Friday, September 12, 2003

Þá er tölvan mín "up and running" loksins, var að tengja hana á netið . Ekki létt mál í raun. Það er ADSL kerfi hérna með router og hub og blessað net kortið mitt bara fannst ekki. Þurfti því að leggja höfuðið í bleyti (með Y komið af blautur), og fann windows forrit sem finnur IP tölu vélarinnar, sem reyndist vera sænuð á kolligienetið í danmörku. Með þessu forriti gat ég releasað IP allar IP tölur af vélinni og reasigned réttar tölur í staðinn. Ok og þá kemur spurningin, hverning í helvítinu á venjulegt fólk að finna svona vitleysu út, tók mig tvö kvöld að fatta þetta, enda er ég enginn netstjóri og stendur ekki til hjá mér að verða það, Nei. Beið samtals í 20 mín í símanum á þjónustuveri OG Vodafone en ekki svarað, enda hvernig á nokkuð gott að geta komið frá fávitum sem styrkja Man shitter Ónýtt (Man U fyrir fattlausa).
Annars allt fínt að frétta, byrjaður í vinnunni og gengur bara vel, mun koma til með að starfa við Hellisheiðarvirkjun, það er spennandi, þar sem sú virkjun er á fyrstu stigum. Ég er raunar að kíkja á mögulegar staðsetningar á stöðvarhúsinu, hvar hægt sé að hafa það þannig að allir séu sáttir, gaman að því. Svo er bara verið að klára að pakka sér upp og reyna að koma draslinu sínu fyrir, ekki létt verk né löðurmannlegt það (löðurmannlegt??- Hvað er að vera löðurmannlegur????, er maður ataður út í sápu (saman ber sjónvarpsþáttinn Löður (SOAP)). Nei ég bara spyr. Svo er skýrn hjá okkur á sunnudag og nafnið á drengnum mun verða!!!!!! Jú Ástþór Örn, mikil spenna fyrir nafninu verður að segjst hehe.
En nú er spurningin að fara aðeins og löðurmannast og skreppa í bað.