Friday, March 12, 2004

Síðasti dagur vikunnar (það er vinnuvikunnar) er runnin upp og er það alveg ótrúlega vel. Svona almennt er ég ekki að nenna að vera í vinnunni þessa dag, eftir svona törn eins og ég var búinn að vera í þá nennir maður ekki alveg að halda áfram á fullum afköstum. En svona er lífið og ekki þíðir að gráta Björn bóna (og enn síður Björn Böðvars!!). Maður heldur enn í vonina að veðrið fari nú aðeins að lægja svo að maður geti skroppið með guttann út á róló um helgina, það er bara ekki alveg að gera sig þetta rignin/rok veður þessa dagana það verður að segjast. En sannast sagna þá er mikil tilhlökkun fyrir helgarfríið, er búinn að vera að vinna og vera með vinnuna á bakinu undanfarnar helgar en þessa helgi verður vinnan skilin eftir á Laugarvegi 178 það er bara þannig og enganvegin öðruvísi!!!


Thursday, March 11, 2004

Þá er ekki nema þessi dagur + 1 í helgina. Mínir menn komust í 8 liða úrslit í meistaradeildinni í gær og var það vel. Tinna systir hennar Kötu kom í mat í gær, stúlkan varð 25 fyrri fáum dögum og kom í tilefni þess í smá mat í gær. Þegar ég mætti svo í vinnuna í morgun klukkan átta að þessu sinni óskaði Einar mér til hamingju þar sem ég hafði unnið rauðvínshappdrættið í vinnunni!!! Vinningurinn er fimm flöskur af rauðvíni sem er mjög vel! Í ljósi þeirrar staðreyndar að minn hæðsti vinningur í happdrætti til þessa voru tveir lítrar af mjólk í Fjarkanum heitnum (skafmiðaleikur á síðustu öld) verður þetta að teljast vinningaviðbót sem um munar. Ég hef sem dæmi aldrei fengið 3 rétta í lotto, mér er bara ætlað að vinna fyrir minum aurum það er bara þannig. Þess má til gamans nefna að ég var búinn að tapa 6 flöskum í þessu happdrætti fram að þessu þannig að með þessum vinningi er ég bara eina flöslu í mínus!!!!


Wednesday, March 10, 2004

Þá er það kominn miðvikudagur og engin lát á þessari blessaðri rigningu og roki!!! Horfði á svona ljómandi skemmtilegan leik í meistaradeildinni í gær, skemmti mér konunglega við það sérstaklega síðustu mínótu leiksins, en þetta er stundum svona!!! Svo er það bara góða liðið sem keppir í kvöld og vonandi gegnur því vel, standa vel að vígi fyrir leikinn og ættu að hafa þetta í hendi sér en í boltanum er ekkert öruggt. Það er varla hægt að gera neitt nema hanga inni í þessu veðri, Svanhildur var farinn að fara með Ástþór Örn út á leikvöll sem er rétt hjá okkur áður en hún varð lasinn og maður hefur ekki getað haldið þeim sið upp sökum veðurs núna í marga daga, fúlt. Þá er bara um að gera að vera duglegur í vinnunni og reyna að græða smá peninga í staðinn!!!!


Tuesday, March 09, 2004

Alveg magnað, ég fór á fund í gær og hef verið glaður síðan. Það var ákveðið að seinka skilju útboðinu mínu aðeins og hafa það klárt um miðjan apríl og hafa það mun stærra í staðinn. Hugmyndin er að taka inn fleiri hluti í verkið þannig að þetta verður tölverð vinna en ég ekki á "deadline" lengur. Gleðin taumlaus. Það eru nýjar evrópureglur sem ekki er búið að fara í gegnum og við þurfum að fara á námskeið til að fá botn í og það námskeið verður ekki fyrr en í lok mars í fyrsta lagi þannig að öllu seinkar. Annars þá er Svanhildur enn lasin, með einhvern hita, vona að það fari að lagast. Ástþór Örn í miklum gír, farinn að hoppa og allan pakkann en ég er búinn að loka öllum skúffum og skápum á hæðinni með einhverju öryggis dóti þannig að núna þarf maður bara að tína upp geisladiska á kvöldin. Annars þá verð ég að segja að þetta veður er um það bil að fara í skapið á mér, meira ógeðið. Labbaði um í Hagkaup í gær á dönskum dögum, mér leið eins og ég væri kominn heim, bara danskar vörur í borðinu, Tulip lifrarkæfa og Faxe Kondi gos!!!!!!!!!!! Keypti mér kassa af því og spurning um að kaupa annan áður en þetta klárast.


Monday, March 08, 2004

Þá er einni helginni lokið enn. Þessi var í rólegri kantinum á heima vígstöðvunum. Svanhildur var lasinn um helgina og er enn en vonadi fer það nú að skána. Ég var frekar slappur um helgina líka en fékk nú ekki meira en 5 kommur. Var aðeins að vinna á laugardaginn en meikaði það ekki að fara í vinnuna á sunnudaginn, það var bara ekki að gera sig í rokinu og rigningunni að fara að slíta sig upp og vinna um stund. Helgin fór því fram innan dyra að þessu sinni. Pabbi og mamma kíktu í heimsókn á sunnudaginn, eru í bænum í einhverjar vikur núna. Ástþór Örn byrjaður að hoppa í rúminu orðin frekar hættulegur, en mjög findin við þetta athæfi sitt, það finnst honum í það minnsta, veltist um af hlátri eftir hvert stökk. Svo er bara að láta daginn líða sem fyrst, er enganveginn að nenna þessu vinnurugli eins og er, orðin allt of löng törn en vonandi fer nú að sjá fyrir endan á henni!!!!