Thursday, July 17, 2003

Enn fjandans hiti og svæla, var nánast ólíft í íbúðinni okkar í gær og þó að gluggin væri opinn í alla nótt var enn svaka hitabræla inni í morgunn. Vigga föðursystir Svönku er í heimsókn og er það vel, þá hefur Svanhildur einhvern félagsskap, maður verður sennilega ekki mikið heima næstu tvær vikurnar eða svo. Gersamlega hættur að nenna þessu verkefni, ekki það að ég hafi nennt því á einhverjum tíma punkti, oh nei. Forritið mitt er orðið bilað stórt, 23MB excel skjal sem tekur um 12klst að ítra í gegnum, veiiiii, eða þannig. Hafa hlutina einfalda, forrit ættu ekki að vera stærri en svo að þau væru að leggja saman tvær tölur og því allt eins gott og betra að nota vasareikni. Ég mæli persónulega með Casio FX-580, búinn að nota einn slíkan síðan ég var 13 ára, hefur dugað fínt í verkfræðinni. Nota reiknistokk, þeir voru að svínvirka í gamladaga!!!


Wednesday, July 16, 2003

Djöfull er leiðinlegt að vera að vinna inni í 26°C hita. Snapp markið færist óðfluga nær. Ekki til að bæta það, þá er Hans félagi minn, (sá sem hefur haldið geðheilsu minn í lagi á meðan að á þessum skrifum hefur staðið) að klára að binda sína skýrslu inn. Þannig að ég verð einn síðustu tvær vikurnar. Svo sem ágætt, Hans átti að skila 20.júní en það hefur dregist um tæpan mánuð hjá honum. Eru þá orðnir tveir eftir hérna niðri, ég og einn dani. Hann er svo sem ágætur, eða eins ágætur og venjulegur dani getur orðið. Þeir eru jú reyndar mun skárri á sumrin danirnir, veit ekki hvort þeir eru haldnir svona vetrar þunglyndi eða hver djöfullinn þetta er með þá. Ekki er það skortur á öli svo mikið er víst. Annars þá var það áhugaverðar staðreyndir sem komu frá Norge. Það er eitt af fáum löndum sem verðleggur áfengi en djöfulegar en Ísland og hverju skilar það??? Jú þeir drekka jafn mikið og danir, sem eru með lágt verð!!! Þetta er greinilega að skila sér hjá strákunum í Norge. Helv.. hommonistar þessi áfengis mafía heima. Söfnum liði og berjum þá segi ég, Já.


Tuesday, July 15, 2003

Þriðjudagur til þrautar segir einhvernstaðar að ég held. Búið að vera 26°C hiti og raki frá víti núna um skeið og gaffal. Ég er bara alls ekki að fíla það, fastur inni í sagga víti sem nefnt er bygging 402 í DTU. Ágætt að vera með svona "solar shading" á glugganum þannig að maður þurfi ekki að vera að horfa út, frekar fúlt að sjá sól og blíðu og vera fastur inni. En þetta er jú raun hins innivinnandi manns. Gengur ágætlega með verkefnið, er að klára forritið mitt, það er grunnin af því, þarf svo að láta það virka fyrir allar klukkustundir ársins. Miðað við ítrunartíma tekur það svo sem einar 12 stundir að láta það malla og ég þarf að láta það malla níu sinnum. það er ágætt tölvuver hérna á efri hæðinni með níu tölvum og þær fá að malla einhverja nóttina...! Spurning um að fara snemma heim í dag og koma við á ísbarnum, ekki slæmur sá. Maður getur fengið sér "Store Madsen" en það er eins og nafnið gefur til kynna, kúluís með fimm kúlum, einum negrakoss (sem heitir hér flødebolle), ísúr vél ofaná það, rjómi ofan á ísinn úr vélinni og sulta ofan á rjómann. Þetta er stórt helvíti, læt mér litla madsen duga, það er bara tvær kúlur og ís ofan á, temmilegt fyrir svona norðanhafs strák eins og mig.