Wednesday, August 27, 2003

Síðasta bloggið frá Danmörku. Sit uppi í skóla og er að fara yfir varnarræðuna mína, ver í fyrramálið. Fluttum draslið okkar niður á höfn í gærmorgun en höfðum verð að pakka langt fram á nótt. Vorum raunar að pakka til 4 um nóttina og vorum byrjuð aftur um sjöleytið, en Einar flutinga meistari kom um átta. Vorum því orðin frekar þreitt í gær, ósofin og uppgefinn. Hjálpar heldur ekki til að það er ekkert í íbúðinni núna, engir stólar, ekkert. Bara dýna á gólfinu og pappa diskar og plast glös, frábært að eiða deginum í þannig rugl. Maður náttúrulega búinn að vera að kafna úr hita í allt sumar og núna þegar maður þarf á hita að halda til að geta verið úti og setið einhversstaðar þá er úrhellisrigning og skítakuldi. Eins og ég segi þetta er hunda land og ég er að sleppa úr ánauðinni hérna ekki á morgun heldur hinn :-)
Gangi mér vel á morgunn!