Thursday, August 05, 2004

Vikulok

Jæja þá eru vikulok hjá mér!! Það fóðra ég þannig að Svanhildur þarf að vinna á bókasafninu á morgunn og ég þarf því að vera heima með littla gaurinn minn og þar með er vinnuvikunni lokið hjá mér og ergo vikulok. Magnað að vera með svona þriggja daga vinnu vikur þetta má í raun ekki meira vera. Annars þá skrapp ég um daginn að kíkja á Harald Pottlokssson í ljósvarpshúsi í Mjóddinni, verð að segja að ég hef bara nokkuð gaman af þessum sögum, skemmtilega naívar en samt smá spenna í þessu öllu saman hjá honum stráknum. Það stafar sennilega af því að mig hefur alltaf langað til að geta galdrað, væri ekki lífið þægilegt ef svo væri. Spurning um að fara heim að æfa sig, en fyrst að skreppa með nokkra laxa í reik!!

Wednesday, August 04, 2004

Vikan mið

Jæja vikan farinn að styttast í annan endann og er það svo sannarlega vel. Alveg magnað hvað ég er ekki að nenna þessu núna þetta sumar, búinn að vera einhver vinnudeyf yfir manni í allt sumar og sé í raun ekkert fyrir endan á henni. Skruppum í smá kaffikönnuleiðangur í gær, þurfum að fara að fjárfesta okkur í slíku þar sem expresso vélinn okkar er nánast búinn að gefa upp öndina og má segja að hún andi aðeins í gegum vél!! Maður er gersamlega steinhættur að drekka þetta venjulega togarakaffi, álít það rudda hinn versta í dag og set ekkert inn fyrir mínar varir nema kaffi lagað í expresso vél umlukið flóaðri mjólk að frönskum hætti. Það er bara þannig að ef menn komast á bragðið með eitthvað gott er erfitt að taka niður fyrir sig aftur, eins og maður drakk nú af hinu ógeðinu í gamla dag!!

Tuesday, August 03, 2004

Verslunarmannahelgi

Jæja þá er verslunarmannahelgin liðinn og er það í sjálfum sér vel. Maður er löngu vaxinn upp úr því að liggja í tjaldi með takmarkaða rænu eftir linnulausa drykkju daganna á undan þannig að fyrir mér var þetta bara löng helgi!! Held að ég hafi drukkið heila þrjá bjóra þessa helgi og ekki getur það talist mjög á minn mælikvarða! Hins vegar fór ég á laugardagsnótt og sótti 96 ára gamlan spánverja út á flugvöll og keirði hann upp á Snæfellsnes þar sem gamli maðurinn verður að veiða út þessa viku!!! Glæsilegur leikmaður þessi karl, 96 ára með nýja veiðistöng með sér í farkestinu, það ber vott um vissa bjartsýni. Sæki hann svo aftur næstu helgi og skutla honum aftur á völinn. Hitti svo Þorgerði frænku mína og fjölskyldu á flugvellinum þau að koma úr Danmerkur ferð. Gaman að sjá litla frænda minn í fyrsta skiptið, en maður hefur ekki enn farið að sjá hann (hef reyndar gert tilraunir til þess en engin verið heima (svona mér til smá málsvarnar :-) )) Maður var löngu búinnj að kaupa eitthvað til að gefa pilti (sem og Kristínar börnum) og þetta er efalaust allt orðið of lítið!!!!! Spurning um að fara að drífa sig í heimsóknir!!!