Friday, June 27, 2003

Þá er það fös. Breytir engu hvaða dagur það er þegar maður er að vinna verk sem þarf að klára fyrir ákveðinn tíma og maður fær ekki borgað hvort sem er. 25°C hiti úti og ansi heitt þegar maður er í sólinni. Því var alveg tilvalið hjá okkur fjölskyldunni að skreppa út á ísbar og fá sér einn lille Madsen eða svo. Lille Madsen er kúluís með tveimur kúlum, ís úr vél svo ofaná og dýfa yfir öllusaman. Almagnað, Al. En svo er bara að reyna að vera duglegur, próffinn í Germaní fram á þriðjudag og ég hálf stopp þar til hann kemur þannig að maður er bara að hreinsa upp smá hluti sem maður hefur ekki nennt að hreins upp fram að þessu. Ekki gaman, ekki grín og svo allir á Keldunni að hlusta á Metallicu og Iron Maiden but me.....! Sa er osomgert, osomgert.....!


Thursday, June 26, 2003

Nýtt bloggerkerfi uppfært hjá mér í dag þannig að allt gamla bloggið var orðið vitlaust encodað og allt í rugli. Nýjasta bloggið datt út og allt í kúk og kleinu. Var að hlusta á Doktor Gunna og S Kjartansson í morgun og þeir voru með ágætis brandara á zombie listanum. Það var um matvörur sem hefðu verið teknar af markaðinum. Ein hljómaði eftirfarandi: Svitinn af Olgu Fersæt, þótt að framleiðslan væri mikil var eftirspurnin ekki að sama skapi!!!!
Fékk góða heimsókn áðan. Svanka og Ástþór Örn Ofurhetja litu inn, færandi muffins, Cola og Basset's hlaup í poka. Ekki afleitt að fá slíka heimsókn verður að segjast. Ástþór Örn skimaði í allar áttir alveg undrandi á þessum nýja stað. En aftur til starfa, ekki þýðir að blogga daginn í burtu!!


Tuesday, June 24, 2003

Allt á fullu í ritgerðar skrifum. Er að skrifa program sem reyknar út sambland af varmadælu og varmaskipti í nokkrum mismunandi kombinasjónum til varma endurvinnslu í loftræstikerfum. Hljómar spennandi hea, hea. (hea er svona redneck kveðja maður hækkar hljóðið á a-inu og dregur e-ið). Er að kíkja á allt of marga möguleika af samsetningum og notkunar prófílum á húsinu þannig að tíminn styttist óðflug, ekki nema tæpar 6 vikur eftir þannig að nú er bara að bretta upp ermarnar. Fínt að hafa rigningu og leiðindi úti við þá langar mann ekkert út. En það er ekki alltaf rigning hérna eins og sjá má





Monday, June 23, 2003

Fyrir þá sem ekki vita er ég þvílíki matjurtarræktandinn að það hálfa væri þrisvarsinnum of mikið, það er nú bara þannig. Ræktaði þvílít sterkt og fínt chilli sem dó úr þorsta yfir páskana (þoldi ekki Íslandsför okkar). Nú svo hefur rósmarínið alltaf komið sterkt inn, svo og mynntan, basilikum-ið og nú síðast og ekki síst cherry tómatplantan mín. Því til sönnunar og staðfestingar er þessi mynd!

Heldur betur glæsilegt!!! En ég spyr á nýjan leik, hvort er betra krókur eða kelda???? Menn verða að hafa skoðanir á hlutunum. Ég persónulega myndi velja Kelduna ef ég væri ekki upptekinn við skriftir.