Friday, April 23, 2004

Jæja þá er síðasti virki dagur vikunnar runninn upp. Þessi vika hefur vinnulega séð verið alveg mögnuð, ekki nema þriðji dagurinn sem ég er í vinnu, þetta er náttúrulega almagnað, frábært ætti alltaf að vera svona. Magnað að fá frí á svona góðviðrisdegi eins og og var hérna í gær, 16°C og sól hvað vill maður hafa það betra í Apríl??? Áttum fínan dag í gær fjölskildan fórum með Ástþór Örn í gönguferð í gær, aðeins að reyna að tappa smá orku af drengum, en það er af nógu að taka á þeim bænum :-) Fengum okkur svo take out hjá Vegamótum í boði Kötu þeir klikka ekki strákarnir þar frekar en fyrri daginn. Mér finnst fínn matur hjá þeim, reyndar ómögulegt að sitja inni sökum reiks, en á svona dögum eru borð í portinu og svo alltaf takeaway á 10% afslætti! Svo er það bara að slappa af um helgina og hafa það gott, spurning um að fara og velja sér gítar í dag, taka helgina í glamur af verstu gerð, spurning um að leggja það á Svanhildi!!!!

Wednesday, April 21, 2004

Jæja þá er vikan að verða hálfnuð. Ótrúlegt hvað það munar miklu að vera bara að vinna 4 daga í viku, þetta verður einhvernvegin bara hálfgert grín þannig. Ætti að setja í reglur að maður megi ekki vinna meira en fjóra daga í beit, það væri það. Annars er ég að drukkna í vinnunni, búin að vera æði löng törn á mér núna og ég sé ekki fram á að henni ljúki neitt næstu mánuðina. Ekki það að maður er þá ekki að láta sér leiðast í vinnunni á meðan það er jú alltaf plús. Annars þá er ég að testdræva póstþjónustu hjá google (ásamt fullt af öðrum obviously) gmail, frekar magnað í raun, þeir bjóða manni upp á 1000MB geymslupláss, það verur að teljast frekar rausnarlegt. Ef að þetta er að virka vel mun maður segja hitapóstinn sinn í salt (Hotmail fyrir fattlausa). Þannig er þetta nú allt saman!

Tuesday, April 20, 2004

Þá er maður kominn heim aftur frá útlöndum. Viða áttum alveg frábæra helgi saman hjónin í Kaupmannahöfn og það má lesa nánar um það á "Helgarferð til Köben". Höfðum það í raun alveg skuggalega gott, ferðin hefði bara þurft að vera aðeins lengri. Ástþór Örn var með afa sínum og Ömmu í sveitinni fyrir vestan og það væsti ekki um hann þar, hann var samt svoltið að vakna í gærkvöldi að athuga hvort allir væru ekki á sínum stað, hvort menn væru nokkuð stungnir af aftur!!! Annars þá eru þau atriði sem koma til með að standa uppúr í minningunni eftir þessa ferð, var gönguferðin í Lyngby, hún var mjög skemmtileg, gaman líka að hitta Hans Ole aftur, svo var það ferðin á Era Ora, ítalska veitingastaðinn. Þessi staður er hreint ótrúlegur, eins og Svanka segir á síðunnir "Helgarferð til Köben" þá er engin matseðill í gangi, það er menn geta ekki valið um neitt, bara einn matseðill og sá ekki slæmur. Hef bara aldrei held ég borðað eins góðan mat og þarna, þetta var alveg himneskt. Maður fékk ekki brauðkörfu þarna, neib þarna var ungur drengur sem hafi þann starfa að fylla á sódavatnsglös og færa manni brauð þegar maður var búinn með það sem var á diskinum manns, sem sagt brauðdrengur! En það var samt voða gaman að koma aftur heim og hitta Ástþór aftur, næst þá tekur maður hann bara með sér og verður lengur!!!!