Saturday, September 03, 2005

Laugardagur til lukku



Þá er það laugardagur og er það vel, sól í heiði og ég í vinnu!! Full mikið að gera núna fyrir minn smekk verður að segjast. Skrapp upp á Hellisheiði í gær og tók Ástþór Örn með mér, það var hin mesta skemmtun fyrir snáðann, fullt að gröfum, vörubílum, krönum og allskyns fínarýi. Þurfti að draga hann grátandi inn í bíl til að koma honum heim aftur, var ekkert á því að fara heim eftir svona skemmtun! Já það væri gaman ef að manni finndist sjálfum svona gaman þarna uppfrá :-)

Thursday, September 01, 2005

Aðeins og seinn



Já fengum hana Björgu í mat í gær, það var mjög gaman. Ég eldaði Bombay curry að indverskum sið og heppnaðist það fínt. Eini gallinn var að ég hefði þurft að vera byrjaður að elda upp úr 17 en var á maraþon fundi upp á Hellisheiði og ekki kominn í bæinn fyrr en 18:20 og átti þá eftir að koma við í búð!! Rétturinn þarf að malla í 1,5klst svo að við borðuðum bara rétt fyrir 10 í staðinn!! Átti svo eftir að semja tímaskýrsluna fyrir mánuðinn, sá bara að það er fínt að gera það smá í glasi!!!
En nú sé haust og þá sé kalt eins og maðurinn sagði!!