Wednesday, December 22, 2004

Siðferðisþrek



Já það er magnað um þessar mundir að maður bara nær ekki að safna upp nægilegu siðferðisþreki til að vera próduktífur í vinnunni. Ég í orðsinsfyllstu meiningu bara er í vinnunni, algerlega andlega fjarverandi, næ bara ekki að fókusa á þetta. Húmorinn er að það eru allir svona í kringum mig líka, menn eru bara ekki með hugann við vinnuna á þessum tíma. Það er því bara spurninginn um að hætta snemma í dag, koma sér heim að taka til og ganga frá jólagjöfum, ekki það að það hafi verið að lenda mikið á mér, Svanhildur hefur nú borði hitann og þungann af jólagjöfum og jólakortum þessi jól eins og önnur og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Annað var það nú ekki!!

Tuesday, December 21, 2004

Látum ekki deigan síga



? Hvað er deigi?? og hvert sígur hann??? Hver fann upp á þessu túrbó vitlausa máltæki og afhverju. Þetta er dæmi um spurningu sem maður vill ekkert endilega vita meira um. Ótrúlega skrítið með það verður að segjast. Já jólin nálgast meira með hverjum deginum og áður en maður veit af verður maður farinn að rífa bréf í gríð og erg en ekki í ergelsi þó. Hvað er gríð?? En ergur?? Hver fann þessa vitleysu upp og afhverju?? Já jólatréð fær að fara að koma inn og hlýja sér von bráðar og nýr dallur af jólaöli er væntanlegur í hús von bráðar. Svo þarf maður að fara að kaupa sér jóla Whiskeyið og víking jólabjórinn sem að þessu sinn er langbesti jólabjórinn. Þegar ég segi langbesti jólabjórinn er ég ekkert að meina að mér finnist hann lang bestur, hann ER langbestur það er bara þannig, þetta er enginn skoðanna könnun ég er að segja ykkur að þetta er svona!

Monday, December 20, 2004

Jóla gól



Jamm nú nálgast jólinn sem óður geitungur. Fjórir dagar í jólin hvorki minna né minna. Já það eru ýmis handtök eftir áður en jólaandanum verður formlega boðið til okkar híbýla en ekki svo mörg samt. Erum búinn að vera að raða í skápa og umstafla í skúffur og þesslags. Meira svona yfirborðsmeðhöndlun eftir, svo sem að reyna að þrífa strik og kröss af veggjum eftir ónefndan heimilismeðlim. Hann á efalaust eftir að eiga góða stund við að slíta niður jólakúlur og köngla af jólatrénu þegar það verður komið upp. Svo er bara spurning um hvað maður nær að taka sér langt frí á milli jóla og áramóta, þarf nú sennilega vinnulega séð að láta sjá mig eitthvað aðeins þarna á milli en ég á svo sem frídaga í að sleppa því. Spurning um að kíkja einhverja tvo daga eða svo, grinnka aðeins á staflanum, veitir ekki að því. En annars þá bæó.