Friday, February 25, 2005

Tímapressa



Já síðustu orð um klippingar. Einungis konur hafa verið í því að verja klippara með misgóðum rökum og velti ég því fyrir mér hvort að þær séu nokkuð svo ósammála mér og séu meira að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér að vera búnar að eyða yfir 100 þúsund krónum á ári í klippingar??? Nei ég bara spyr. Að öðru þá er ekki verði heldur er búið að drekkja mér endanlega í vinnu. Núna er ég í þremur stórum verkum sem eru öll um það bil fallin á tíma og maður þarf að fara að velja það verk sem verst stendur í það og það skiptið til að vinna í á daginn. Næstu vikur verða ekki ljúfar en vonandi fer nú að róast upp úr því (ekki það að mér þyki það sennilegt en maður verður að vona). Svo er það afmæli hjá pjakknum um helgina og því verður enginn tími til vinnu um helgina jamm það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

Thursday, February 24, 2005

Klipping taka tvö



Já þar sem mér virðist sem að ég hafi hreyft við mönnum með bloggi gærdagsins finnst mér tilvalið að taka þá umræðu upp að nýju. Klipping er ekki óþryfalega vinna og er þar að auki þægileg innivinna og því ekki réttlætanlegt að leggja slík álög á eins og gert er með marga smíðavinnu. Menn eru í fínni aðstöðu til að sosíalsera með öðrum manneskjum og því er ekki um einmannalega vinnu að ræða heldur. Þar sem að í flestum tilfellum er verið að fylgja tískustraumum sem að aðrir hafa lagt út er heldur ekki hægt að tala um að menn séu að fremja list, frekar að kópera verk annara. Verið getur að námið sé lengra en ég sagði í gær en nám í skóla er ekki nema fárar annir restin er í vinnu. Þá er ég kominn að því atriði sem að mig langaði til að spjalla um. Nemalaun iðnnema: Í gær var ég rukkaður um 2650kr fyrir klippingu sem tók ekki langan tíma og spurningin er sú hver græðir. Flestar stofur eru í eigu klippara og eru flestar reknar að stórum hluta með nemum sem eru þarna sem hluti af sínu námi. Nemalaun í hárgreiðslu, þjóni og kokki eru eitthvað um tæpar 60 eða 70 þúsund krónur á mánuði síðast þegar ég heyrði. Það má því ljóst vera að neminn er ekki að fá margar krónur af þessum 2650 sem að títtnefndar hafa verið. Einhver er því að græða bara tölvert á meðan að viðkomandi er að svína á nemanum sínum. Og ef að menn eru ekkert að græða á þessu hvernig fara þá svona menn eins og Siddi rakarki að því að vera alltaf á nýjustu gerð af LandCruserum og fínt fínt??? Nei ég stend á því sem ég segi það er allt of dýrt að fara í hárskerðingu og mæli með Torfaaðferðinni fyrir sem flesta til að þvinga verðið niður! Og hananú!

Wednesday, February 23, 2005

Klipping



Jamm ég gerði gamalkunnan hlut í dag sem ég hef ekki gert í ein fjögur ár eða svo og það var að skella mér í klippingu. Jamm svoleiðis gjörning hef ég framkvæmt sjálfur með dyggri aðstoð elskulegrar eiginkonu minnar. Jamm og þegar var komið að því að greiða fyrir þjónustuna þá styrktist ég ennfrekar í trúnni að maður eygi að gera þetta sjálfur. 2650kr fyrir klippingu, herraklippingu for that matter, hvað er það!!?? Konur eru þá sennilega að borga 7-8 þús fyrir sinn pakka. Ég legg til að menn mótmæli þessum fáránlega kostnaði og hætti að fara í klippingu og neyði stofurnar til að lækka verðið á klippingum því þetta er ekki mönnum bjóðandi. þegar ég var í þessum pakka að láta klippa mig reglulega kostaði þetta 1400kr og þótti dýrt en er núna komið í 2650. Klippiverkfall það er málið!!

Tuesday, February 22, 2005

Jammserinn



Já það er um það bil brjálað að gera um þessar mundir og er það ekki vel. Svanhildur heima með litla lasarusinn og er hann orðinn hitalaus og hundfúll á að hafa varið undanförnum vikum innandyra, kann okkur engar þakkir fyrir slíkt. En hann fer nú vonadi að fara að komast út greyið áður en hann snappar. Svanhildur hefur líka engan tíma til að lesa á meðan stemmingin á heimilinu er ekki upp á það besta, litli maðurinn kallar á sýna athygli í svona veikindum. Jamm en ég held að það byrji að vora 6. apríl og hef því sætt mig við það að það er ennþá vetur en þann sjött mun það breytast þá verða dreginn fram sumarfötinn og sólskynsskapið og allt verður klárt!! Þið vitið ekki um einhvern sem á íbúið í köben og vantar að láta passa hana fyrir sig í vikur eða tvær í júlí??? Nei ég bara spyr!!

Monday, February 21, 2005

Rútínan að hefjast á nýjan leik!



Jamm það er byrjuð ný vinnuvika og Ziggy mættur í vinnuna. Ástþór Örn er reyndar heima að jafna sig eftir veikindi svo að rútínan er ekki orðin fullkominn enn en það er vonandi farið að styttast í það. Skemmtilegt þegar maður verður svona veikur og kemur aftur í vinnu viku seinna að það á gersamlega að drekkja manni í vinnu. Fáránlegur stafli af dóti sem ég er engan veginn að komst yfir og þar að auki er maður á frekar lágu "orkuleveli" þannig að það hjálpar ekki til heldur. Jamm og blómkálssúpa í matinn, hvað er það þegar að mann vantar orku!!!!!! Bökuðum köku um helgina og afi og amma hans Ástþórs kíktu inn í smá kaffi og Vigdís leit líka við með sinn litla. Þetta var gaman en alvöru afmæli verður haldið síðar hvernig sem við ættlum að koma öllu þessu fólki fyrir í íbúðinni okkar!!!!