofnaður klukkan 12 svo að maður verður að taka með sér smá rokk til að sofna ekki á leiðinni!!!! Annars þá sækist vinnan ágætlega, mætti ganga hraðar þó, teiknivinnan samt að verða langt kominn, næ vonandi að klára þetta í vikulokinn svo ég þurfi ekki að vinna um helgina. Alveg búinn að komast að því að helgarvinna er ömurleg, maður á ekki að gera þetta nema í brýnustu nauðsyn, þetta er mannskemmandi fjári að vera að vinna um helgar. Um helgar á maður að hvílast og safna siðferisþreki fyrir komandi viku, ekki vera að eyða því litla sem eftir er í að vinna. Það er mín skoðun og það er með það eins og svo margt að mín skoðunn er rétt!


Monday, March 01, 2004

Þá er helgin liðinn. Var að vinna á laugardagsmorgunn, og fór svo á nesið upp úr hádegi að hitta Ástþór Örn og Ástþór og Kötu. Planið var að vera duglegur að vinna þar um helgina en það gekk ekki alveg eftir, var eitthvað slappur með nokkrar kommur en náði samt að vinna aðeins. Svo er það stíf vinna næstu daga, ekki enn búinn með útboðið og það þarf að fara að gerast sem fyrst. Helgin var annars hin ágætasta, fór með tengda pabba að skoða hest sonarins sem er í tamningu á bæ rétt hjá Dal, hann var orðið stór og myndarlegur hann Frakkur og Sigurbjörn sem er að temja setti á hann og tók smá rispu fyrir okkur, það var gaman að sjá hann í action. Svo er Svanhildur í London í voða skemmtilegri safna ferð, búið að vera mikið stuð þar. Ég verð svo grasekkill fram á þriðjudag þar sem Kata og Ástþór Örn koma ekki fyrr en á þriðjudag og Svanhildur svo seint á Þriðjudagskvöld. Spurning um að taka þriðju video myndina í kvöld og hafa þannig tekið eina mynd fyrir hvern dag sem ég hef verið einn heima!!!!