Friday, February 06, 2004

Síðasti dagur vinnuvikunnar, hvílík gleði það er. Ég er annars alveg að sofna verður að segjast. Ástþór Örn er alveg stíflaður úr kvefi greyið littla, með dimman ljótan hósta svo hann fékk að koma uppí til okkar þegar hann vaknaði í nótt. Svo er hann náttúrulega svo óvær svona í kvefinu þannig að hann er búinn að vera bröltandi í alla nótt, ergo ég ekki sofið neitt og Svanhildur ekki heldur. Því hef ég ákveðið að dagurinn muni líða hratt í dag þannig að ég komist snemma að sofa í kvöld. Þyrfti að mæta í vinnu um helgina en þekkjandi sjálfan mig mun ég sennilega ekki gera það, helgarfríið er einfaldlega of mikils virði til að vera að eyða því í vinnu!


Thursday, February 05, 2004

Seinni hluti vikunnar staðreynd það er bara þannig. Helgin framundan ekkert plönuð en verður efalaust hin besta, það vona í i hvert fald. Búinn að vera og sitja og forrita í gríð og erg undanfarna tvo daga, það er ágætt, alltaf gaman að búa til forrit ef það virkar það er að segja. Ekkert ömuglegra en að búa til forrit sem ekki virkar, vera búinn að eyða tíma í eitthvað sem ekki gengur, en það er svo sem þannig með allt sem að maður gerir. Dæmi: Það er til dæmis ekki gaman að moka skurð og þegar maður heldur að maður sé búinn er skurðurinn orðinn fullur aftur! Ég svo sem veit ekki hvernig þessi aðstæða gæti komið upp en efalaust er allt hægt! Þetta er bara eitt dæmi um leiðindi í vinnu, ja aðstæðurnar eru óteljandi og leita ég hér eftir hugmyndum!


Wednesday, February 04, 2004

Þá er vikan að hálfna í dag og gott betur upp úr hádegi. Ekki alveg eins ógeðslega kalt og hefur verið undanfarið, núna ekki nema -2°C en fór í -12°C um daginn og það er einfaldlega of kalt í röku Reykjavíkurlofti. Allt í lagi upp á hálendi að vera í svona köldu lofti en ekki niður við sjóinn. Þetta er í raun eins og í Danmörku, um leið að nokkrar gráður af frost voru í loftinu var gersamlega ólíft útivið. Það er í raun enn kaldara í -6°C í Danmörku en hérna heima, rakinn er enn meiri og svo er líka alltaf gola með frostinu þar. Mun kaldara þarna úti en hérna heima á blessaða klakanum. Annars er maður að drukna í vinnu um þessar mundir, það verður að segjast þannig að það er ágætt að mæta um sjö þannig að maður nái tveimur yfirvinnu tímum um fimmleytið og geti komið sér svo heima og átt smá frí seinnipartinn. Þetta hentar í raun bara mjög vel, held að ég sé að ná að venja mig á þetta og ætla að reyna að halda þessu við.


Tuesday, February 03, 2004

Sat í gærkvöldi og kíkti á SuperBawl mér til mikillar ánægju. Komst að því fyrir mörgum árum síðan að Amerískur fótbolti er fín afþreying en SuperBawl er ekki hægt að horfa á nema af teypi. Það eru einfaldlega endalausar auglýsingar og hlé í þessum leik þannig að maður verður af vera með FF takka á fjarstýringunni til þess eins að komast þokkalega óskaddaður frá þessu öllu saman. En leikurinn var hin mesta skemmtun og réðust úrslitinn ekki fyrr en 4 sek voru eftir af leik. En nóg um það. Svanhildur eldaði einn af mínum uppáhalds réttum í gær, smálúðu í indversku karrý, ekkert smá góða. Þetta er réttur sem hún bjó til upp úr sér fyrr í vetur og núna var verið að prófa hvort hann tækist aftur og tókst það með glans. Annars er allt á fullu í vinnunni, ég farinn að mæta klukkan sjö aftur þannig að maður er kominn með tov yfirvinnutíma um fimmleitið, nokkuð sáttur við það og ætla að reyna að halda því áfram, ekki jafn fjandi dimmt og undanfarnar vikur þannig að það er möguleiki á því að hafa sig framúr núna!!!!


Monday, February 02, 2004

Þá helgin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka!!! Fín helgi liðin. Byrjaði á föstudag með þorrablóti VGK og var það hin besta skemmtun. Maturin fínn eins og lög gera ráð fyrir og söngur fram á nótt. Þar fóru fremstir í flokki Ágúst Torfi og Gulli Ó á gítörunum. Söngurinn lenti samt svoltið mikið á okkur Torfa þar sem teksta kunnátta var ekki eins almenn og búist var við. Það vill hinsvegar svo vel til að það hentar okkur ágætlega þar sem við erum lang flottastir. Svo var það bara laugardagur í rólegheitunum, skruppum í kringluna aðeins og vorum svo bara heima seinnipartinn. Ástþór Örn þvílíkt að sjarma stelpurnar á Kaffitár í Kringlunni þá sérstaklega eina þeirra, borsti alltaf þvílíkt til hennar, hann á eftir að verða skæður :-) Svo kíktu Diddi og Sigyn til okkar á sunndaginn, það var mjög fínt, alltaf gaman að fá fólk í heimsókn. Svo kíktum við til Guðrúnar Láru og Einars á sunnudag, í leifar eftir barnaafmæli hjá honum Huga. Það var mjög gaman, Ástþór Örn fann þar bíl sem maður getur setið á og labbaði á eftir honum og dró hann á eftir sér um allt hús. Gekka þarna í langa stund, frekar montinn, fékk svo bílin lánaðan heim til að geta æft sig meira í labbinu. Hann er farinn að taka fleiri skref óstuddur, þannig að hann er nánast farinn að ganga. Þetta innskot var í boði stolts pabba :-)