Friday, April 22, 2005

Sumarið formlega hafið!



Já sumarið formlega hafið og er það vel, ótrúlega vel! algert tilgangsleysi að vera með þennan vetar fjára!! Áttum glæsilegan sumardaginn fyrsta í gær, fórum í mat til tengdaforeldra minna ásamat Vigdísi og Marteini og vorum þar í þvílíku kræsingunum að það hálfa hefði verið nóg! Já átið var almennt og lengi og er það vel því það að borða góðan mat er skemmtilegra en flest annað. En annars þá er föstudagur í dag svo að helgin byrjar á eftir, hvílík snilldar vika þetta er!! Gleðilegt sumar gott fólk!

Wednesday, April 20, 2005

Dagurinn fyrir sumardaginn fyrsta!



Já heldurðu að maður megi bara ekki sofa út á morgunn!! Ja hvur þremillinn mætti vera svoleiðis fleiri fimmtudaga. Þvílíka sumarveðrið í gær, sól og 15°C hiti og hlýr vindur sem er mjög fátítt hér!! Ziggy nýtti sér tækifærið og skellti sumardekkjunum undir bílinn og allt klárt fyrir sumarið! Já og svo þarf maður að fara að græja sér grill og stóla á svalirnar og fara að vera aðeins meira utandyra en ekki neitt! Já sumarið er tíminni (nema maður sé námsmaður á sjó á sumrin, sbr. Ottó og Munda um árið)!

Tuesday, April 19, 2005

Getraun!



Já hugmyndaleysi í dag eins og venjulega og því er það bara getraun í staðinn. Hverjir sungu: When I look at the television I wanna see me staring right back at me!

Já og sem aukagetraun má svo spyrja: Hvaða tvær leikkonur úr vinsælum framhaldsþætti hafa verið kærustur söngvara þessarar hljómsveitar!!

Monday, April 18, 2005

Helgin búin!



Já magnað með þessar helgar þær enda alltaf allt of fljótt!! Þessi var alveg ágæt. Fórum á laugardagskvöl með familyupakkanum á Lækjabrekku að halda upp á Gullbrúðkaup mömmu og pabba, það var voða fínt. Svo var gúllassúpa og kökur hjá Didda á sunnudaginn í tilefni dagsins og komu þá fleiri ættingjar. Svanka skrapp svo í leikhús í gær svo að sósíallífið var alveg á fullu þessa helgina. Ástþór að ná sér af kvefi en var bara hafður inn þessa helgina, eitthvað sem er honum aldrei fullkomlega að skapi!! En núna fer nú vonandi að fara að koma sumar og maður þarf að fara að dusta rykið af hjólinu sínu, ekki seinna vænna!!