Friday, December 19, 2003

Þá er vinnuvikann að enda og er það vel, það er alltaf vel. Svo er það frekar stutt vinnuvika næsta vikan, ekki nema tveir dagar, maður ætti alveg að kljúfa það :-) Það ættu svo að vera stóru Brands jól alltaf og í raun ætti að fella út þessa tvo daga sem maður þarf að vinna milli jóla og nýárs, tekur því varla að vera að vinna þetta. Ég er persónulega mjög hlyntur menntaskólakerfinu þegar menn fengu hálfan til næstum heilan mánuð í jólafrí. Í mínu menntaskóla var maður búinn í prófum á bilinu 15-20 des og byrjaði ekki aftur fyrr en 11-12 janúar, þannig á þetta að vera og enganveginn öðruvísi, það er nú bara þannig. Við hjúin erum svo að verða búin að kaupa flestar jólagjafirnar, ég á bara eftir að finna eitthvað fínt handa Svanhildi, spurning um að rölta í bæinn á laugardaginn og finna eitthvað handa stelpunni. En þá er það spurning dagsins: Hvað finnst ykkur um það að Michael Jackson hafi gerst múslimi eftri þessar kynferðisásakanir, hvað er með það. "Michael varstu eitthvað að taka í krakkana"? "Nei ef þú þegir ekki þá gerist ég bara múslimur". Hann er ekki alveg að gera sig blessaður karlinn. Mér þykir fyrir því Björn en hetjan þín er annað hvort með haustin ofhertan eða vanhertan á herðunum.


Thursday, December 18, 2003

Alveg magnaður fjári hvað þessar vikur líða hratt, eða eins og Stebbi Hill orðaði það í laginu um árið "tíminn fljúga fljótt". Þess má til gamans geta þess þar sem Stebbi hefur unnið textagerðaverðlaun oftar en flesti íslenskir popparar ef mér skjátlast ekki, að það að nota orðsamsetningu eins og fljúga fljótt í enda línu (f-f) er stílbrjótur á íslenskum kveðskaparreglum. Þar sem Stebbi heldur að hann sé skáld og hefur reynt að fylgja reglum skáldasamfélagssin þá er þetta ljóður á hann bragarháttum og er þetta því miður ekki einangrað tilvik sem ég vitna í hér. Hinsvegar þá seldi ég Stebba síma sem hann notar í svefnherberginu sínu þegar ég var að vinna í Elko. Síminn þurfti að vera með takka sem hægt er að smella til hliðar til að slökkva á honum svo Stebbi gæti slökt á honum og hent honum í rúmið án þess að þurfa að vera með áhyggjur af því að síminn væri ekki á. Ég myndi segja að svona gripur væri nauðsynlegur í svefnherbergi allra íslenskra stórstjarna.

Wednesday, December 17, 2003

Nýr dagur, sömu áhyggjur og í gær. Enn sægur að gera í vinnunni en það er svo sem ágætt, maður er ekki að hanga á meðan. Styttist enn í jólin, verður ekkert smá ljúft að komast í jólafrí, hlaða batteríin og borða góðan mat, hvað vill maður hafa það betra. Svanhildur að skrifa jólakortin, ég er víst ekki með nógu góða rithönd til að framkvæma slíkt :-) Annars er allt heimilið búið að liggja í ælupest, nema ég reyndar þannig að ég bíð eftir að röðin komi að mér, verð ábyggilega ekki svo heppinn að sleppa við þennan fjára. Eða hvað????


Tuesday, December 16, 2003

Jæja enn einn vinnudagur. Hann byrjaði ekki eins snemma þessi vinnudagur eins og þeir flestir hjá mér. Vaknaði reyndar fyrir sjö, klæddi mig og fékk mér morgunmat en þá var kallað á mig. Svanhildur búin að vera að æla lifrum og lungum í alla nótt og ar ekki í neinu standi til að eiga við Ástþór í morgun. Ég hætti því við að fara snemma í vinnuna og fór upp og við lögðum okkur um stund eða þar til Kata vaknaði og tók til við að passa pjakkinn. Var frekar erfið nótt, Ástþór með í maganum líka og var á fartinni alla nóttina. Snéri sér hring eftir hring og sparkaði vel og reglulega í smettið á manni. Ég sem sé svaf ekki neitt og er frekar þreyttur eins og er. Synd og skömm að maður getur ekki keypt sér anfetamín í apótekum eins og var til að hressa sig aðeins við. Verð bara að láta kaffið duga. :-)


Monday, December 15, 2003

Þá er helgin liðinn því er nú ver og miður. En góðu fréttirnar eru þær að það styttist í jólafríið. Það verður svo eiturmagnað að ná að lúra fleiri en tvo daga í röð, þvílík sæla það verður. All brjálað að gera í vinnunni hjá mér, þar að ná að klára það sem ég er að gera fyrir föstudag, vona að það náist. Átti annars fína helgi, Svanka var að vinna eitthvað með pabba sínum um helgina þannig að við Ástþór vorum bara eitthvað að dunda okkur. Það var mjög gaman. Skruppum í nokkrar heimsóknir um helgina, til Vigdísar og Marteins og svo til Didda bróður og hennar Sigynar. Alltaf gaman að fara aðeins út úr húsi og hitta fólk. Maður mætti vera miklu duglegri við þetta.