Friday, November 05, 2004

Slátur



Jamm núna er það spurning hvað maður nennir að vinna lengi því að það er sláturgerð í aðsigi á Snæfellsnesinu. Jamm hef ekki slátur snætt í áravís og er það ekki vel. Mun því taka sig upp tölverð gleði og hrifning í hjarta þegar að fyrstur verður soðinn keppurinn úr upplaginu að tarna. Jamm spurning um að slíta upp nokkrum lítrum af súr og græja sér slátur í grautinn, það væri ekki ruslið í því fyrst maður er að byrja á þessu á annað borð. En sennilega er best að taka bara fá skref í einu og kaldrúnka þessu ekki í byrjun! Sem C sláturgerð hjá mér og hver veit nema að ein kippa af öli slæðist ofan í mann við framkvæmdirnar. Jaaa hvur gráskjóttur!!

Wednesday, November 03, 2004

Stofuskápurinn fíni!



Jamm þá erum við komin með þennan fína stofuskáp. Fluttninga maðurinn frá tekk mætti eftir fimm í gær með herlegheitinn. Það eina var að þetta var svo þungt að það var ekkert spaug. Byrjuðum á að bera skennkinn upp og hann var léttari hluturinn en tók helvíti vel í vannotaða vöðvabyggingu tölvuþrælsins en upp og inn fór hann og var það vel. Svo fórum við og náðum í efri skápinn, en hann er með glerhurðum og úr þykkum við og þegar við lytfum honum upp hélt ég að ég hefði hann ekki á loft. Djöfull var þetta kvikindi þungt. Náðum að bera hann upp stigann upp á fyrstu hæðinna (fyrsta hæðinn hjá okkur er ekki á jarðhæð!!) en þegar þangað upp var komið var allt afl búið í lyklaborðhöndunum á mér og ég varð að leggja skápinn frá mér og hafði hann ekki á loft aftur. Það kom ekki að sök þar sem við gátum ítt honum inn og ekkert skemmdist nema egoið hjá mér sem beið tölverða hnekki. Það er nú ekkert langt síðan að maður hefði leikið sér að því að bera þetta inn. En það virðist einhvernveginn vera að maður safni ekki þreki fyrir framan tölvuskjáinn, skrítið. En þetta var klárt wake up call fyrir ræktina það er bara þannig!!!

Tuesday, November 02, 2004

Tilboðsopnun



Jamm skapp á fund upp á Orkuveitu í dag og var tilefni hans að vera viðstaddur opnun á tilboðum í skiljusmíðina mína. Það er skemmst frá því að segja að andrúmsloft er frekar rafmagnað á svona samkomum þar sem fjöldi manns er þar saman kominn að bjóða í verk fyrir hönd síns fyrirtækis og margar milljónir eru í boði. Skulum bara segja að menn eru ekkert að reyta af sér brandar við svona tækifæri. En samt gaman að sjá hvernig svona fer fram. Svo þarf maður að fara að liggja yfir tilboðunum og sjá hverju best er að mæla með. Jamm svo erum við búinn að vera að spá í skenk í Tekk og ætlaði móður amma Svanhildar að gefa okkur aur í honum. Var gamla konan mjög rausnarleg þar og kunnum við henni þakkir hinar bestu. Skennkurinn með skáp kemur svo í hús eftir fimm í dag og þá getur maður farið að sækja stellið fína úr villeroy og bock sem við fengum í brúðkaupsgjöf, en ekkert hefur verið plássið til að setja það þar sem enginn hefur verið skápurinn. Nú er sem C búið að leysa úr því og stofan að taka á sig endanlegri mynd. Fagn!

Monday, November 01, 2004

Jamm og jæja



Jamm enn ein helgin í valnum en í staðin er farið að styttast í þá næstu. Var hin ágætasta helgi, vinna í gær og afslappelsi og spaug á laugardaginn. Kjúklingut að Tyrkneskum hætti í gær og gin og tónik á laugardag. Jamm helgar eru yndi. Jólin nálgast líka óðfluga og er það vel, hlakka reyndar meira til páskana þar sem páskafríið er mun lengra en jólafríið að þessu sinni. Ótrúlega magnað til þess að hugsa að vera ekki í prófum fyrir jólin núna, innri plannerinn hjá manni gerir alltaf ráð fyrir prófum á þessum tíma þannig að það er alveg magnað að vera að fatta að maður þarf ekki að undirbúa sig fyrir svoleiðis leiðindi þessi jólin. Neibb núna þarf maður bara að undibúa sig undir Julefrokost og vonandi jóla glögg einhversstaðar og ekki myndi skemma að fá sér spænskar vöfflur með að Dönskum hætti. Jamm það væri það!!