Monday, August 15, 2005

Akureyri



Þá er maður búinn að skreppa norður. Eins og venjulega var þetta allt of stutt ferð og maður náði bara að gera part af því sem að maður ætlaði. Skruppum í Mývantssveit á laugardaginn og gerðum góðan dag þar, eina sem klikkaði þar var að ekki vanst tími til að skreppa í Gautlönd og var það miður. Að sama skapi náði ég heldur ekki að kíkja á Björn Böðvarsson á Akureyri, en þar sem hann hefur svo sem ekkert verið að mölva niður hjá mér dyrnar þegar hann er í bænum fyrirgefur hann mér það ábyggilega :-) En ferðin var fín, veðrið ömurlegt, 8°C og rigning og sást ekki einusinni í Bláfjall og Sellandafjall nema að hluta. Maður þyrfti bara að drulla sér norður í gæs í haust og kíkja á þá sem ekki náðist núna!!