Friday, May 21, 2004

Jæja þá vorum við Freyr að koma úr Og vondifónn með lyfleysumiða undir höndum (Placebo). Ég er búinn að vera að spá í að fá mér miða í fleiri mánuði en þeir bara seldust ekki upp þannig að ákvörðunin var ekki tekinn af mér og ég þurfti að kaupa miða að þeim sökum. Hlakka mjög mikið til að skreppa þar sem þetta band er tær snilld og í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir eru líka frægir fyrir að vera afbragðs tónleikaband. Svo var það brandari dagsins, það eru enn til um 200 miðar á Metallica, voru einhverjir 60 til í síðumúlanum þannig að það er ekki uppselt á þá enn. Það er bara full dýrt á þá fyrir minn smekk, langar mun meira að sjá lyfleysuna. Spenningur tölverður, ekki síst fyrir þær sakir að það er svo Pixies í næstu viku þannig að þetta stefnir í að verða hið besta tónleika sumar!!!

Thursday, May 20, 2004

Jæja þá er maður mættur í vinnuna á enn einum frídeginum!!! Hvaða bull er þetta á manni, af hverju er maður ekki heima hjá sér að slappa af. Spurningin er í rauninni sú, hví velur maður sér vinnu þar sem maður er alltaf að drukna í vinnu, virðist engan enda taka þessi keirsla og það er fyrirsjáanlegt að það verði svona til 2014. Þá verður sennilega líka komið eitthvað annað þannig að það verður sennilega keirsla út allan starfsferilinn, en það fylgir jú minni stétt. Hvað með að verða bara húsgagnasmiður?? Vinna 8-4 frí allar helgar, er það ekki draumurinn, laus við að hanga framan við tölvu!!! Já þetta er findin stétt manna sem ég tilheiri. Annars þá svaf Ástþór Örn ti l9:30 í morgun eftir að hann gafst upp og sofnaði aftur klukkan hálf sjö í morgun. Það var indislegt að sofa svona lengi mætti alveg endurtaka sig mjög bráðlega mínvegna!!!

Wednesday, May 19, 2004

Jæja þá er kominn miðvikudagur og frídagur á morgun sem er vel. Ég verð reyndar sennilega að vinna á morgun og fæ mér frí um helgina í staðinn. Held að það sé í raun fín skipti að taka helgina góða. Annars er allt á fullu í vinnunni, er að drukna þar sem væri svo sem í lagi ef maður væri svo ekki líka á fullu að athuga með íbúðir, ekki mikill tími sem maður hefur í það og þar að auki er úrvalið á íbúðum afleitt um þessar mundir. En maður verður að bíða og vona og reyna að fylgjast með þess á milli. Annars segir fátt af einum, skruppum þó fjölskyldan á Á næstu grösum held ég að það heiti, á Klapparstígnum núna í hádeginu og það var mjög gaman Alltaf gaman að skreppa smá út saman. Svo ætlar Svanka að kíkja á vinkonu sína á eftir en ég verð í vinnunni á meða :-(

Tuesday, May 18, 2004

Jæja þá er íbúðarleitin hafinn á nýjan leik, fórum að skoða eina í gær. Vildi svo skemmtilega til að hún var gömul píanó búð sem búið er að breita í íbúð og var bara ekki alveg að gera sig verður að segjast. Ætluðum að skoða aðra en blessaðru fasteignasalinn hringdi aldrei þannig að ekkert varð úr því. Meiri aumingjarnir þessir menn, úfff. En svo er bara að berjast áfram í þessu, verst hvað þetta er djöfull leiðinlegt. Súpermann reddaði málunum eins og venjulega í mánudagsseríunni í gær, kom það mikið á óvart!!! Ég er orðin krónískt syfjaður, hvað getur maður gert við slíku????

Monday, May 17, 2004

Jæja þá er helgin liðin og vikan tekin við þar af leiðandi. Þetta var hin fínasta helgi í sveitinni, búið að vera í sauðburði og tölverðum framkvæmdum, rifin niður ágyrndarborð í hlöðunni, borin grús í gólfið á nýju skemmunni og tölverð dráttarvélavinna hjá mér. Svo náttúrulega borðaður góður matur og horft á júróvisíón. Skrítið að við skildum ekki fá fleiri stig því þetta var svo frábært lag sem við sendum, fjörugt og kraftmikið og alls ekkert leiðinlegt!!! En annars þá skilaði jóni þessu leiðinlega lagi ágætlega, við fengum í raun eins mörg stig fyrri þetta lag og við áttu skilið. Ástþór Örn mjög kátur með dvölina í sveitinni, hann vildi helst hvergi annars staðar vera ef hann mætti ráða. Svo hefur eitthvað fjárans skorkvindi ákveðið að bíta leggina á mér í tætlur, en það væri svo sem í lagi nema að kvikindið lagðist á fleiri fjölskyldu meðlimi, þ.m.t. Svönku og tengdapabba. Þessi týpísku kvikini sem lifa í heyinu á vorinn og skríða upp leggina á manni í fjárhúsunum og verða sér að góðu. Hata skordýr. Svo kasta Elva, meri sem tengdapabbi á, í nótt þannig að við passlega misstum af því, maður verður bara að kíkja á afkvæmið í næstu ferð!