Friday, July 09, 2004

Vinnupirringsblogg

Jæja þá er komin helgi. Planið hafði verið að taka sér frí í næstu viku og ná þannig tveimur helgum og viku eða níu dögum í frí í beit. En ég þarf að ná að skila drasli af mér sem aðrar verkfræði stofur eru farna að bíða eftir og hann hljóðdeyfilagnir og þennslureikna þær þar sem smiðirnir eru farnir að bíða eftri þeim!!! Því frestast þetta frábæra plan mitt um eina viku, það er að taka sér níu daga frí! Ef að heldur svona áfram í vinnunni fer maður nú að fá ómissandi komplex sem er skelfilegt fyrir bæri og í raun vírus á allt líf utan vinnu. Svoleiðis komplexar leiða til óhóflegrar yfirvinnu og frítímarnir fara í að hvíla sig og safna kröfum fyrir komandi vinnutörn!!! Ef að einhver sér þess merki að ég sé að fara út í svoleiðis fíflagang þá vinsamlegst stöðvið mig!!!
En núna er ég farinn í sveitina!!!

Thursday, July 08, 2004

Placebo tónleikarnir

Þá er Placebó tónleikunum lokið og vóóóóóóóóóó!!! Ég var búinn að heira að þeir væru frábærir á tónleikum og bjóst því við þeim mjög góðum, en ég verð að segja að þetta fór langt fram úr mínum væntingum sem þó voru tölverðar. Þvílík snilld þetta kvöld var, lagaval frábært og flutningur framúrskarandi og mikið stuð á sviðinu, djöfulgangur og læti af bestu gerð. Eina sem að vantaði var að þeir tækju lagið I know, sem er þvílíkt afburðarlaga, en það svo sem fyrirgeftst þar sem þau lög sem þeir tóku voru lítið síðri! Þetta var sem sé snilld x 4 og eftir að hafa sé þessa tónleika er ég bara ekkert fúll yfir að hafa misst af Metallica. Svo var ég heima fram að hádegi í morgun, Svanhildur þurfti að skreppa á bókasafnið og ég var því með gaurinn. Skruppum í hjólatúr, spiluðum á gítar og létum öllum illum látum og höfðum hina mestu skemmtun að! En núna þarf að vinna upp þessa töpuðu fjóra tíma í morgun og gott betur!!!!

Wednesday, July 07, 2004

Placebo

Þá eru það tónleikarnir í kvöld, verður magnaður fjári nokkuð klár á því. Var í vinnunni til 6 í gær, hef ekki verið svo lengi í langan tíma, nenni bara ekki að vinna yfirvinnu núna enda sumar og ekki ástæða til þess að vera að slíta sér út á skrifstofunni. Nógur tími á veturnar til þessa að ná sér í smá extra aur, sumurin á að nota í annað það er mín skoðun og eins og svo oft áður sú rétta! Annars þá fékk ég mér annan skjá í vinnunni í gær og er núna með tvo skjái tengda við tölvuna almagnað fyrirbæri það, maður getur notað annan skjáinn sem aðal og hinn til að henda ýmisskonar drasli á, nú eða verið með tvö wordskjöl uppi við eða eitthvað í þeim dúrnum. Þetta er klárt nördismi að mínu skapi!!

Tuesday, July 06, 2004

Andlaust þriðjudagsblogg

Áfram áfram bílstjóri eða áfram áfram vikan þitt er valið! Það er alveg eins og ég átti von á því að núna er maður drullu fúll yfir að hafa ekki eitt peningum á Málmsleikjuna (Metallica) en það var ekki gert og því er ekki almenn gleði með það núna. Hlusta bara á lyfleysuna og hita upp fyrir tónleikana á morgunn, verð ekki leiðinlegt að berja þá augnum strákana þó svo þetta sé allt kolöfugt og tvíkynhneigt í bland þá er tónlistinn ekki verri fyrir bragðið. Einhverra hluta vegna á ég disk með Pat Benatar inni á tölvunni minni og einhverra annara hluta vegna hlustaði ég á hann í gær! Hvað var að gerast með tónlist upp úr 1980 það var bara rusl í gangi á þessum árum poppið er vond tónlist og pop rokkið hennar Pat ekki mikið skárra. Ekki það að hvað mun fólk segja um þessi helvítis smáhommabönd, westlife, boyzone og þessi stelpnabönd þegar fram líða stundir. Þetta er náttúrulega ógeðsleg tónlist stíluð inn á 12 ára stelpur, hvernig er það er það endalaus markaður þessar fjandans 12ára stelpur. Þetta drasl er spilað í útvarpi svo eðlilegt fólk neysist til að hlíða á þennan viðbjóð sé maður ekki í seilingar fjarlægð við útvarp til að geta slökkt! Hvað er svo með þetta nýja smá homma band sem var verið að setja saman hérna heima, Iceguys hvað er þetta klént og hallærislegt nafn, er þessi hljómsveit örugglega ekki grín. Ég er svo gersamlega steinbit!

Monday, July 05, 2004

Jæja þá er hafin ný vika það er bara þannig! Áttum hina bestu helgi, skruppum í brúðkaup hjónin og tengdapabbi og Ástþór Örn fór í pössun til Þórdísar systur og það vildi svo vel til að Affí systir var þar líka og voru þær með hann úti í eina þrjá tíma á laugardaginn því ekki vildi piltur una sér inni í bæ! Brúðkaupið gekk fínt og var hin besta skemmtun, en þarna var æsku vinur Svanhildar að gifta sig. Svo elduðuð þau feðginin svaka flottan teriaki kjúkling og steikt grænmeti á austurlensa vísu í gær það var glæsileg máltíð svona rétt fyrir úrslitaleik EM í gær sem reyndist hreint með ólíkindum eins og flestum ætti að vera ljóst! Svo var ég andvaka í gersamlega alla nótt einhverra hluta vegna og er því eins og zombie hérna í dag! Húrra verður sem c semmtilegur dagur í dag.
Já og það er verið að endurnýja lagnir í götunni hjá okkur og það tókst ekki betur til en að símakapallinn í botnlanganum var tekinn í sundur á föstudaginn og þar við situr, enn síma og internet laust í kofanum hjá okkur. Var reyndar ágætt að vera ekki að eyða tíma á netinum um þessa helgi maður er mun háðari þessu en maður heldur!!