Friday, November 07, 2003

Ja þá er það föstudagur og er það vel. Fórum í hádeginu á gamla vestið (The Old West) hópur úr vinnunni 15 manns eða svo og fengum okkur burger. Helvíti fínt verður að segjast, fínir borgarar á fínu verði. Svo er það bara helgin framundan með öllum sínum uppákomum hverjar sem þær kunna að verða. Ekkert er planað nema að Svanhildur þarf að lesa um helgina þannig að ég verð barnapía, vel sáttur við það. Tæpur klukkutími eftir af deginum hjá mér og þá helgarfrííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí.


Thursday, November 06, 2003

Einn dagur eftir í helgarfrí. Ástþór Örn aðeins hressari en ég er alveg stíflaður úr kvefi, Veiiiiii. Byrjaður að lyfta í sjúkraþjálfuninni minni, ágætt að fá smá útrás, veitir ekki af því. Það var keyrt á bíl tengdapabba fyrir utan húsið okkar og bíllinn stakk af, við sáum hann og náðum númerinu og löggan náði honum stuttu seinna. Hann var reyndar að skutla dóttur sinni í afmæli og hafði villst af leið og ákvað að skutla henni fyrist þar sem hann var orðinn of seinn og koma svo aftur og láta vita um bílinn. Svona er þetta stundum.


Tuesday, November 04, 2003

Þá er það þriðjudagur til þrautar, götur eru blautar en á þær virka ekki skautar. Enn! Allt hvítt og kalt hvur djöfullinn er þetta með veðrið, hverning væri að fá 25°C og sól, ég bara spyr. Það er ekki nokkurn hlut gerandi við þennan snjó ef maður á ekki snjósleða það er bara þannig. Skíði eru hjóm eitt í samanburði við sleða. Ég er ekki alveg að nenna að vera í vinnunni satt best að segja, væri alveg til í svona viku frí aðeins að hlaða batteríin. Littli er enn með mikinn hita og verður efalaust næstu daga ef þessi flensa fær einhverju ráðið. En nú er bara að draga fram þoturassana og fara að gera gaman af deginum :-)


Monday, November 03, 2003

Ný vika byrjuð og er það ekki alveg nógu sniðugt þar sem það þýðir að heillangt er í næstu helgi. Littli gaurinn minn er kominn með hita, fór í 40° í morgunn fárlasinn greyið. Ömurlegt að vera í vinnunni þá, maður vill bara vera heima að passa littla greyið. Fór og keypti nýtt power pack í tölvuna okkar heima, hún fær engan straum núna þannig að maður verður að vona að það sé ekki neitt meira að henni. Er satt best að segja búinn að fá nóg af þessari vél minni, búinn að eyða allt og miklum tíma í hana. Kíkti heim á litla gaurinn minn hann er bara sárlasinn og manna hans ætlar með hann til læknis á eftir bara svona til öryggis. Maður er hálf ómögulegur hérna í vinnunni í dag og allt of langt eftir af deginum enn!!