Wednesday, November 15, 2006

Nýr blogger

Já  strákarnir hjá Blogger eru alltaf að breyta og bæta.  Var að prufa að uppfæra þessa sjalgæfu vellur er úr mér kemur inn á veraldarvefinn.  Sé nú ekki stórar breytingar og er það kanski bara hið besta mál.  Breytingar eru almennt af hinu slæma, rútína og regla og passa sig á að kvika hvergi frá viðjum vanans.  Það er málið.  Og já einnig aðeins drekka íslenskt brennivín og horfa bara á rúv og þá er þetta allt klárt!!

Thursday, November 09, 2006

Og ekki dauður enn!



Eins og Pálmi söng um árið. Farið að róast aðeins í framkvæmdum á Heiðinni en hönnun næstu áfanga og sleikjur í þessu verki halda manni vel uppteknum samt sem áður. Er meira að segja smá séns að maður fari að komast aðeins niður á stofu dagparta hér og þar!!! Vetur konungur komin á fartina, snjór og hálka hérna en ætli það verði ekki rignt niður í fyrramálið!! Leiksýning hjá syninum á morgun verður gaman að sjá hvað þau eru að gera krakkarnir á leikskólanum á dag íslenskrar tungu!!

Sunday, October 08, 2006

Cars



Sunnudagur og fríhelgi nánast að baki. Fórum í tvær afmælisveislur í gær, eina í Hveragerði hjá henni Vigdísi og aðra á Bugðulæknum hjá Hjálmarssonum. Alltaf gaman að fara í afmæli og fá góðar kökur og hitta fólk. Brauðtertan hjá Marteini fær einnig sérstakt prik og umfjöllun hérna! Dagurinn í dag verið í rólegheitunum, fórum í bíó með Ástþór Örn og kíktum á Cars. Hafði nú bara lúmst gaman að henni sjálfur! Föstudagskvöldi var svo varið í grilli hjá Stáli og suðu. Grilluðu þessar fínu folaldasteikur, var ótrúlega gott. Hef persónulega ekki verið mikill hrossakjöts maður, ekki út af prinsippi þó, er alveg sama þótt ég eti það sem ég ríð, mér hefur bara ekki fundist bragðið gott. Hinsvegar voru þessar folaldasteikur eins og gott nautakjöt, kom mér á óvart!

Friday, September 29, 2006

Dagar dauðans!!



Já það verður að segjast að leiðindin við það að þrífa upp eftir eiturefnaslys eru stórlega vanmetinn. Þetta er svona ljómandi leiðinlegt allt saman, fundir með lögreglu, vinnueftirliti, slökkviliði, heilbrigðiseftirliti, stunda verkstjórn í niðurrifum og alles. Líka svo ljómandi gott að vera að anda þessum fjára að sér og þurfa að fara í tékk að vinnudegi loknum, geypilega gefandi og skemmtilegt allt saman!! Nokkuð viss um að ég réð mig ekki upp á þennan fjára!!! Í þokkabót fær maður að hanga hér fram á nætur alla helgina til að vakta eiturefnakarlan og niðurrifsmenn!!
Góða helgi gott fólk! :-(

Wednesday, September 27, 2006

Køben var það!



Já við familían ný komin frá Köben. Fórum á fimmtudag og komum til baka á mánudag, sem c löng helgi. Þetta var hin ágætasta ferð sannast sagna, farið í tívolí, dýragarðinn (já Bjössi ég átti að skila kveðju til þín frá frænda þínum ísBirninum, hann var að dunda sér við að éta hesthaus :-) ). Vorum í heimagistingu á fínum stað og allt í gúddí nema að rúmin voru frá víti, svefnsófar með skúffum, stuttir og glerharðir!!!! Stundum er maður heppinn og stundum ekki!! En núna á maður líter af 15ára glenlivet og tóbak í pípuna og veröldin því algóð!! (já fyrir utan þá staðreynd að ég er enn í vinnunni!!!

Wednesday, September 13, 2006

Gufa á vél



Já það fór þá ekki svo að túrbínan fengi að snúast um stund. Langþráð stund á heiðinni leit loksins dagsins ljós og vélin var látin snúast. Núna eru svo bara prófunarfasar og keyrslur eftir áður en hún fer í fullan rekstur! Haustið komið á yfirsnúning með tilheyrandi haustlægðum og fínt fínt. Veit ekki hvenær við fáum að upplifa hausliti hérna!! Alltaf allt lauf fokið af áður en það nær að breyta um lit. Svona er þetta á Íslandi!

Wednesday, September 06, 2006

Saft og sultugerð í sól og sælu.



Það skildi þó ekki hafa farið svo að það kæmi ekki sumar að endingu. Hélt að maður ætti ekki eftir að fá að upplifa 19°C klukkan 20 í reykjavík á sólarlausum degi en svo var engu að síður raunin síðasta fimmtudag!! Búið að vera ljúft síðan. Sit hér og drekk bláberjavín úr heimi baldurs sem að Eyþór bóndi gaf okkur síðast sumar og fannst mér tilvalið að brúka það með nýlöguðu rifsberjageli og sólberjageli og höfðinja á saltkexi. Ljómandi alveg verður að segjast.

Monday, September 04, 2006

Kvöld



Jamm hvað er maður að gera í vinnunni klukkan hálf níu og á eftir að keyra í hálftíma heim!!! 13 tíma dagar eru ekki skemmtilegir en því miður of algengir hérna meginn. Það væri svo sem allt í lagi ef maður fengi borgað af einhverju viti fyrir þessa vitleysu!!!!!! Spurning um að fara í bankana og vinna þess sjö tíma sem menn vinna þar og fá fyrir það tvöföld laun!!!!!

Sunday, September 03, 2006

5 mánaða hlé



Jamm hljótt hefur verið á þessari síðu að undanförnu, nánar til tekið um 5 mánaða skeið. Ástæða þess er að ég hef bara ekki haft neitt að segja. Hef það svo sem ekki enn en eitthvað þó. Sumarið hefur einkennst af vinnu, vinnu og vinnu og svo náttúrulega laxveiði. Það mun sennilega vera hápunktur sumarsins að við hjónakornin fórum í veiði í Straumfjarðará á nesinu í rausnarlegu boði Ástþórs og Kötu. Veiðitölur sumarsins eru svo þær að ég var með 5 laxa en Svanhildur er veiðikóngur fjölskyldunnar með 6 laxa og einnig þann stærsta!!! Það eru því í þessum töluðu orðum 10 laxar í kystunni niðri og bíða þess að fara í reyk og flökun!! Eitthvað var farið á hestbak, of lítið hjá mér þetta sumarið en Svanhildur stundaði hestamennskuna stíft í sumar, enda voru þau Ástþór Örn í sveitinni í 1,5 mánuði í sumar. Fórum svo í morgun og tíndum sólber í garðinum okkar og bjuggum til sól berjasaft og hlaup og einnig krækiberjasaft en Svanka og Ástþór Örn fóru með Ástþóri eldri í berjamó um daginn og er verið að vinna úr þeirri uppskeru.
Jamm nóg í bili!

Thursday, April 13, 2006

Páskar og páskaegg



Þá eru það páskarnir, og ekki seinna vænna. Ætlaði að vinna í dag en er svo timbraður að það verður eitthvað minna úr því. Erum hinsvegar búin að hafa það notalegt hérna heima á fimmtudegi og er það tölvert skemmtileg tilbreiting frá venjulegum fimmtudögum. Hafa ber í huga að páksafríið er miklu lengra en jólafríið heitið!! Ég segi því gleðilega páska og gleðilegt páskaegg ekki síður. Mun mín ráðleggin á þessu ári vera egg frá Góu sem mótvægi við Nóa sem hefur átt þennan markað undanfarinn ár, eins eru Ópal eggin sterk, aðalmálið er að innbyrða bara nóg súkkulaði, ekki sakar að láta fylgja með glas af mjólk og málið dautt!

Saturday, April 08, 2006

Fann lyklaborðið!!



Já verið hljótt af þessum vígstöðvum undanfarið. Ástæða þess eru annir og appelsínur að appelsínunum undanskyldum!! Maður er einhvernveginn alveg búinn að fá nóg af þessu verkfæri tölvu þegar deginum er lokið og því ekkert drive í að setjast niður og blogga einhverja vitleysu!! En það er sem sé búið að vera allt á hvolfi undanfarið í vinnunni, maður enganveginn að komast yfir eitt né neitt og er útséð með að það verður þannig í tövlerðan tíma í viðbót. Brjálað að gera hjá Svanhildi líka þannig að allt leggst á eitt á heimilinu. Ástþór er svo búinn að vera veikur í kaupbætið og mars því hinn besti mánuður!! :-) En þetta horfið allt til betri vegar, enginn lasinn núna, sólin farinn að skína og farið að styttast í Tyrklandsför okkar sem er vel. Annars þá er ég að eyða þessum fína laugardegi í vinnunni, kemst ekki yfir neitt upp á heiði á virkum og því tilvalið að rústa helginni með vinnu :-) Til merkari fretta má teljast að við Jón Viðar skelltum okkur á tónleika á NASA á fimmdudaginn og hlíddum á eðal rokksveitina DEUS. Var þetta hin mesta skemmtun og aldrei skal vanmeta gildi góðra tónleika! Svo er það bara Roger Waters í sumar, verður ekki ógeðslegt það!!

Sunday, February 26, 2006

Vinnuhelgi dauðans!!



Jamm var að vinna alla helgina, kominn tími til að reyna að grynnka á innbakkanum hjá mér!! Það hefur svo sem gengið vel, er bara svo skratti leiðinlegt að haga yfir tölvunni heila helgi og mæta svo í vinnu á mánudagi þreyttur eftir helgina!! Annars þá fóru hinir fjölskyldumeðlimir mínir á Nesið um helgina og voru þar í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínu, hefði frekar verið til í að vera þar verður að segjast!! En nóg af væli, virkjunin gengur ágætlega, túrbínurnar að koma eftir helgi og allt að gerast, verður annasamur tími framundan, en þá er bara að bretta upp ermar og bölva í hljóði!!
Stóri plúsinn við að vera einn heima er að þá getur maður gripið til gítarsins hvenær sem manni sýnist og hefur það verið óspart gert um helgina. Fingurnir orðnir ansi aumir verður að segjst. Svo er ég farinn að sprikkla líka, fer í tækinn í Hreyfingu og fór sem dæmi báða dagana um helgina!! Tók svo til í húsinu!! Stefni á bjórdrykkju og sjónvarpsgláp í kvöld!! Aloha!!

Thursday, February 16, 2006

Enn á lífi en varla þó



Já fáránlega mikið að gera um þessar mundir, maður fær bara ekki af sér að pikka á tölvuna eitthvert blogg rugl þegar maður er kominn með krónískt ógeð á pikki!! Byggining rís upp á heiðinni og endalausum hlutum sem þarf að redda. Túrbínurnar og eimsavalarnir að koma í lok mánaðarins og ekki kemur til með að létta á manni þá veiiiiiiii!! Orðið sem mér dettur í hug er tussa!! Svo er Ástþór Örn þriggja næstu helgi og verður haldið upp á það með pompi og pragt!! Ég get ímyndað mér hvað pragt er það er sennilega sletta af orðinu pragtful en pomp hvað í helvítinu er nú það??? Best að fara að semja eina skýrslu, ekki að ég nenni því!!!

Wednesday, January 18, 2006

Í snjó og blíðui



Það hefur bara verið þessi fíni vetur undanfarið eins og flestir hafa nú orðið varir við. 12°C á heiðinni í gær og kafaldsbilur í dag. Búið að vera mikill erill í vinnu en það er nú svo sem ekkert nýtt. Fékk nýjan vinnubíl í gær, skilaði þá OP-inu sem er Toyota Rav og fékk glænýjan Toyota Hilux doble cab. Hann er svo sem ekkert sá sprækasti á götunum en ágætist jeppi og mikill plús frá Rav dótinu. Líkar ágætlega við Hiluxinn verur að segjast. Vann svo 5 slöskur af rauðvíni í gærkveldi í rauðvínshappdrætti í vinnunni, var búinn að spila með í gott ár án vinnings svo maður er aðeins að saxa á mínusinn í þeim leik!! En best að halda áfram að skrifa fundargerð!!

Saturday, January 07, 2006

Helgin langa



Já það vill svo vel til að ég var í fríi á fimmtudag og föstudag og var því komin með lengra frí en jólin töldu!! Ástæða þess er að ég fór í nefaðgerð á fimmtudagsmorgunn og er að jafna mig í rólegheitunum. Svæfing og allur pakkinn og allt klárt. Mjög gaman að sofa heila nótt með grysjur í nefinu að fingralengd og þurfa að anda með munninum alla nóttina. Það er ekki fjör að vakna 20 sinnum á næturnar gersamlega skrælnaður niður í rassgat. En núna er búið að fjarlægja grysjurnar og allt horfir til betri vegar. Eins og venjulega er kleppur að gera í vinnuni og því ágætt að kúpla sig aðeins út úr því. Áramótin voru fín, hreindýr á boðstólnum og allt klárt. Það verður seint ofmetið að eta góðan mat. Svo fara dagarnir bara í bókalestur og vinnu, allt frekar mikið á rólegri nótunum hjá mér um þessar mundir!!