Friday, April 16, 2004

Jæja þá er það föstudagur. Mættur frekar snemma (6:30) í vinnuna þar sem ég þarf að fara upp úr hádegi út á flugvöll og til Danmerkur. Verð nú að segja að ég er farinn að hlakka frekar mikið til að koma þangað aftur, það er það langt um liðið síðan ég var þar síðast að maður er búinn að gleyma hvað Danir eru óendanlega miklir nöldrarar. Ekki það að það er svo sem allt annar pakki að koma þangað sem ferðamaður en sem heimamaður, maður ætti nú að sleppa við nöldurpakkann niður í miðbæ, þó veit maður aldrei með Danina. Ég er að berjast í útboði sem að ætti að fara í yfirlestur í dag, bind nú vonir um að það takist, í það minnsta ætla ég að reyna að ná því fyrir hádegið. Enginn Ástþór Örn heima í gær, hann farinn vestur með afa sínum og ömmu þannig að við hjónin vorum bara ein í kotinu, alltaf skrítið að vakna ekki með hann í herberginu!!! Verður mjög gaman að hitta hann aftur eftir helgi. Megið þið eiga góða helgi gott fólk!

Thursday, April 15, 2004

Fékk þennan link sendan í pósti um daginn og verð að segja að þetta er alveg mögnuð lesning. Mæli með að fólk kíkji á þetta er löng lesning allt í allt en þetta er bara alveg þrælmagnað. Er sem sé um móoturhjálatúr í gegnum Gosthtown í Chernobyl.

http://www.angelfire.com/extreme4/kiddofspeed/chapter1.html
Jæaja þá er afmælisdeginum lokið. 30 ára plús einn dagur and counting!!!! Var frekar findinn afmælisdaguri í gær, var mættur í vinnuna klukkan 7 og fór héðan eftir 18 í gær, ekki mikil tilbreyting í því :-) Svanhildur pikkaði mig svo upp og við rúlluðum niður á Austurlanda hraðlestina (takeaway frá Austur India fjelaginu) og kipptum um réttum fyrir heimilisfólkið sem svo var svolgrað niður með einni rauðri. Þetta er alveg magnaður matur hjá þeim verð ég að segja, svo sem dýrt takeaway 1500 kr á mann, en samanborðið við ómerkilega pizzu er þetta ekki svo dýrt svona til hátíðarbrigða og margfallt er þetta jú betra. Svo fór Svanhildur aftur upp í tölvu en hún er í heimaprófi núna sem hún þarf að skila fyrir klukkan 4 í dag og sat hún fram undir klukkan 12 og þá var ég náttúrulega löngu sofnaður. Diddi kíkti svo aðeins inn í gær, hann er á leiðinni til Prag með Sigyn og eru þau sennilega á vellinum núna eða vélinni þannig að þetta verður fín ferða helgi hjá okkur bræðrunum. Fékk svo nokkrar hringingar eins og lög gera ráð fyrir. Svo er það náttúrulega gítarinn sem Svanka og Ástþór Örn ætla að gefa mér, ætla að fara með þeim og velja einn grip. Svo er það bara að fara og læra að glamra, stefnan er að eftir svona tvö ár verði maður orðin slarkfær glamrari!!!!

Wednesday, April 14, 2004

Þá er stundin runnin upp, Ziggy er formlega orðinn gamalmenni. Árin orðin að þremur tugum en skemmtilegra mun það þó verið hafa er þau fylltu tugi tvo. Meira að hlakka til þá en núna. Núna setur samfélagið mér þær skorður að ég eigi að fara að hegða mér eins og fullorðinn maður, hlusta á RUV og hafa hegðun almennt til fyrirmyndar öðrum til eftirbreitni og er þar skýrskotað til ungdóms lands vors. Við þrítugt breitist maður sem sé í Elías fyrirmynd barna í góðum siðum. Málið er hinsvega það að ég mun fresta því um einn tug að stilla á RUV klukkan 7 á morgnanna, en frekar mun ég horfa á það að hafa aðgát í nærveru sálar sem ung er að árum en þó ekki alltaf, nei alls ekki alltaf einhver þarf að kenna þessum krökkum á hið raunverulega líf, nokkur góð blótsyrði og einstaka klámvísur hafa fáa sakað. Því neita ég að láta samfélagið setja mér skorður og randskylirði og festa mig í einhverju fyrirfram ákveðnu hegðunarmynstri, ég mun halda áfram að láta eins og fífl finnist mér það viðeigandi en sína hátterni sæmandi aðalsmanni beri svo undir. Mýmörg dæmi má finna um fólk sem hefur hafnað þessum siðferðisskyldum sínum og er það nærtækasta kanski Björn Óðalsbóndasonur, hann er enn engu nær að verða fullorðinn, og þó svo að hvítu buxurnar séu sennilega ekki lengur til að tala um hefur hann sýnt lítil merki þess að samfélagið hafi bugað hann!!! Sitt sýnist hverjum um þessi efni en staðreindin er eftir sem áður sú að maður hefur náð að "cash inn" einu ári enn og er það vel stefnan er svo að halda því áfram um sinn. Old man Ziggy signing out!!!!!!!!!!

Hvað hefur gerst á þessum degi og hverjir hafa fæðst????
http://www.olywa.net/blame/cal/0414.htm
http://www.electricscotland.com/history/today/0414.htm
http://www.todayinhistory.com/

Tuesday, April 13, 2004

Jæja þá eru frábærir páskar búnir. Vorum í góðu yfirlæti á Snæfellsnesinu, söguðum þar göt í steypuveggi í gríð og erg og átum páskaegg og drukkum öl þess á milli. Maturinn hátt yfir meðallagi og maður enn hálf eftir sig af ofáti. Svo er stefnan sett á Köben um helgina þar sem tengdaforeldrar mínir splæstu á okkur ferð þangað í tilefni þrítugsafmælis míns. Það verður mjög gaman að koma þangað aftur og núna sem túristi en ekki sem heimamaður. Annars þá er allt brjálað að gera í vinnunni hjá mér núna, deadline að bresta á og allt á fullu, maður þarf að vinna hratt til að ná þessu áður en út er haldið, fínt að vera eitthvað fram á kvöld á fimmtudag!!!!!