Friday, December 23, 2005

Messa Þorláks



Já Þorláksmessa á fúlle fart og þýðir það einungis að aðfangadagur er á morgun. Þýðir að langa helgin sem kölluð er jólafrí þetta árið er að byrja á eftir. Það er ótrúlega vel. Einbeiting er í frostmakri í vinnu og afköst sennilega eftir því, þó reynir maður að djöflast til að friða samviskuna!!! Pantaði í framrúðuskipti milli jóla og nýárs fyrir tvo bíla!!! Einn á ég sjálfur en hinn er vinnubíllinn minn og er á honum löng sprunga þvert yfir rúðuna konumeginn!! Ég er alsaklaus af þeirri sprungu en Torfi afturámóti alsekur :-) Ég tel að þessi rúða hafi haft afgerandi áhrif á það að hann skipti um vinnu þar sem hann treysi sér ekki til að horfa í auguni á rúðuskiptimanninum :-)
Þetta er allt spurning, en er til svar??

Monday, December 19, 2005

Jólin koma jólin koma á ný!



Jamm styttist í jólin og er það vel. Búið að vera ótrúlegt hark hérna uppfrá undanfarið. En svo koma jólin og þá skal etið og þá skal drukkið. Jafnvel drukkið smá meira. Jólaölið og maltið ískalt inn í skáp og whiskeyið volgt inn í skáp. Allt eins og það á að vera! Vinna milli jóla og áramóta, ekki mikil gleði með það! Svo var ég að uppgötva Pearl Jam lag sem ég þekkti ekki en er gargandi snilld að mínu mati (sem er undantekinga laus rétt mat á hlutunum). Lagið heitir Crazy Mary og er solid, langt síðan ég hef heyrt þá í svona lagasmíða hugleiðingum!! Veit ekki af hvaða plötu þetta er tekið, jafnvel er þetta gamalt af þá einvherji plötu sem ég á, bara man ekki. Mundi þetta hlítur þú að vita!!!!