Friday, January 30, 2004

Þá er hinn langþráði föstudagur runnin upp, það þýðir í raun að ég má sofa á morgunn!!!! Ástþór Örn vaknaði snemma í morgun (nótt) og fékk að koma upp í hjá okkur, en var samt ekkert á því að sofna, eða í það minnsta að vakna alltaf með svona 10mín millibili og helst setjast upp og detta svo á andlitið á mér og þess slags. Svo er það alltaf voða gaman þegar maður vakar upp við að hann er að sparka í framaníið á manni. En það er samt voða notalegt að hafa svona kút hjá sér á morgnana, ekki alveg eins leiðinlegt að vakna. Annars þá er ég að reikna hardcore burðarþolsfræði í vinnunni, var bara alls ekki búinn að gleyma hvað slík fræði eru leiðinleg og héðan í frá mun ég aldrei gleyma því. Svo er það bara þorrablótið í kvöld og helgin framundan. Megið þið eiga góða helgi öll sömun.


Thursday, January 29, 2004

Heirðu loksins sér maður fyrir endan á vikunni og er það vel. Ég er langt komin með hönnunina mína á gufuskiljunum enda ekki seinna vænna, þarf að fara að láta teikna þær og græja. Annars þá er ég bara farinn að sjá helgarfríið í hyllingum, byrjar á þorrablóti á föstudag hérna í vinnunni og svo verða það bara rólegheitin með fjölskildunni þar á eftir. Tengdaforeldrarnir verða úti í Vestmanneyjum um helgina þannig að við verðum að passa hundana um helgina. Spurning um að rölta með kvikindin út og fá sér smá göngu, manni veitir ekki af hreifingunni satt best að segja.


Wednesday, January 28, 2004

Nú er það officialt, vikan er í handbremsu. Ég lenti í timburmönnum á sunnudaginn síðasta þannig að ég fór inn í þessa vinnuviku frekar þreyttur og það er greinilega ekki að gera sig. Ég er búinn að vera að sofna alla vikuna og enn eru þrír dagar í það að maður geti sofið smá. Jamm þetta er stundum svona og þorrablót í vinnunni á föstudaginn. Ég hreinlega nenni ekki að taka aðra helgi í timburmenn þannig að maður verður að fara varlega í ölið. Á sínum yngri hefði maður nú ekki verið í vandræðum með þetta en ég er jú að verða þrítugur þannig að það breytir greinilega einhverju!!!! Svo keypti Arsenal sinn dýrasta leikmann í gær. Mjög fínt að fá góðan leiknmann svo sem en ekki fyrir þessa peninga upphæð, frekar að veðja á ungu strákana sem eru að koma upp og kosta ekkert en að taka þátt í svona ManU leik. Wenger hefur ekki látið draga sig inn í svona fíflagang fyrr þannig að þetta eru smá vonbrigðið, í það minnsta þar til kauði fer að skora grimmt!!!!


Tuesday, January 27, 2004

Vá hvað þessi vika ætlar að líða hægt. Mér finnst vera kominn fimmtudagur en það er bara þriðjudagur, hvílík vonbrigði það er. Var allt of lengi í vinnunni í gær og fór svo í bíó strax eftir vinnu þannig að ég náði ekki einu sinni að hitta Ástþór Örn í gær, það er íkt fúllt að hitta ekki á pilt enda get ég ekki beðið eftir því að komast heim núna. Fór í lúxus salin í Smárabíó með Didda og Sigyn í gær að sjá Return of the King. Þessi salur er náttúrulega snilld það verður ekki af honum tekið. Myndin er vel á fjórða tíma í sýningu þannig að það var ágætt að sitja í lazyboy með skemil undir fótum og láta fara vel um sig á meðan að á sýningu stóð. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að myndin er alveg stórgóð eins og við var að búast enda fékk hún Golden Glob verðlaunin að mér skilst. Enn ein sönnun þess að andstæðingar LOTR myndanna hafa alrangt fyrir sér, en það var nú svo sem vitað öllum sem að vita vildu að sú væri staðan.


Monday, January 26, 2004

Þá er byrjuð ný vinnuvika!!! Koddinn vann nú fyrrihálfleik í morgun, var mjög erfið fæðing að koma sér á fætur. Það hafðist samt fyrir rest og hér ég er. Helgin rann sitt skeið stórslysalaust, kíktum á Laugarvegin á laugardaginn í smá göngutúr með Ástþór Örn. Þvílíkur vindur og kuldi var þar í gangi enda ekki margir þar á ferð. Svo kíktu Vigdís og Marteinn og fjölskylda í kinda löpp og bak á sunnudag. Það var mjög gaman og maturinn klikkaði ekki. Annars var helginni eitt í rólegheitum heima við hjá okkur fjölskyldunni, hefði bara eins og venjulega mátt vera lengri.