Friday, November 19, 2004

Allir út að borða nema ég!



Jamm þannig er það nú í þessu hádegi að stór prósenta fyrirtækisin fór út að borða. Einar Gunn vann mat fyrir 8 á fylgisiskum og bauð öllum konum stofunnar út að borða (ekki í fyrsta skipti sem konunum er boðið, hvar er jafnréttið hérna). Svo eru Torfi og fleiri góðir í mat með OR manni sem er staðarverkfræðingur á Hellisheiði. Því skruppum við Freyr bara á Gamla vestið og fengum okkur risaborgara að hætti hússins. Jamm ef það vill enginn annar gleðja mann þá gleður maður sig bara sjálfur og málið dautt :-)
Ennþá meiri gleði í vændum, því nú er föstudagur og allir kátir!!!

Thursday, November 18, 2004

fløde boller



Jamm í eftirmatinn hjá mér í vinnunni voru mandarínur og fløde boller eða negrakossar eins og þeir heita víst hér. Danir eru allveg vitlausir í þessi ósköp og þar gat maður keypt bakka með fløde boller með einum 20-25 bollum ef vildi og svo náttúrulega minni pakkningar líka. Jamm þeir eru engir áhugamenn um fløde boller. Annars er eitthvað svo mikill föstudagur í mér, sennilega þar sem maður er búinn að vinna tímana sína fyrir þessa viku og því finnst skrokknum tími á helgarfrí. Verður því hið mesta skúffelsi á morgun þegar að blessuð vekjarklukkan glymur í eyra. Jamm það verður ljúft að vakna ekki snemma á laugardagsmorgun, ætla að vona að það verði kallt úti og helst smá vindur, þá er alltaf best að liggja aðeins lengur. Spurning um það hvort sonurinn sé til í slíkt það er mitt laugardags lottó!!!

Wednesday, November 17, 2004

Sofið út (Næstum)



Jamm maður var að mæta í vinnuna núna um hálf tíu. Er venjulega mættur ekki seinna en 7:30 því ég þarf að fara heim aftur og með Ástþór Örn til dagmömmunar, en núna nennti ég ekki að vera fastur á eftir einvherjum spólandi sumardekkjafíflum með bílinn á 6000rpm og allt ekki klárt! FÍFL!! Þannig að við lágum bara eins og skötur til hálf níu og drifum okkur þá á fót og fætur og voala hér ég er!! Mér þykir mjög gaman að keyra í snjó, það er viss kúnst, en málið er að 97% innfæddra hafa ekki hugmynd um hvað það gegnur út á og þetta lið er stórhættulegt. Snéri einn bíl rétt fyrir aftan mig í gær, var að taka 90°beygju á van bíl og fannst allveg tilvalið að taka hana eins og það væri sumardagur, verandi jú á sumardekkjum. Fíflið var heppið að það var ekki neinn að koma á mótihonum því hann snérist 270°. Jamm svona er þetta hérna og enganveginn öðruvísi.

Tuesday, November 16, 2004

Jamm og jæja



Já þá er ekki öll vikan eftir bara meiriparturinn af henni!! Er að vona að versta törnin hjá mér sé búinn í bili á fimmtudaginn en maður þorir ekki að vona!!!! Jamm veturinn kominn með öllu sínu tilheirandi og núna vantar bara meiri snjó og gönguskíði og þá er allt klárt! Já eða sleða, ekki væri það verra. Svo er það blessaða kennaradeilan. Hvur djöfullinn er að þessum kennara aumingjum!! Jú vissulega er þeir með lág laun og allt það en núna er búið að setja lög á þá og þá taka þeir sig saman með fjöldaveikindi og koma opinberlega fram og segja það!!! Það ætti að kæra þessa andskota. Þegar ég sótti Ástþór í gær til að fara með hann til dagmömmunar þá voru krakka grey á öllum aldri ráfandi um götur og tún að rölta heim þar sem enginn var skólinn. Alveg niður í smá gríslinga. Ég veit ekki hvað kennarar gerðu ef eitthvað kæmi fyrir þessa krakka, svo sem keyrt yfri einn sjöára eða svo vegna þess að kennarar eru í fílu, það væri gaman að hafa það á samviskunni. Óháð því hvort að þessi meðferð á kennurum er sanngjörn eður ey þá er meðferð kennara á börnum ekki sanngjörn það er ljóst og samúð mín er ekki hjá kennurum eftir þessa framkomu!!!!

Monday, November 15, 2004

Helgin að baki



Jamm helgin liðinn og vinnuvikann framundan. ÖLL. Hvur djöfullinn. Jamm var í vinnunni allan laugardaginn og ákvað að taka mér smá hlé á sunnudaginn og safna siðferðisþreki. Veitti ekki af satt best að segja. Jamm vorum bara að spauga feðgarnir á sunnudaginn, Svanhildur ekki heima obbann af deginum og við því eitthvað að spauga. Jamm það er það albesta að vera bara að leika með syninum. En núna er því ekki að skipta og blessaður skrifborðsstólinn beið eftir mér brosandi í morgunn. Eldabuskann búinn að vera veik síðan á fimmtudag og maður þarf því að skreppa út í bakarí á eftir, nú eða fara bara á Old vest og fá sér eðal borgara þar. Það væri það nú!!