Friday, November 12, 2004

Digital Ísland



Jamm þá er maður orðinn stafrænn, eða að minnsta kosti Sonyinn manns!! Skrapp upp á stöð 2 í gær í hávaða renningi og fínt fínt með gamlan afruglara undir höndum og fjarstýringu í vasa. Kom til baka með þennann littla og netta stafræna afruglara sem var að sjálfsögðu plöggað í vegginn og stungið í samband. Jamm svona eggskýrt og fínt sjónvarp og svo er allt opið eins og stendur og því einar 48 rásir að ég held. Eini gallinn er að ég fæ hann ekki til að finna skjá 1 en það á samt að vera hægt sega þeir stöðvar 2 menn. Jamm svo var bara snjór og hálka í morgunn, veturinn farinn að minna óþyrmilega á sig. Verð samt að segja að væri nú bara til í að hafa snjó í vetur ekki þessa helvítis umhleypinga endalaust. Fá sér svo bara gamlan sleða og allt klárt, væri það ekki málið!!!!

Thursday, November 11, 2004

Annar í kvefi



Jamm hægur batinn hérna meginn, manni versnar þó ekki og er það bót í máli. Svarið við spurningunni hér að neðan er Maus, eins og mörg löginn þeirra eru flott þá er textarnir vandræðalegir og söngurinn afleitur annars þá eru þeir orðnir þéttir og flott rokkband maður þarf bara að horfa fram hjá ofangreindu!! Jamm jamm og jæja það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

Wednesday, November 10, 2004

Kvef



Jamm þá er komið almennilegt haust í mann, kominn með þessa fínu hálsbólgu og alles. Búinn að vera að hósta upp hori og vibjóð í allan morgun. Jamm hvað vill maður hafa það betra. Ég tel mig samt vera að vinna þessa síkla fjanda og spái því að þeir verði ekki langlífir, onei. Er enn hálf brosandi yfir knatspyrnuleik gærkveldsins þar sem varalið Arsenal lagði aðallið Everton (þeir eru í þriðja sæti í deildinni). Mestan part leikssins var meðalaldurinn hjá Arsenal 19,8 ár!!! Unnu sem C 3-1 og eru komnir í næstu umferð. Jamm svona þarf nú oft ekki mikið til að gleðja gamalt hjarta!

Spurning: Hvaða hljómsveit orti svo: "Því að einmanna stúlkur eru aum næring fyrir aldintré".

Tuesday, November 09, 2004

Matarboð



Jamm skruppum í matarboð til Didda bróður og frúar ég og mín frú í gær. Pilturinn var orðinn aldraðri en hann var í fyrradag og var því fagnað með góðu læri og ís að hætti Jóa Fel. Alltaf gaman að borða góðan mat, verður að segjast. Litli maðurinn gisti svo hjá ömmu sinni í nótt þannig að við vorum bara tvö í kotinu. Jamm svo er maður tilraunadýr á stofuni í að taka upp AutoCAD 2005 og er ég að testa það þessa dagana, forrita skipanir og fiktandi í lisp rútínum og allt er á góðri leið þar flestar rútínur farnar að virka og forritið mun skemmtilegra en það gamla. Jamm það er skemmtileg tilbreiting að fá að tölvunördast smá. Almennt þá er nördism stórlega vanmetinn, spurning um að vera bara stollt nörd!!

Monday, November 08, 2004

Sól í haga og slátur í vömb.



Jamm þá er lokið sláturhelgi einni gífurlegri. Var búið til blóðmör og lifrarpylsa og alles og svo soðnir keppir til prufu og þeir voru svona ljómandi líka góðir blesaðir strákarnir. Það lukkaðist framar vonum slátrið veður að segjast og þó nokkrir keppir komnir í frysti svo og nokkrir hryggir og læri og pokar af súpukjöti sem okkur áskotnaðist um helgina. Jamm frystikistan brosir breytt þessa dagana, bólgin af kjóti og kræsingum. Við langt komin með að fylla nýja skápinn, það er, glerhlutann að ofan en tölvert pláss er í skenknum enn þannig að enn er hægt að setja hluti sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við þangað. Jamm og svo er litli bróðir orðinn fjörgamall í dag og ætlum við að kíkja í mat til hans í kvöld. Annars þá er bara að reyna að ná í skottið á sér í vinnunni og þar sem að whiskey glösin mín voru að koma upp úr kassa eftir 3 ára geymslu þá er ekki úr vegi að fá sér svona eitt glast að glöðum skota í kveld!