Friday, July 11, 2003

Góðann og blessaðan daginn alheimur. Sit uppi í skóla og er að berjast við forritið mitt. Skrifaðin þennan líka fína macro í excel þannig að núna er excel að ítra fyrir mig á fullu. Með eitthvert fáránlegt magn af gögnum sem blessað forritið þarf að japla á. Á bara eftir að finna út hvernig ég á að láta varma dæluna vinna með "latent heat"!! Einhverjar hugmyndir???
En eins og sjá má í commenta glugganum hér að neðan hefur skapast mikil umræða um svo kallað Torfa/Bjarnar horn (ekki það að Birnir séu með horn)! Þannig standa málin. Björninn fékka nokkrar góðar sögur af Torfa sem að sjálfsögðu eru almeinlausar með öllu, Torfa finnst þær bara ekkert voða findnar og það er jú það sem gerir þær sniðugar:-) Kemur til af því að Björn þekkir rauða dýrið sem var í Grímsey á sama tíma og verkarinn (Torfi í þessu tilfelli). Þannig að núna þarf Torfi bara að skjóta til baka á Björninn.....!! Þannig fara svona dúellar fram.


Monday, July 07, 2003

Þá er ég kominn til baka. Ég kem ALLTAF til baka. Mér leiðist í svipinn einhver ósköp. Ekki nema 3 vikur eftir af verkefninu mínu og ég ekki búinn að gera nærri nógu mikið í því. Þýðir bara eitt, vinnu fram á kvöld í 3 vikur. Ekki alveg að nenna því í sannleika sagt. Skrapp á Maccan áðan með Hans Félaga mínum, pabbi hans er búsettur í USA og var að kaupa sér nýjan Volla að sverustu gerð í Svíþjóð fyrri um viku. Hans er núna með bílinn í smá tíma og við skelltum okkur í bæinn. Ekki amarlegur vagn, allur íklæddur tudda og svín liggur á vegi og ekki er upptakið verra. 18 gíra Gary Fisherinn minn á ekki roð í svona kerru. Mig langar í bíl. Hverning bíl á ég að fá mér þegar ég kem heim í haust!!!! Ekki dýran, en enga druslu heldur!!!