Friday, January 11, 2008

Af stað í laugar en ekki á laugardag þó

Ég var mjög duglegur í ræktinni fyrri part árs í fyrra, mætti yfirleitt um klukkan 6 á morgnana og tók á því fór svo heim og kom fólkinu á stjá og í leikskóla áður en maður rúllaði á fjallið. Svo eftir sumarfríið datt svoltið botninn úr þessu, ég bara get ekki vaknað svona snemma á sumrin, ekkert mál á veturnar en ekki séns á sumrin. Leikfimin hefur því meira einskorðast við helgar frá sumarfríinu og ekkert síðan í lok oktober þar sem byrjaði "fullorðin" vinnutörn, 12 tíma plús á dag.
En núna fór ég og keypti nýtt árskort tók hring og allir kátir, í raun ótrúlega ljúft að vera byrjaður aftur.

Wednesday, January 09, 2008

Fæðingarorlof

Þá eru erfingjarnir orðnir tveir og er það vel.
Lengi verið haldið fram í gríni í vinnunni, að eina leiðin til að fá frí væri að eignast barn og hef ég sannreynt að svo sé. Ótrúlega næs að vera ekki í einhverju tíma stressi og rugli, bara heima að dúllast með fjölskyldunni. Reyndar er nú vinnan ekki lagnt undan og maður þarf að redda hinu og þessu en det er nu det. Búin að vera fín jól og áramót allt farið fallega fram og tími til kominn að taka niður skraut og skreytingar þó svo að Ástþór Örn hafi sótt um framlengingu jólanna um nokkra daga þar sem hann gat ekki hugsað sér að jólatréð yrði tekið niður.
Svo er næsta mál á dagskrá að skella sé í nærbuxurnar utanyfir og þá náttúrulega breytast í ofurhetju og mun ég berjast við þessi helvítis drengjafífl sem eru enn að skjóta upp rakettum. Djöfull er þetta farið að pirra mig, endalausir hvellir og smá ljós tuðrur. Ef menn ætla að vera skjóta upp rakettum skul þær vera stóra og öflugar og fljúga hátt, þessar smá druslur eru bara hávaði og leiðindi og ætti að banna.