Monday, June 30, 2003

Þá er það mánudagur til mæðu og móðu. Nennti engan veginn upp í skóla að vinna, tók mér hálfgert helgarfrí, i.e. var alls ekki duglegur við lærdóminn. Það var alveg ótrúlega magnað að slappa svolítið af. Horfði á nokkrar DVD ræmur og borðaði íslenskan fisk með heimatilbúnum Cherry tómötum. Alls ekki slæmt, alls ekki. Það er orðinn þvílíur munaður að fá alvöru fisk að það hálfa væri þrisvar sinnum of mikið! En aftur í skólann að vinna á fullu. Gengur ágætlega en mig langar bara ekkert að eyða sumrinu í að læra, nema væri læra-sneiðar. En það er svo sem margt verra en að sitja og hlusta á X-ið og pikka smá á tasteturen eins og danirnir kalla lyklaborð af einhverjum óskiljanlegum sökum. En núna er Keldan búinn og maður veit þá að fólk er almennt ekki að skemmta sér miklu meira en ég. Af aleigingjörnum orsökum finnst mér það vel.