Saturday, April 05, 2003

Þá er það dagur tvö í blogginu! Vaknaði um hálf níu að dönskum tíma við hjal frumburðarins. Fyndið að morgunfúli maðurinn ég hef mjög gaman af því þegar guttinn er að spjalla við mig á morgnanna. Svona getur maður breyst. Erum að fá heimsókn á eftir, Ásta Finnboga og dætur (frænkur Svanhildar úr Eyjunum) ætla að líta við. Annars þá er ég að drepa Svanhildi úr hvítlaukslykt, fékk mér hvítlauksbrauð með pastanu í gær og þar sem laukur/hvítlaukur fer afar illa í ungabörn má hún ekki borða slíkt. Þar af leiðandi er ég eini aðilinn í hjónarúminu sem að ilma eins og Hallgrímur Hvítlaukur!!!! Ekki vænlegt til árangurs það. En nú er laugardagur og hans skal njóta!


Friday, April 04, 2003

Þá er maður búinn að finna kommenta kerfi sem að tekur á móti nýjum notendum, geypilega sniðugt það. Eða eins og Otti myndi segja: "ekki ruslið í því". En þar sem maður er enn svo nýr í þessum heimi bloggsins er ekkert endanlegt form komið á þessa síðu. Í óreglunni verður að vera viss regla þannig að óreglan geti þrifist og dafnað og þann fína þráð á ég eftir að spinna.


Ekkert af þessum feedback kerfum tekur við nýjum notendum. Þetta eru náttúrulega aumingjar allt saman. Þetta stafar af því að aumingja dýrkun alheimsins er svo yfirgengileg að það hálfa væri þrisvar sinnum of mikið. Þannig er nú það!

Þetta dót er þá farið að virka! Ég sit hérna uppi í skóla (DTU) og er að tapa mér af leiðindum. Orðið frekar ágengt með lokaverkefnið mitt þó, þannig að dagurinn er búinn að nýtast ágætlega. Er að spá í að koma mér heim og kaupa mér kassa af Øli á leiðnni, aldrei of mikið af Öli. Spyrjið bara Egill ef þið trúið mér ekki.
Þá er maður farinn að prófa þessa bloggera vitleysu. Þetta er efalaust ágætt þegar maður er að snappa yfir lærdóminum að geta ruglað eitthvað á netið.