Tuesday, April 22, 2003

Þá er maður kominn úr sveitinni. Skruppum á Snæfellsnesið um páskana, vorum þar í góðum vellystingum og yfirlæti. Ekki farið mikið fyrir blogginu á meðan, en það er jú prinsip mál hjá mér að blogga ekki í gegnum 56k módem, það er bara ekki að gera sig!!! Svo nú er maður mættur í bæinn aftur, stútfullur af kvefi, með tak í baki og almennt alveg ómögulegur :-) Magnað fyrirbæri Ísland. Maður hefur ekki fengið almennilegt kvef í útlöndum í allan vetur, er svo rétt búinn að vera viku á Íslandi og strax farinn að þurfa að anda í gegnum saltvatnsupplausn. En svona er þetta, jaðarskilyrði lands vors eru svo þröng að ekki þarf nema einn hvefsýkil til að hálft landið liggi. En í staðinn höfum við ætan fisk sem er ófylltur af kvikasilfri eins og tíðkast í danaveldi, lambakjöt á lágmarksverði og heila þjóð að fólki sem ekki er hægt að alhæfa um að sé viðrini. Eftir veru mína í danmörku, trúið mér það er stór kostur!! Stór!