Thursday, April 13, 2006

Páskar og páskaegg



Þá eru það páskarnir, og ekki seinna vænna. Ætlaði að vinna í dag en er svo timbraður að það verður eitthvað minna úr því. Erum hinsvegar búin að hafa það notalegt hérna heima á fimmtudegi og er það tölvert skemmtileg tilbreiting frá venjulegum fimmtudögum. Hafa ber í huga að páksafríið er miklu lengra en jólafríið heitið!! Ég segi því gleðilega páska og gleðilegt páskaegg ekki síður. Mun mín ráðleggin á þessu ári vera egg frá Góu sem mótvægi við Nóa sem hefur átt þennan markað undanfarinn ár, eins eru Ópal eggin sterk, aðalmálið er að innbyrða bara nóg súkkulaði, ekki sakar að láta fylgja með glas af mjólk og málið dautt!