Friday, February 20, 2004

Þá er helgin runnin upp, en helgarfríið ekki að sama skapi. Þyrfti að vinna um helgina en ég nenni því ekki satt best að segja. Sé til hvort að ég nenni að skreppa nokkra tíma um helgina, meira verður það ekki. Var komin heim um fjögurleitið í gær þar sem búið var að baka köku og fínt fínt á mínu heimili í tilefni af afmæli Ástþórs Arnar. Amma hans kíkti svo í kaffi ásamt Viggu fræmku og þetta var hin skemmtilegasta stund. Ekkert sérstakt er planað um helgina, nema að Þórdís systir ætlar sennilega að kíkja í smá kaffi á sunnudag, á enn eftir að nefna það við Didda ef hann verður í bænum. Ég er bara orðin svo gamall að þegar að maður er að vinna svona mikið í vikunni þá finnst mér bara fínt að slappa af heima hjá mér um helgar. Maður fær líka alltaf fína leikfimi í því að passa Ástþór Örn, æði duglegur að rölta um og taka hluti sem hann á ekki að taka!!! Það er því alástæðulaust að fá sér kort í laugarnar ef maður á einn einsárs!!!!


Thursday, February 19, 2004

Alveg magnað. Ég er búinn að vera að mæta í vinnuna rétt upp úr sjö í margar vikur núna en í fyrsta skiptið í morgun varð ég fyrstur í vinnuna. Hef alltaf verið að velta því fyrir mér hvort að ég myndi ekki rétt númerið á þjófavarnarkerfinu og í ljós kom í morgunn að svo er. Disarmaði kerfið og fór inn. Matti stóri er venjulga kominn klukkan sjö þannig að hann slekkur alltaf á kerfinu en núna var hann skrefinu á eftir mér. Svo eru það náttúrulega stóru fréttirnar í dag, Ástþór Örn er orðinn eins árs í dag. Núna er hann ekki lengur núll ára og er því teljarinn hans kominn í gang. Við ætlum ekki að halda neitt upp á það, þetta er svoddan agalegur fjöldi af ættingjum sem maður á þannig að ef maður byrjar að halda upp á svona verður það hörku vinna. Þannig að á meðan að við búum ekki í okkar eigin húsi þá getur maður ekki verið að standa í því að halda miklar veislur. Það kemur bara á næstu afmælum. En nóg af blaðri, best að halda áfram að vinna!!


Wednesday, February 18, 2004

Þá er dagur miðrar viku upp runninn og mátti það ekki tæpara standa. Verð að segja að ég er alveg ekki að nenna að vera í vinnunni þessa dagana. Búinn að vera eitthvað þreyttur og hálf slappur núna í vikunni og þegar þannig stendur á nennir maður alls ekki að vera að vinna. En maður hefur víst ekkert val með það annað en að bíta í skjaldarrendur! Nóg um það. Íslandía er búin að liggja niðri síðan á laugardag þannig að engar uppfærslur hafa verið að heimasíðunni okkar Svönku, en hún virðist vera kominn inn núna, veit ekki alveg hvað er búið að vera í gangi hjá þeim strákunum. Ótrúlega leiðinlegur rigningarsuddi úti núna, rok og rigning, svona ekta íslenskt sælu veður. Sigyn mágkona átti svo afmæli í gær og Diddi bróðir fékk hjá mér matreiðslubók til að elda nú eitthvað fínt fyrir frúna. Eldaði kjúklingin minn með ananasnum og cashew hentunum, hann svíkur aldrei sá, hepnaðist bara vel hjá honum að mér skilst. Annars þá eldaði ég Baska kjúkling um helgina, hann var góður sá. Fékk svo flotta matreiðslubók frá Svanhildi í jólagjöf að það var ekki seinna vænna að fara að nota hana. Svanhildur græjaði svo mjög góðan karftöflurétt með balsamik ediki og allskonar með kjullanum, þetta var allt hið albesta og verður pottþétt eldað aftur!


Tuesday, February 17, 2004

Heimasíðan okkar www.islandia.is/fortuna liggur því miður niðri vegna bilunar hjá islandia...þetta er ekki það að við séum eitthvað að klúðra málunum.
Kveðja, Svanhildur
Jæja vikan mallar áfram. Ekki mikið að frétta af þessum bænum. Var í vinnunni til 18 í gær frá rúmlega sjö og var eiginlega alveg búinn að fá nóg þegar því var lokið. Leiðinlega mikið eftir af því verki sem ég verð að klára fyrir mánaðarmótin þannig að það verður nóg af yfirvinnu hjá mér á næstunni. Ástþór Örn er allur að braggast orðinn mun kátari og líkari sér aftur þannig að það er allt á réttri leið. Hann er orðinn hinn mesti gönguhrólfur, röltir um öll gólf. Svo er ekki eftir nema að vakan þrjá morgna og næsti þar á eftir er svo helgarfrí!!!


Monday, February 16, 2004

Þá er helgin liðin og eins og venjulega mætti hún vera mun lengri. Sér í lagi þar sem ég fór í vinnu á laugardaginn finnst mér hún eitthvað í styttra lagi. Annars var þetta hin ágætasta helgi, ég var í vinnu á laugardag og svo heima með Ástþóri í gær. Tók til um morguninn heima og svo vorum við Ástþór bara að spauga fram eftir degi. Svanhildur var hjá Guðrúnu í gær þannig að við vorum bara tveir karlarnir heima í gær. Væri svo mikið til í það að eiga mun fleiri daga með honum heimavið, ergo helgarnar þyrftu að vera lengri. Það bendir allt í þá áttina. Í ekki ómerkari löndum en Puerto Rico er alltaf fjögurra daga helgi og einungis unni frá þriðjudegi til fimmtudags. Er það ekki það albesta, eru þeir ekki búnir að fatta hvað þetta gengur út á allt saman. Þykja reyndar frekar latir þegar þeir flytja til annara landa sbr. USA en þá er þetta bara spurning um að vera heima hjá sér í "helgarfríi". En núna er það bara vinnan sem kemur aftur inn af fullum krafti og þá verður maður bara að taka á því.
Ps. gaman að sjá 17milljóna punda manninn slátra Chelski í FA Cup í gær.