Wednesday, June 04, 2003

Öfugsnúanleiki tilverunnar: Það er 21°C í forsælu núna og ég er á stuttbuxum að frjósa inn í skóla. Á kvöldin skýn sólinn á gluggan hjá okkur þannig að maður sofnar í svitakófi seint og um síðir. Hvað með að vera bara á ströndinni alltaf og sleppa við þetta rugl allt saman. Svanka og Astorio skruppu í bæinn áðan að hitta vinkonu Svönku en ég var bara að reykna út orku í röku lofti. Skemmtileg skipti það. Skólaleiði minn er nú alger. Mér leiddist skólinn í barna skóla, menntaskóla og ég ætaði aldrei í háskóla ó nei. En skólaleiði magnast með faktor 7 þegar í háskólann er komið og hann gerir það með hverju árinnu sem líður þar. Þannig að núna er hámarkinu náð og ég bara nenni þessu rugli ekki lengur. Segi bara eins og Sigga Beina " vill ferðast og skemmta mér". Ekki vit í nokkru öðru. En það eru enn tveir mánuðir eftir þannig að það þarf að bíta í skjaldarrönd og fara svo og tannbursta sig (bölvaður skítur, blóð og svit á þessum skjöldum alltaf). Þannig að gleðinn er ekki alger í dag, en mér varð sæmilega úr verki þannig að er á meðan er eins og þar stendur. En allir í sólskinsskapi og kátir, þýðir ekkert annað. Ég er nefnilega á heimleið :-)


Monday, June 02, 2003

Ný vika enn á ný. Spurning um að hafa vikurnar helmingi lengri og þar af leiðandi helgarnar líka. Þá væru bara 26 vikur í árinu. Spurning um að bylta núverandi vikukerfi. Sit uppi í skóla og er að fara á mis við sól og hita sitjandi í sagganum í DTU. Fékk reyndar fína heimsókn áðan, Svanhildur og Ástþór Örn ofurhetja komu í heimsókn með Cola og bakarísdót. Það var vel. Ómögulegt að sjá ekki stubbinn svo að tímunum skiptir þegar maður er hérna uppfrá og einnig fínt að fá úr bakaríi. Búinn að vera þvílíkur hiti undanfarið að það hálfa væri sennilega aðeins of lítið. Kvöldsólin bylur á gluggunum hjá okkur og ekki nokkur leið að liggja með sæng ofan á sér, tala ekki um íslenska dúnsægn 210cm langa. Þetta er í mesta lagi fyrir týpíska íslenska aría (utan blárra augna og hvítt hárs (enda er það uppskrift af Svíum). Annars væri þetta alveg ideal ef glugginn okkar snéri ekki í vestur. Tómatatréð mitt er samt mjög kátt með þetta, farnir að koma Cherry tómatar á það :-)


Sunday, June 01, 2003

Sól sól og sumar og allir kátir í góða veðrinu. Búinn að taka mér langa helgi og er það vel. Búið að vera um og yfir 18°C síðastliðnar vikur allt eins og það á aðvera. Fór í gær í Elgiganten og keypti borð viftu, reyna að hræra aðeins í lofitnu hérna. Keypti í leiðinni þráðlaust optical multimedia lyklaborð og mús frá Microsoft, hinn eigulegasta grip. Gamla lyklaborðið var farið í hass en músinn var góð (internet explorer optical) en það er varla hægt að kaupa alvöru lyklaborð nema því fylgi mús. Þetta er reyndar almögnuð mús, mun léttari í yfirferð en vantar hliðartakkana frá expolrernum. En nóg um kosti og galla, hitt málið var þegar ég ætlaði að fara að tengja draslið þá bara virkaði þetta ekki. Það var N.B. driverinn sem ekki virkaði, gat ekki afpakkað sér í tempið og þar af leiðandi ekki keyrt inn driverinn. Þurfti að fara inn á microsoft/keyboard og /mouse til að finna drivera ætlað fyrir USA markað og downloada þeim (22MB) og svo með fjallabaksleiðum kom ég þessu í gang. Nú spyr ég! Ég tel mig ágætan tölvu gúru og reddaði þessu því, en fyrir fólk sem ekki kann mikið hvað á það að gera við 8.þús kr lyklaborð og mús?? Ekki mikið kátína með þig Bill Gates! Ljósi punkturinn í þessu öllu var að pakkinn átti að kosta 749kr danskar (um 8 þús) en ég fékk þetta með borðviftu á 558dkk (um 6 þús). Veit ekki hvort kassastelpan gerði mistök eða hvort þetta var á tilboði og rangt merkt í hillu, mér er eiginlega bara alveg sama, fínt að græða aðeins á þessum dana djöfum :-)