Saturday, July 31, 2004

Skattur

Jæja þá standa yfir þessar árlegu skatta kæringar!! Alltaf mikið fjör þar á ferð. ég á að byrja að borga 60 þús þann 1.ágúst sem fyrstu greiðslu af 360 þús sem ég á að skulda. Þannig er reyndar alls ekki staðann, áætluð á mig staðgreiðsla frá því að ég var í danmörku svo maður þarf að kæra það til baka. Nú svo voru líka laun upp á 119 þús sem ég á að hafa fengið hjá Garðþjónustinni Ehf í apríl fyrir ári en ég var reyndar búsettur í Danmörku þá en ég þarf sennilega að sanna að svo hafi verið, ekki þeir að ég hafi verið í vinnu!! Þannig er þetta alltaf. Svo þarf ég að skutlast út á flugvöll í nótt og sækja 96 ára spánverja sem er að fara að veiða í Straumfjarðará, kraftur í karli!! Annars þá held ég að ég sé einn í vinnunni í dag, hugsanlega einhver einn á neðri hæðinni, enda hvað er fólk að vinna um verslunarmannahelgar!!!!

Friday, July 30, 2004

Fös

Þá er það síðasti vinnu dagur vikunnar, eða næstsíðasti hjá mér raunar þar sem ég þarf að vinna svoltið á laugardag til að fylla upp í tímana sem mig vantar eftir gærdaginn. Svanka skrapp í gær að Gæsa hana Stínu og ég þurfti því að vera heima og skulda því eina fimm tíma sem ég verð að vinna upp á morgun, stuð!!! En svona er þetta, það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!! Annars er enginn í vinnunni og vorum við ekki nema þrír á hæðinni lengi framan af morgni. Þá hjálpar að hækka vel í græjunum og er Billy Corgan að redda þessu fyrir mig í þessum töluðu orðum. Annars góða helgi og auf wieder sehen!!! (eða hvernig í helv. það er skrifað!!)

Wednesday, July 28, 2004

Drekinn

Jæja nú hefur drekinn ykkar verið duglegur, horfði á heila mynd í gær og þegar hún var hálfnuð mundi ég eftir að ég hafði séð hana áður. Ég man ekki hvað hún heitir eða hver leikur í henni, well see ya drekinn! (blogg fengið að láni hjá Svínasúpunni!!)
Annars þá er ótrúlega rólegt að frétta, ég ekki að nenna að vera í vinnunni og Svanhildur hefur engan frið til að skrifa ritgerðina sína heima í látunum þar. Enn verið að saga malbik, bora og brjóta með tilheirandi látum. Grilluðum í gær og það var svona ljómandi gott hjá okkur hjónunum, Svanka græjaði kartöflusallat og ég fyllta sveppi með hvítlauk og basil, alltaf gaman að grilla smá í sólinni. Svo átti pabbi afmæli í gær heirði aðeins í gamla manninnum, hann var hress á afmælisdaginn. En annars bið ég ykkur vel að lifa, eru hvort sem er allir í sumarfríi og engin að lesa þessa vitleysu hvort sem er :-)

Tuesday, July 27, 2004

Þriðjudags bluegrass

Þá er kominn þriðjudagur og tilvalið að skella smá blugrass á fóninn. Tilvalið í það að nota Krauss, mjög mistæk en það góða með henni er gott og þannig er nú það. Mörgum finnst þetta efalaust vera eitthvað kántrí gaul, en í rauninni er ekki svo þessvegan heitir þetta ekki kántrý heldur bluegrass. Enn verið að framkvæma í götunni hjá okkur og steinsagir og borar gelta allan daginn liðlangann. Gengur ekkert sérstaklega vel hjá Svönku að skrifa í þessum hávaða og látum þannig að það var eins gott að hún komst vel áfram í sveitinn við skrif. Svo er alveg að fara að renna upp mánuðurinn sem við flytjum í okkar eigin húsnæði. Það verður alveg frábært að flytja í sitt, get vart beðið að það gerist, verður alveg grámagnað!!

Monday, July 26, 2004

Frívikan búin

Jæja þá er sumarfrísvikann búin að sinni. Djöfull var þetta magnað að komast aðeins í smá frí og vera ekki að gera neitt í eina viku. Það er vera ekki að gera neitt vinnutengt og ekki að vera með samviskubit yfir að vera ekki að læra að skrifa lokaverrkefni eða eitthvað svoleiðis bull. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ég hef farið í smá sumarfrí og ekki verið með eitthað á bakinu alltan tíman. Í fyrra áttum við einar tvær vikur eða þrjár eftir að ég skilaði lokaverkefninu,en þá þurfti að undirbúa vörnina, ganga frá sínum málum í danmörku, pakka og flytja þannig að það varð ekkert frí þegar upp var staðið! Þetta hefur því verið snillidin ein. Verst að Svanhildur er búinn að vera mest að skrifa sitt lokaverkefni en við fundum nú tíma inn á milli til að gera eitthvað skemmtilegt. Þess á milli vorum við Ástþór Örn að leika okkur í sandkassanum sem ég smíðaði fyrir hann í sveitinni og keira dráttarvélina og hjálpa Ástþóri eldri við að smíða hesta gerði. Maður hefur verið að koma inn upp úr ellefu á kvöldin þegar vinnudeginum í sveitinni líkur, sæll og kátur og beint í ölið. Hvað villmaður hafa það betra já og 21°C í forsælu á sólarríkum dögum, snilllllld!!!